Friðarviðræður Afganistan og Talíbana hafnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2020 13:12 Meðlimir sendinefndar Talíbana á opnunarhátíð friðarviðræðnanna við Afganistan í Doha í Katar í morgun. EPA-EFE/STRINGER Friðarviðræður milli Afganistan og Talíbana hófust í morgun í Katar eftir margra mánaða bið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir viðræðurnar sögulegar en hann er mættur til Doha í Katar til að vera viðstaddur opnunarhátíðar viðræðnanna. Viðræðurnar áttu að hefjast eftir að Bandaríkin og Talíbanar skrifuðu undir öryggissáttmála í febrúar en vegna ósættis vegna umdeildra fangaskipta frestuðust viðræðurnar. Sendinefnd Afganistan hélt frá Kabúl til Doha í gær, 11. september, nítján árum eftir að mannskæðar árásir á tvíburaturnana í New York voru gerðar og Talíbanastjórnin í Afganistan var í kjölfarið hrakin frá völdum. Talíbanar staðfestu á fimmtudag að þeir myndu vera viðstaddir viðræðunum eftir að síðustu fangaskipti fóru fram en þá var sex föngum Afgana sleppt úr haldi. Þetta eru fyrstu friðarviðræðurnar sem fara fram milli Talíbana og fulltrúa afganskra yfirvalda. Vígamennirnir hafa hingað til neitað að funda með yfirvöldum og sagt þau valdalausar strengjabrúður Bandaríkjanna. Báðar hliðar sækjast eftir sáttum og vilja binda endi á fjögurra áratuga stríð sem geisað hefur í landinu, sem hófst með innrás Sovétmanna árið 1979. Viðræðurnar áttu að hefjast í mars en var ítrekað frestað vegna deilna um fangaskipti sem samþykkt voru í febrúar eftir að Bandaríkin og Talíbanar komust að samkomulagi. Þá hafa átök í landinu einnig verið lítil síðan þá. Í samningi Bandaríkjanna og Talíbana var sett fram tímalína um brottfall erlendra hersveita frá landinu en í staðin þurftu Talíbanar að tryggja það að hryðjuverkastarfsemi myndi líða undir lok. Það tók meira en ár að skrifa undir samninginn og talið er að viðræður Talíbana og afganskra yfirvalda muni taka enn lengri tíma. Margir hafa lýsti yfir áhyggjum yfir að þau réttindi sem konum hafa verið tryggð fái að fjúka í viðræðunum. Þá munu Talíbanar þurfa að kynna hugmyndir sínar um stjórnkerfi landsins. Hingað til hafa þeir lítið sagt en hafa þó lýst því yfir að þeir vilji sjá „íslamskt“ stjórnkerfi en að það „taki tillit til flestra hópa.“ Þá er talið að viðræðurnar muni varpa ljósi á það hvernig vígahópurinn hafi breyst frá því á tíunda áratugnum, þegar hann fór með stjórn landsins og stjórnaði með „öfgafullri túlkun“ Shari‘a laga, íslamskra trúarlaga. Afganistan Bandaríkin Katar Tengdar fréttir Tíu látnir eftir árás á bílalest varaforsetans Tíu manns hið minnsta eru látnir eftir að sprengjuárás var gerð á bílalest afganska varaforsetans Amrullah Saleh í höfuðborginni Kabúl. 9. september 2020 08:15 Friðarviðræður gætu hafist á næstu dögum Ríkisstjórn Afganistan vinnur nú að því að ljúka fangaskiptum, sem eru skilyrði friðarviðræðna, við Talibana. Nærri því 200 af síðustu 400 föngunum hefur verið sleppt. Í 2. september 2020 08:42 Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. 2. júlí 2020 11:26 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Sjá meira
