Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2020 12:21 Sævar Þór Jónsson er með tvö mál kvenna sem telja mistök hafa verið gerð við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu til ítarlegrar skoðunar. Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. Í skoðun er að taka tvö mál áfram sem eru sambærileg máli umbjóðanda hans. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar sem fékk rangar niðurstöður úr krabbameinsskoðun og er nú með ólæknandi krabbamein, hefur fengið fyrirspurnir frá hátt í tíu konum eða aðstandendum þeirra. „Fólk hefur verið að senda fyrirspurnir - með sambærilega mál - hvort þeirra mál eigi við eða eru af sama meiði. Það eru tvö mál sem ég er með til skoðunar sem ég tel að gætu verið svipuð eða alveg eins,“ segir Sævar Þór. Forsvarsmenn Krabbameinsfélaginu voru á fundum í gær og gáfu ekki kost á viðtali.Vísir/Sigurjón Eins og komið hefur fram í fréttum gerði starfsmaður Krabbameinsfélagsins alvarleg mistök við greiningu á sýni hjá umbjóðanda Sævars við leghálsskoðun árið 2018 þegar æxli yfirsást í greiningu. Félagið vinnur nú að því að endurskoða sex þúsund leghálssýni og er komið strax í ljós að að minnsta kosti þrjátíu konur fengu ranga niðurstöðu árið 2018. Sævar segir konur sem telja sig hafa lent í sömu mistökum hafi haft samband við hann. Sömuleiðis aðstandendur alvarlega veikra kvenna og kvenna sem eru látnar af völdum krabbameins. Eins og áður segir skoðar Sævar nú tvö mál ítarlega. Fólk hefur sögur að segja „Ég mun kanna hvort það séu líkindi með málunum og hafa þá samband við landlækni og Krabbameinsfélagið,“ segir Sævar Þór. Hann segir Krabbameinsfélagið hafa sett sig í samband við sig og vinnur hann nú með þeim í því að koma áfram upplýsingum um einstaklinga sem telja líkindi með málum með það fyrir augum að upplýsa málið. Sævar segir að fjöldi fyrirspurna komi honum á óvart í kjölfar fréttaflutnings. „Það virðist augljóst að það er einhver brotalöm í þessu ferli hjá Krabbameinsfélaginu og fólk hefur sögur að segja þótt þær séu ekki alveg sambærilegar. En já það kemur mér svolítið á óvart.“ Embætti landlæknis er með málið til rannsóknar og fundaði með fulltrúum Krabbameinsfélagsins í dag. Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. Fjallað verður áfram um málið á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þurfti að greinast með krabbamein í vinstra brjósti til að fá greiningu á meininu í því hægra Kona sem greindist með krabbamein í báðum brjóstum í vor segir að ýmislegt megi betur fara í greiningarferli Krabbameinsféags Íslands. 3. september 2020 09:01 Tjá sig ekki um hvort rekja megi öll mistökin til sama starfsmanns Starfsmaður leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins sem gerði mistök við greiningu á leghálssýni fimmtugrar konu greindi að minnsta kosti nokkur af sýnum þeirra þrjátíu kvenna sem hafa verið kallaðar aftur í skoðun vegna rangrar niðurstöðu um frumubreytingar. 2. september 2020 19:15 Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. Í skoðun er að taka tvö mál áfram sem eru sambærileg máli umbjóðanda hans. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar sem fékk rangar niðurstöður úr krabbameinsskoðun og er nú með ólæknandi krabbamein, hefur fengið fyrirspurnir frá hátt í tíu konum eða aðstandendum þeirra. „Fólk hefur verið að senda fyrirspurnir - með sambærilega mál - hvort þeirra mál eigi við eða eru af sama meiði. Það eru tvö mál sem ég er með til skoðunar sem ég tel að gætu verið svipuð eða alveg eins,“ segir Sævar Þór. Forsvarsmenn Krabbameinsfélaginu voru á fundum í gær og gáfu ekki kost á viðtali.Vísir/Sigurjón Eins og komið hefur fram í fréttum gerði starfsmaður Krabbameinsfélagsins alvarleg mistök við greiningu á sýni hjá umbjóðanda Sævars við leghálsskoðun árið 2018 þegar æxli yfirsást í greiningu. Félagið vinnur nú að því að endurskoða sex þúsund leghálssýni og er komið strax í ljós að að minnsta kosti þrjátíu konur fengu ranga niðurstöðu árið 2018. Sævar segir konur sem telja sig hafa lent í sömu mistökum hafi haft samband við hann. Sömuleiðis aðstandendur alvarlega veikra kvenna og kvenna sem eru látnar af völdum krabbameins. Eins og áður segir skoðar Sævar nú tvö mál ítarlega. Fólk hefur sögur að segja „Ég mun kanna hvort það séu líkindi með málunum og hafa þá samband við landlækni og Krabbameinsfélagið,“ segir Sævar Þór. Hann segir Krabbameinsfélagið hafa sett sig í samband við sig og vinnur hann nú með þeim í því að koma áfram upplýsingum um einstaklinga sem telja líkindi með málum með það fyrir augum að upplýsa málið. Sævar segir að fjöldi fyrirspurna komi honum á óvart í kjölfar fréttaflutnings. „Það virðist augljóst að það er einhver brotalöm í þessu ferli hjá Krabbameinsfélaginu og fólk hefur sögur að segja þótt þær séu ekki alveg sambærilegar. En já það kemur mér svolítið á óvart.“ Embætti landlæknis er með málið til rannsóknar og fundaði með fulltrúum Krabbameinsfélagsins í dag. Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. Fjallað verður áfram um málið á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þurfti að greinast með krabbamein í vinstra brjósti til að fá greiningu á meininu í því hægra Kona sem greindist með krabbamein í báðum brjóstum í vor segir að ýmislegt megi betur fara í greiningarferli Krabbameinsféags Íslands. 3. september 2020 09:01 Tjá sig ekki um hvort rekja megi öll mistökin til sama starfsmanns Starfsmaður leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins sem gerði mistök við greiningu á leghálssýni fimmtugrar konu greindi að minnsta kosti nokkur af sýnum þeirra þrjátíu kvenna sem hafa verið kallaðar aftur í skoðun vegna rangrar niðurstöðu um frumubreytingar. 2. september 2020 19:15 Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Þurfti að greinast með krabbamein í vinstra brjósti til að fá greiningu á meininu í því hægra Kona sem greindist með krabbamein í báðum brjóstum í vor segir að ýmislegt megi betur fara í greiningarferli Krabbameinsféags Íslands. 3. september 2020 09:01
Tjá sig ekki um hvort rekja megi öll mistökin til sama starfsmanns Starfsmaður leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins sem gerði mistök við greiningu á leghálssýni fimmtugrar konu greindi að minnsta kosti nokkur af sýnum þeirra þrjátíu kvenna sem hafa verið kallaðar aftur í skoðun vegna rangrar niðurstöðu um frumubreytingar. 2. september 2020 19:15
Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31