Erlent

Hátt í tveggja milljóna sekt fyrir í­trekuð brot

Sylvía Hall skrifar
Boris Johnson á upplýsingafundi yfirvalda í Bretlandi fyrr í vikunni.
Boris Johnson á upplýsingafundi yfirvalda í Bretlandi fyrr í vikunni. Vísir/Getty

Íbúar í Bretlandi sem ítrekað hlíta ekki sóttkví eftir að hafa verið í samskiptum við smitaðan einstakling geta átt von á sektum sem nema allt að tíu þúsund pundum, eða því sem samsvarar tæplega 1,8 milljónum íslenskum krónum á núverandi gengi. Önnur bylgja faraldursins er skollin á í landinu og hefur fjöldi nýgreindra ekki verið meiri frá því í vor.

Þetta tilkynnti Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í dag. Reglurnar taka gildi þann 28. september næstkomandi og gilda um alla þá sem hafa fengið staðfest kórónuveirusmit eða tilkynningu um að þeir hafi umgengist smitaðan einstakling.

„Fólk sem ákveður að hundsa reglurnar mun fá háar sektir,“ sagði Johnson í yfirlýsingu.

Sektir fyrir fyrstu brot munu nema um þúsund pundum, eða um 175 þúsund íslenskum krónum. Sektirnar fara svo hækkandi, en þeir vinnuveitendur sem hóta að reka starfsfólk sem kýs að vera í sóttkví geta einnig átt von á hæstu mögulegu sekt.

„Á meðan fólk gerir sitt besta í því að fylgja reglunum, þá vil ég ekki sjá að fólk sé í þeirri aðstöðu að það upplifi að það geti fjárhagslega ekki hlýtt tilmælum um einangrun,“ sagði Johnson.


Tengdar fréttir

Allir núlifandi forsætisráðherrar gagnrýna Johnson

David Cameron varð fimmti fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands til þess að gagnrýna áform Boris Johnson, forsætisráðherra, um að brjóta útgöngusamninginn sem hann gerði sjálfur við Evrópusambandið. Breska þingið greiðir atkvæði um frumvarp þess efnis síðar í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.