Íslenski boltinn

Arnar Grétarsson heldur ekki áfram með KA

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnar Grétarsson mun ekki vera áfram hjá KA á næstu leiktíð samkvæmt Gumma Ben.
Arnar Grétarsson mun ekki vera áfram hjá KA á næstu leiktíð samkvæmt Gumma Ben. vísir/stefán

Arnar Grétarsson mun ekki þjálfa KA næsta sumar, sama hvernig sumarið fer hjá liðinu í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu.

Þetta kom fram í Pepsi Max Stúkunni en Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi þáttarins, greindi frá. Segist Guðmundur hafa heimildir fyrir því að Arnar hafi látið stjórn félagsins vita að hann yrði ekki lengur þar en út sumarið.

„Ég held að menn ættu ekki að vera svakalega hissa á þessu,“ segir Gummi í þættinum.

Arnar tók við KA fyrr í sumar eftir að Óli Stefán Flóventsson var látinn taka poka sinn. Arnar stýrði KA til sigurs í fyrsta leik sínum og í kjölfarið fylgdu fimm jafntefli í næstu sex leikjum. Liðið vann svo frábæran 2-0 sigur á Fylki í síðustu umferð.

KA er komið með 14 stig og situr í 10. sæti eftir 13 leiki, sjö stigum frá fallsæti.

Ekki eru þó allir sammála heimildum Gumma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×