Íslenski boltinn

Kefla­vík vann ÍBV í mikil­vægum leik í Eyjum | Sjáðu mörkin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kian Paul James Williams skoraði eitt marka Keflavíkur er liðið vann ÍBV í mikilvægum leik í Lengjudeildinni á laugardaginn.
Kian Paul James Williams skoraði eitt marka Keflavíkur er liðið vann ÍBV í mikilvægum leik í Lengjudeildinni á laugardaginn. Vísir/Vilhelm

Keflavík vann frábæran sigur á ÍBV í Lengjudeildinni á laugardaginn var. Sigurinn setur Keflavík í einkar góða stöðu á meðan vonir ÍBV um sæti í Pepsi Max deildinni að ári fara dvínandi.

Josep Arthur Gibbs getur ekki hætt að skora í liði Keflavíkur og kom hann liðinu yfir á 12. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu. Lengi vel leit út að leikurinn myndi einfaldlega enda 1-0 Keflavík í vil en svo var aldeilis ekki.

Þegar komið var á 83. mínútu leiksins átti Keflavík sókn. Gibbs gaf á Kian Paul James Williams sem var við vítapunktinn en skot hans hafnaði í stönginni. Þaðan barst boltinn til Gibbs sem gat ekki annað en skorað, hans 18. mark í aðeins 14 leikjum í sumar.

Aðeins þremur mínútum síðar var það svo Kian sem tryggði Keflavík sigurinn eftir að hafa fengið sendingu frá Rúnari Þór Sigurgeirssyni inn á teig. Kian snéri varnarmenn ÍBV af sér og lagði boltann í hornið. Önnur stoðsending Rúnars Þórs í leiknum en hann átti aukaspyrnuna sem rataði á kollinn á Gibbs í fyrsta marki leiksins.

Jón Jökull Hjaltason minnkaði muninn fyrir ÍBV í uppbótartíma en nær komust heimamenn ekki. Frábær sigur Keflvíkinga staðreynd sem eru nú í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Fram sem sitja í toppsætinu. Toppliðin mætast á morgun klukkan 16:30 í Keflavík.

ÍBV – sem leikur nú gegn Leikni F. á heimavelli – eru dottnir niður í 4. sæti deildarinnar. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum frá því á laugardag.

Klippa: Keflavík valtaði yfir ÍBV


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.