Íslenski boltinn

Arnar svarar ummælum Stúkunnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnar Grétarsson segir að hann og stjórn KA muni ræða saman þegar tímabilinu lýkur.
Arnar Grétarsson segir að hann og stjórn KA muni ræða saman þegar tímabilinu lýkur. vísir/stefán

Arnar Grétarsson, þjálfari KA, hefur tjáð sig um það sem sagt var í Pepsi Max Stúkunni fyrr í kvöld. Þar var sagt að Arnar myndi ekki halda áfram með liðið sama hvernig færi í sumar. Arnar hefur nú tekið fyrir það og sagt að málin verði rædd að tímabili loknu.

„Langar að taka það skýrt fram að ekkert hefur verið ákveðið enn með framhaldið á mínum störfum hjá KA. Markmið að setjast niður á næstunni til að ræða framhaldið,“ segir Arnar á Twitter-síðu sinnu.

KA er sem stendur í 10. sæti Pepsi Max deildarinnar með 14 stig. Liðið vann góðan 2-0 sigur á Fylki í síðustu umferð og kom sér þar með töluvert frá fallsvæðinu. Aðeins þrjú stig eru í Víkinga sem sitja í 7. sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×