Enn fleiri kallaðar til nýrrar leghálsskoðunar Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 10. september 2020 17:46 Krabbameinsfélagið hefur farið yfir 2.500 sýni af um 6.000. Vísir/Vilhelm Konum sem Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur kallað til nýrrar leghálsskoðunar vegna mannlegra mistaka við greiningu árið 2018 heldur áfram að fjölga. Þær eru nú orðnar sextíu og fimm. Komið hefur í ljós að konurnar hafi verið með vægar frumubreytingar árið 2018 en höfðu fengið ranga niðurstöðu. Ekki fengust upplýsingar um hvort einhver þeirra væri nú komin með alvarlegar frumubreytingar. Búið er að yfirfara 2500 sýni af sex þúsund sem á að skoða, samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsfélaginu. Í lok síðasta mánaðar var greint frá því að kona um fimmtugt hafi fengið rangar niðurstöður úr leghálsskimun hjá félaginu. Hún greindist síðar með ólæknandi krabbamein sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Konan undirbýr nú skaðabótamál á hendur Krabbameinsfélaginu ásamt lögmanni sínum, en fleiri konur hafa leitað til lögmannsins vegna málsins. Í síðustu viku sagði hann til skoðunar að hann tæki að sér tvö sambærileg mál. Krabbameinsfélagið kveðst harma málið og hefur embætti landlæknis hafið vinnu við að fá aðila erlendis frá til þess að taka út skoðun félagsins á leghálssýnum. Markmið úttektarinnar er að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár félagsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að sér þætti sárt að fylgjast með umræðu um gæði leghálskrabbameinsskimunar hjá félaginu. Á Íslandi væri ein lægsta dánartíðni af völdum leghálskrabbameins í heiminum, sem sé besti gæðavísirinn. Það versta sem geti gerst er að konur hætti að mæta í skimun. Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Rúmlega tuttugu til viðbótar með frumubreytingar Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur nú yfirfarið 2.200 sýni af þeim sex þúsund sem endurskoða þurfti eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu hluta þeirra. 8. september 2020 16:16 Ísland í fararbroddi á heimsvísu varðandi góðan árangur skimunar fyrir krabbameini í leghálsi Undanfarna daga hefur snörp umræða átt sér stað varðandi starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, í kjölfar mannlegra mistaka við úrlestur úr niðurstöðum frumustroks í leghálskrabbameinsleit. 9. september 2020 07:00 „Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. 7. september 2020 14:26 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Konum sem Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur kallað til nýrrar leghálsskoðunar vegna mannlegra mistaka við greiningu árið 2018 heldur áfram að fjölga. Þær eru nú orðnar sextíu og fimm. Komið hefur í ljós að konurnar hafi verið með vægar frumubreytingar árið 2018 en höfðu fengið ranga niðurstöðu. Ekki fengust upplýsingar um hvort einhver þeirra væri nú komin með alvarlegar frumubreytingar. Búið er að yfirfara 2500 sýni af sex þúsund sem á að skoða, samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsfélaginu. Í lok síðasta mánaðar var greint frá því að kona um fimmtugt hafi fengið rangar niðurstöður úr leghálsskimun hjá félaginu. Hún greindist síðar með ólæknandi krabbamein sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Konan undirbýr nú skaðabótamál á hendur Krabbameinsfélaginu ásamt lögmanni sínum, en fleiri konur hafa leitað til lögmannsins vegna málsins. Í síðustu viku sagði hann til skoðunar að hann tæki að sér tvö sambærileg mál. Krabbameinsfélagið kveðst harma málið og hefur embætti landlæknis hafið vinnu við að fá aðila erlendis frá til þess að taka út skoðun félagsins á leghálssýnum. Markmið úttektarinnar er að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár félagsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að sér þætti sárt að fylgjast með umræðu um gæði leghálskrabbameinsskimunar hjá félaginu. Á Íslandi væri ein lægsta dánartíðni af völdum leghálskrabbameins í heiminum, sem sé besti gæðavísirinn. Það versta sem geti gerst er að konur hætti að mæta í skimun.
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Rúmlega tuttugu til viðbótar með frumubreytingar Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur nú yfirfarið 2.200 sýni af þeim sex þúsund sem endurskoða þurfti eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu hluta þeirra. 8. september 2020 16:16 Ísland í fararbroddi á heimsvísu varðandi góðan árangur skimunar fyrir krabbameini í leghálsi Undanfarna daga hefur snörp umræða átt sér stað varðandi starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, í kjölfar mannlegra mistaka við úrlestur úr niðurstöðum frumustroks í leghálskrabbameinsleit. 9. september 2020 07:00 „Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. 7. september 2020 14:26 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Rúmlega tuttugu til viðbótar með frumubreytingar Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur nú yfirfarið 2.200 sýni af þeim sex þúsund sem endurskoða þurfti eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu hluta þeirra. 8. september 2020 16:16
Ísland í fararbroddi á heimsvísu varðandi góðan árangur skimunar fyrir krabbameini í leghálsi Undanfarna daga hefur snörp umræða átt sér stað varðandi starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, í kjölfar mannlegra mistaka við úrlestur úr niðurstöðum frumustroks í leghálskrabbameinsleit. 9. september 2020 07:00
„Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. 7. september 2020 14:26