Íslenski boltinn

Þróttur R. og Víkingur Ó. töpuðu bæði

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Víkingur Ó. fór í fýluferð til Akureyrar.
Víkingur Ó. fór í fýluferð til Akureyrar. Vísir

Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. Þór Akureyri vann 1-0 sigur á Víking Ólafsvík á Akureyri. Þróttur Reykjavík tapaði síðan 1-2 á heimavelli gegn Aftureldingu.

Botnbarátta deildarinnar virðist þar með ætla að vera æsispennandi en Þróttur er sem stendur fyrir ofan fallsæti á markatölunni eintómri. Þegar Oliver Heiðarsson kom þeim yfir í síðari hálfleik í kvöld hafa þeir hugsað sér gott til glóðarinnar en tvö mörk Mosfellinga undir lok leiks sendu þá rakleiðis aftur í svartnættið.

Ólafur Aron Pétursson sá svo til þess að Víkingar fóru stigalausir heim frá Akureyri.

Víkingur Ó. er sem stendur í 9. sæti með 16 stig – en á þó leik til góða – á meðan Þróttur R. og Leiknir F. eru bæði með 12 stig. Magni Grenivík situr svo á botninum með aðeins níu stig.

Þórsarar eru í 5. sæti með 23 stig á meðan Afturelding komst upp í 18 stig og situr því í 8. sæti deildarinnar.

Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×