Rúmlega tuttugu til viðbótar með frumubreytingar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2020 16:16 Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur nú yfirfarið 2.200 sýni af þeim sex þúsund sem endurskoða þurfti eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu hluta þeirra. Nú hefur komið í ljós að fimmtíu og tvær þeirra eru með vægar frumubreytingar. Þetta segir Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, kynningarstjóri Krabbameinsfélagsins, í samtali við fréttastofu. Áður hafði komið fram að um þrjátíu konur hefðu ranglega fengið neikvæða greiningu við skoðun leghálssýna. Ein kona er með ólæknandi krabbamein en hún fékk ranga greiningu í skoðun árið 2018. Funduðu vegna gagns sem fannst Þá funduðu fulltrúar Sjúkratrygginga Íslands, Krabbameinsfélags Íslands og embættis landlæknis sameiginlega í dag til að fara yfir níu blaðsíðna gagn sem fannst í gær. Skjalið var unnið í desember árið 2017 af greiningardeild SÍ og varðar mælingar og markmið þjónustusamnings við KÍ. Skjalið var talið geta varpað ljósi á orð Tryggva Björns Stefánssonar krabbameinslæknis sem fullyrti í Kastljósi í síðustu viku að gæðaeftirlit Krabbameinsfélagsins hefði verið í lamasessi árið 2017. Krabbameinsfélagið óskaði í framhaldinu eftir gögnum frá Sjúkratryggingum sem styddu fullyrðingar Tryggva Björns. Engin gögn bárust. „Ég hef á þessari stundu ekki séð gögn sem gætu staðið undir þessari fullyrðingu,“ sagði María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Skjalið sagt ófullbúið Í tilkynningu aðilanna að loknum fundi kemur fram að augljóst sé að umrætt skjal er ófullbúið vinnugagn sem byggir á gögnum frá KÍ og samskiptum starfsmanna KÍ og SÍ. Í skjalinu má finna misskilning og ranga hugtakanotkun enda er krabbameinsskimun flókið viðfangsefni og túlkun efnisins krefst sérfræðiþekkingar. Skjalið var sent velferðarráðuneytinu í febrúar 2018 án þess að fram kæmi að um vinnugagn væri að ræða en skjalið hafði ekki verið sent KÍ til yfirlestrar áður en því var komið til ráðuneytisins. Aðilar eru sammála um að óábyrgt væri að birta skjalið án nánari skýringa og athugasemda af hálfu KÍ. „Það er mat landlæknis eftir sameiginlega yfirferð með SÍ og KÍ að það séu engar upplýsingar í skjalinu sem kalla á viðbrögð heilbrigðisyfirvalda umfram þá skoðun sem þegar er hafin hjá embætti landlæknis.“ Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fá erlendan sérfræðing til að taka út skoðun leghálssýna Embætti landlæknis vinnur að því að fá aðila erlendis frá til að taka út skoðun leghálssýna hjá Krabbameinsfélaginu. Markmiðið er að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. 8. september 2020 14:57 Krabbameinsfélagið segir óvissunni eytt María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, kveðst ekki hafa séð nein gögn sem bendi til þess að fullyrðing Tryggva Björns Stefánssonar í Kastljósi síðastliðinn fimmtudag um að gæðakerfi leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins standist ekki viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segir að með þessu hafi óvissu sem ummælin ollu verið eytt. 7. september 2020 21:42 „Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. 7. september 2020 14:26 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur nú yfirfarið 2.200 sýni af þeim sex þúsund sem endurskoða þurfti eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu hluta þeirra. Nú hefur komið í ljós að fimmtíu og tvær þeirra eru með vægar frumubreytingar. Þetta segir Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, kynningarstjóri Krabbameinsfélagsins, í samtali við fréttastofu. Áður hafði komið fram að um þrjátíu konur hefðu ranglega fengið neikvæða greiningu við skoðun leghálssýna. Ein kona er með ólæknandi krabbamein en hún fékk ranga greiningu í skoðun árið 2018. Funduðu vegna gagns sem fannst Þá funduðu fulltrúar Sjúkratrygginga Íslands, Krabbameinsfélags Íslands og embættis landlæknis sameiginlega í dag til að fara yfir níu blaðsíðna gagn sem fannst í gær. Skjalið var unnið í desember árið 2017 af greiningardeild SÍ og varðar mælingar og markmið þjónustusamnings við KÍ. Skjalið var talið geta varpað ljósi á orð Tryggva Björns Stefánssonar krabbameinslæknis sem fullyrti í Kastljósi í síðustu viku að gæðaeftirlit Krabbameinsfélagsins hefði verið í lamasessi árið 2017. Krabbameinsfélagið óskaði í framhaldinu eftir gögnum frá Sjúkratryggingum sem styddu fullyrðingar Tryggva Björns. Engin gögn bárust. „Ég hef á þessari stundu ekki séð gögn sem gætu staðið undir þessari fullyrðingu,“ sagði María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Skjalið sagt ófullbúið Í tilkynningu aðilanna að loknum fundi kemur fram að augljóst sé að umrætt skjal er ófullbúið vinnugagn sem byggir á gögnum frá KÍ og samskiptum starfsmanna KÍ og SÍ. Í skjalinu má finna misskilning og ranga hugtakanotkun enda er krabbameinsskimun flókið viðfangsefni og túlkun efnisins krefst sérfræðiþekkingar. Skjalið var sent velferðarráðuneytinu í febrúar 2018 án þess að fram kæmi að um vinnugagn væri að ræða en skjalið hafði ekki verið sent KÍ til yfirlestrar áður en því var komið til ráðuneytisins. Aðilar eru sammála um að óábyrgt væri að birta skjalið án nánari skýringa og athugasemda af hálfu KÍ. „Það er mat landlæknis eftir sameiginlega yfirferð með SÍ og KÍ að það séu engar upplýsingar í skjalinu sem kalla á viðbrögð heilbrigðisyfirvalda umfram þá skoðun sem þegar er hafin hjá embætti landlæknis.“
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fá erlendan sérfræðing til að taka út skoðun leghálssýna Embætti landlæknis vinnur að því að fá aðila erlendis frá til að taka út skoðun leghálssýna hjá Krabbameinsfélaginu. Markmiðið er að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. 8. september 2020 14:57 Krabbameinsfélagið segir óvissunni eytt María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, kveðst ekki hafa séð nein gögn sem bendi til þess að fullyrðing Tryggva Björns Stefánssonar í Kastljósi síðastliðinn fimmtudag um að gæðakerfi leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins standist ekki viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segir að með þessu hafi óvissu sem ummælin ollu verið eytt. 7. september 2020 21:42 „Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. 7. september 2020 14:26 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Fá erlendan sérfræðing til að taka út skoðun leghálssýna Embætti landlæknis vinnur að því að fá aðila erlendis frá til að taka út skoðun leghálssýna hjá Krabbameinsfélaginu. Markmiðið er að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. 8. september 2020 14:57
Krabbameinsfélagið segir óvissunni eytt María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, kveðst ekki hafa séð nein gögn sem bendi til þess að fullyrðing Tryggva Björns Stefánssonar í Kastljósi síðastliðinn fimmtudag um að gæðakerfi leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins standist ekki viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segir að með þessu hafi óvissu sem ummælin ollu verið eytt. 7. september 2020 21:42
„Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. 7. september 2020 14:26