Friðarviðræður milli Afganistan og Talíbana hófust í morgun í Katar eftir margra mánaða bið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir viðræðurnar sögulegar en hann er mættur til Doha í Katar til að vera viðstaddur opnunarhátíðar viðræðnanna. Viðræðurnar áttu að hefjast eftir að Bandaríkin og Talíbanar skrifuðu undir öryggissáttmála í febrúar en vegna ósættis vegna umdeildra fangaskipta frestuðust viðræðurnar. Sendinefnd Afganistan hélt frá Kabúl til Doha í gær, 11. september, nítján árum eftir að mannskæðar árásir á tvíburaturnana í New York voru gerðar og Talíbanastjórnin í Afganistan var í kjölfarið hrakin frá völdum. Talíbanar staðfestu á fimmtudag að þeir myndu vera viðstaddir viðræðunum eftir að síðustu fangaskipti fóru fram en þá var sex föngum Afgana sleppt úr haldi. Þetta eru fyrstu friðarviðræðurnar sem fara fram milli Talíbana og fulltrúa afganskra yfirvalda. Vígamennirnir hafa hingað til neitað að funda með yfirvöldum og sagt þau valdalausar strengjabrúður Bandaríkjanna. Báðar hliðar sækjast eftir sáttum og vilja binda endi á fjögurra áratuga stríð sem geisað hefur í landinu, sem hófst með innrás Sovétmanna árið 1979. Viðræðurnar áttu að hefjast í mars en var ítrekað frestað vegna deilna um fangaskipti sem samþykkt voru í febrúar eftir að Bandaríkin og Talíbanar komust að samkomulagi. Þá hafa átök í landinu einnig verið lítil síðan þá. Í samningi Bandaríkjanna og Talíbana var sett fram tímalína um brottfall erlendra hersveita frá landinu en í staðin þurftu Talíbanar að tryggja það að hryðjuverkastarfsemi myndi líða undir lok. Það tók meira en ár að skrifa undir samninginn og talið er að viðræður Talíbana og afganskra yfirvalda muni taka enn lengri tíma. Margir hafa lýsti yfir áhyggjum yfir að þau réttindi sem konum hafa verið tryggð fái að fjúka í viðræðunum. Þá munu Talíbanar þurfa að kynna hugmyndir sínar um stjórnkerfi landsins. Hingað til hafa þeir lítið sagt en hafa þó lýst því yfir að þeir vilji sjá „íslamskt“ stjórnkerfi en að það „taki tillit til flestra hópa.“ Þá er talið að viðræðurnar muni varpa ljósi á það hvernig vígahópurinn hafi breyst frá því á tíunda áratugnum, þegar hann fór með stjórn landsins og stjórnaði með „öfgafullri túlkun“ Shari‘a laga, íslamskra trúarlaga.
Afganistan Bandaríkin Katar Tengdar fréttir Tíu látnir eftir árás á bílalest varaforsetans Tíu manns hið minnsta eru látnir eftir að sprengjuárás var gerð á bílalest afganska varaforsetans Amrullah Saleh í höfuðborginni Kabúl. 9. september 2020 08:15 Friðarviðræður gætu hafist á næstu dögum Ríkisstjórn Afganistan vinnur nú að því að ljúka fangaskiptum, sem eru skilyrði friðarviðræðna, við Talibana. Nærri því 200 af síðustu 400 föngunum hefur verið sleppt. Í 2. september 2020 08:42 Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. 2. júlí 2020 11:26 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Sjá meira
Tíu látnir eftir árás á bílalest varaforsetans Tíu manns hið minnsta eru látnir eftir að sprengjuárás var gerð á bílalest afganska varaforsetans Amrullah Saleh í höfuðborginni Kabúl. 9. september 2020 08:15
Friðarviðræður gætu hafist á næstu dögum Ríkisstjórn Afganistan vinnur nú að því að ljúka fangaskiptum, sem eru skilyrði friðarviðræðna, við Talibana. Nærri því 200 af síðustu 400 föngunum hefur verið sleppt. Í 2. september 2020 08:42
Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. 2. júlí 2020 11:26