Erlent

Fyrr­verandi ein­ræðis­herra Malí látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Moussa Traoré árið 1986. Hann stýrði landinu á árunum 1968 til 1991.
Moussa Traoré árið 1986. Hann stýrði landinu á árunum 1968 til 1991. Getty

Moussa Traoré , sem stýrði Afríkuríkinu Malí í 22 ár, er látinn, 83 ára að aldri.

AFP segir frá þessu og hefur eftir fjölskyldu Traoré.

Traoré komst til valda árið 1968 eftir að hafa leitt valdarán hersins gegn Modibo Keïta, fyrsta lýðræðislega kjörna forseta landsins. Átta ár voru þá liðin frá því að landið öðlaðist sjálfstæði frá Frakklandi.

Traoré stýrði landinu til að byrja með sem leiðtogi herins, allt til ársins 1979 þegar hann gerði sig að forseta. Gegndi hann því embætti allt til ársins 1991 þegar hann hrökklaðist úr embætti í kjölfar mótmælaöldu í landinu.

Eftir að hann hrökklaðist úr stóli forseta var Traoré fangelsaður og dæmdur til dauða árið 1993. Alpha Oumar Konare, forseti Malí á árunum 1992 til 2002, sneri svo dómnum yfir Traoré í lífstíðarfangelsi og náðaði hann loks árið 2002.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.