WHO varar við að sóttkví sé stytt Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2020 15:29 Merki Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem legst gegn ákvörðunum sumra Evrópuríkja um að stytta sóttkví fyrir þá sem hafa verið útsettir fyrir kórónuveirusmiti. AP/Laurent Gillieron/Keystone Evrópuþjóðir verða að halda fast við sóttkvíarreglur vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi fjölgunar smitaðra um alla álfuna undanfarið, að mati yfirmanns Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu. Fjölgunin ætti að vera álfunni vakning. Fleiri en 300.000 manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í 53 Evrópulöndum síðustu vikuna. Smituðum hefur fjölgað um meira en 10% í meira en helmingi Evrópuríkjanna undanfarnar tvær vikur. Í sjö ríkjum fjölgaði smituðum tvöfalt. Þrátt fyrir þetta hafa sum ríki, þar á meðal Ísland, ákveðið að slaka á reglum um hversu lengi fólk sem er talið hafa verið útsett fyrir nýju afbrigði kórónuveiru þarf að vera í sóttkví. Hér á landi er nú aðeins gerð krafa um sjö daga sóttkví í stað fjórtán daga áður ef fólk er einkennalaust og sýni er neikvætt. Frönsk stjórnvöld styttu sóttkví einnig um helming í síðustu viku og vísuðu til þess að margir virtu hvort eð er ekki kröfuna um tvær vikur. Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu, varar við því að jafnvel þó að sóttkvíartíminn verði aðeins styttur lítillega gæti það haft veruleg áhrif á útbreiðslu veirunnar. Hækkandi tölur smitaðra í þessum mánuði hafi vakið fólk af værum blundi, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Tilmæli WHO um fjórtán daga sóttkví byggja á þekkingu á meðgöngutíma veirunnar og smitleiðum. Katie Smallwood, sérfræðingur hjá WHO, segir að stofnunin myndi aðeins breyta þeim tilmælum á grundvelli skilnings hennar á vísindunum að baki. „Það er enn sem komið er ekki tilfellið,“ sagði hún á blaðamannafundi með Kluge sem fór fram með fjarfundarbúnaði í dag. Kluge viðurkenndi að þreytu væri byrjað að gæta á meðal almennings og jafnvel andstöðu við sóttvarnaraðgerðir. Lýsti hann engu að síður trú sinni á að Evrópulöndum tækist að bæla veiruna niður aftur. „Í vor og snemma í sumar gátum við séð áhrif strangra takmarkana. Aðgerðir okkar, fórnir okkar, borguðu sig. Í júní voru aldrei færri smitaðir. Tölurnar um fjölda smitaðra í september ættu aftur á móti að vera okkur öllum vakning,“ sagði Kluge. Tæplega fjörutíu manns hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni á Íslandi undanfarna þrjá sólarhringa. Aðeins ellefu þeirra voru í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir. Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boðar hertar aðgerðir á vínveitingastöðum borgarinnar Heimsóknir á slíka staði eigi stóran þátt í þeirri bylgju sem nú virðist vera að ganga yfir. 17. september 2020 14:20 Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. 17. september 2020 14:07 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Evrópuþjóðir verða að halda fast við sóttkvíarreglur vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi fjölgunar smitaðra um alla álfuna undanfarið, að mati yfirmanns Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu. Fjölgunin ætti að vera álfunni vakning. Fleiri en 300.000 manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í 53 Evrópulöndum síðustu vikuna. Smituðum hefur fjölgað um meira en 10% í meira en helmingi Evrópuríkjanna undanfarnar tvær vikur. Í sjö ríkjum fjölgaði smituðum tvöfalt. Þrátt fyrir þetta hafa sum ríki, þar á meðal Ísland, ákveðið að slaka á reglum um hversu lengi fólk sem er talið hafa verið útsett fyrir nýju afbrigði kórónuveiru þarf að vera í sóttkví. Hér á landi er nú aðeins gerð krafa um sjö daga sóttkví í stað fjórtán daga áður ef fólk er einkennalaust og sýni er neikvætt. Frönsk stjórnvöld styttu sóttkví einnig um helming í síðustu viku og vísuðu til þess að margir virtu hvort eð er ekki kröfuna um tvær vikur. Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu, varar við því að jafnvel þó að sóttkvíartíminn verði aðeins styttur lítillega gæti það haft veruleg áhrif á útbreiðslu veirunnar. Hækkandi tölur smitaðra í þessum mánuði hafi vakið fólk af værum blundi, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Tilmæli WHO um fjórtán daga sóttkví byggja á þekkingu á meðgöngutíma veirunnar og smitleiðum. Katie Smallwood, sérfræðingur hjá WHO, segir að stofnunin myndi aðeins breyta þeim tilmælum á grundvelli skilnings hennar á vísindunum að baki. „Það er enn sem komið er ekki tilfellið,“ sagði hún á blaðamannafundi með Kluge sem fór fram með fjarfundarbúnaði í dag. Kluge viðurkenndi að þreytu væri byrjað að gæta á meðal almennings og jafnvel andstöðu við sóttvarnaraðgerðir. Lýsti hann engu að síður trú sinni á að Evrópulöndum tækist að bæla veiruna niður aftur. „Í vor og snemma í sumar gátum við séð áhrif strangra takmarkana. Aðgerðir okkar, fórnir okkar, borguðu sig. Í júní voru aldrei færri smitaðir. Tölurnar um fjölda smitaðra í september ættu aftur á móti að vera okkur öllum vakning,“ sagði Kluge. Tæplega fjörutíu manns hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni á Íslandi undanfarna þrjá sólarhringa. Aðeins ellefu þeirra voru í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir.
Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boðar hertar aðgerðir á vínveitingastöðum borgarinnar Heimsóknir á slíka staði eigi stóran þátt í þeirri bylgju sem nú virðist vera að ganga yfir. 17. september 2020 14:20 Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. 17. september 2020 14:07 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Boðar hertar aðgerðir á vínveitingastöðum borgarinnar Heimsóknir á slíka staði eigi stóran þátt í þeirri bylgju sem nú virðist vera að ganga yfir. 17. september 2020 14:20
Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. 17. september 2020 14:07