Vísir var með beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM annað kvöld.
Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson og landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundinum sem hófst klukkan 10:30. Beina textalýsingu frá honum má nálgast hér fyrir neðan.
Leikur Íslands og Lettlands hefst klukkan 18:45 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingu klukkan 18:15.
Ísland er með níu stig eftir þrjá leiki í 2. sæti F-riðils undankeppninnar. Íslendingar unnu fyrri leikinn gegn Lettum ytra með sex mörkum gegn engu.
Á þriðjudaginn mæta Íslendingar svo Svíum sem eru á toppi riðilsins.