Erlent

Notuðu rússneska þotu í framboðsauglýsingu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Umrædd auglýsing
Umrædd auglýsing

Nefnd sem sér um að safna fjármunum fyrir forsetaframboð Donald Trump forseta Bandaríkjanna hefur fjarlægt auglýsingu þar sem hvatt var til stuðnings við bandaríska hermenn. Ástæðan er sú að rússneskar herþotur voru notaðar í auglýsingunn.

Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir Trump Make America Great Again Committee sem rekin er sameiginlega af framboði Trump og Repúblikanaflokknum.

Málið snýst um auglýsingu sem birt var víðsvegar á netinu þann 11. september síðastliðinn þar sem almenningur er hvattur til þess að styðja bandaríska hermenn. Á mynd sem fylgir auglýsingunni má sjá þrjá hermenn og þrjár herþotur.

Í ljós hefur hins vegar komið að umræddar herþotur eru rússneskar, nánar tiltekið MiG-29 þotur. Fjallað er um málið á vef Politico í Bandaríkjunum þar sem rætt er við sérfræðing um herþotur sem segir alveg klárt að um rússneskar þotur sé að ræða.

Þá er einnig rætt við rússneskan sérfræðing sem staðfestir það mat auk þess sem að sá sérfræðingur telur að einn af hermönnunum sé með AK-47 hríðskotabyssu, sem einnig er framleidd í Rússlandi.

Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir framboðið, ekki síst þar semTrump hefur frá því að hann tók við embætti verið harðlega gagnrýndur fyrir samskipti hans við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, auk þess sem að framboð hans hefur mátt sæta rannsókn vegna meintra afskipta Rússa af forsetakosningunum árið 2016.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.