Íslenski boltinn

Leiknir á toppinn eftir sigur á Greni­vík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brynjar Hlöðversson og félagar eru komnir á topp Lengjudeildarinnar.
Brynjar Hlöðversson og félagar eru komnir á topp Lengjudeildarinnar. vísir/andri marinó

Leiknir Reykjavík vann mikilvægan sigur í toppbaráttunni í Lengjudeild karla á Grenivík í dag.

Leiknismenn unnu 1-0 sigur en sigurmarkið skoraði Sævar Atli Magnússon á 40. mínútu.

Leiknir er komið á toppinn eftir sigurinn en þeir eru með 33 stig. Fram er í öðru sætinu með 33 stig einnig eftir sextán leiki en Leiknir hefur spilað sautján.

Keflavík er svo í 3. sætinu með 31 stig eftir fimmtán leiki en Magnamenn eru í fallsætinu með níu stig, þremur stigum frá öruggu sæti.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.