Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2020 14:07 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Hingað til hefur verið sagt frá þremur afbrigðum veirunnar en Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa fengið fregnir af þessu fjórða afbrigði seint í gærkvöldi. „Þetta afbrigði var í tveimur Frökkum sem komu til landsins 15. ágúst og lentu í einangrun hér,“ segir Kári. Af þeim þrettán sem greindust með veiruna á þriðjudag raðgreindi Íslensk erfðagreining veiruna úr 10 þeirra. Sjö þeirra reyndust vera með sömu stökkbreytingar veirunnar og Frakkarnir báru. Fimmtán af þeim nítján sýnum sem greindust í gær hafa verið raðgreind. Öll fimmtán báru með sér stökkbreytinguna sem Frakkarnir voru með. Allir voru á aldrinum 25-38 ára. 32 hafa greinst með veiruna síðustu tvo sólarhringa en 24 þeirra voru ekki í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði við fréttastofu fyrr í dag að um þriðjungur þeirra sem smituðust hefðu allir sótt sama veitingastaðinn. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvaða veitingastaður það er. „Þessir sjö einstaklingar höfðu allir, að mér skilst, komið inn á þetta vínveitingahús,“ segir Kári Stefánsson. Kári telur ráðlagt að loka öllum öldurhúsum samfélagsins yfir næstu helgi svo hægt sé að ná utan um faraldurinn. „Við þurfum tíma til að fylgjast með þróun faraldursins. Er hann í veldisvexti og er veiran að fara að breiðast út um allt,“ segir Kári. „Á þessu augnabliki er þetta spurning um almenna skynsemi,“ bætir hann við. Veiran hefur verið að greinast í ungu fólki og Kári segir að sniðugt yrði að halda unga fólkinu frá þeim stöðum þar sem það stendur þétt. Á öldurhúsum kaupi fólk áfengi sem slær á dómgreind þeirra sem veldur því að það passi ekki upp á sig með tilliti til sóttvarna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira
Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Hingað til hefur verið sagt frá þremur afbrigðum veirunnar en Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa fengið fregnir af þessu fjórða afbrigði seint í gærkvöldi. „Þetta afbrigði var í tveimur Frökkum sem komu til landsins 15. ágúst og lentu í einangrun hér,“ segir Kári. Af þeim þrettán sem greindust með veiruna á þriðjudag raðgreindi Íslensk erfðagreining veiruna úr 10 þeirra. Sjö þeirra reyndust vera með sömu stökkbreytingar veirunnar og Frakkarnir báru. Fimmtán af þeim nítján sýnum sem greindust í gær hafa verið raðgreind. Öll fimmtán báru með sér stökkbreytinguna sem Frakkarnir voru með. Allir voru á aldrinum 25-38 ára. 32 hafa greinst með veiruna síðustu tvo sólarhringa en 24 þeirra voru ekki í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði við fréttastofu fyrr í dag að um þriðjungur þeirra sem smituðust hefðu allir sótt sama veitingastaðinn. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvaða veitingastaður það er. „Þessir sjö einstaklingar höfðu allir, að mér skilst, komið inn á þetta vínveitingahús,“ segir Kári Stefánsson. Kári telur ráðlagt að loka öllum öldurhúsum samfélagsins yfir næstu helgi svo hægt sé að ná utan um faraldurinn. „Við þurfum tíma til að fylgjast með þróun faraldursins. Er hann í veldisvexti og er veiran að fara að breiðast út um allt,“ segir Kári. „Á þessu augnabliki er þetta spurning um almenna skynsemi,“ bætir hann við. Veiran hefur verið að greinast í ungu fólki og Kári segir að sniðugt yrði að halda unga fólkinu frá þeim stöðum þar sem það stendur þétt. Á öldurhúsum kaupi fólk áfengi sem slær á dómgreind þeirra sem veldur því að það passi ekki upp á sig með tilliti til sóttvarna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira