„Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. september 2020 14:26 Sævar Þór Jónsson er lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélagi Íslands vegna mistaka við greiningu. Vísir/Egill Krabbameinsfélagið stendur við fyrri fullyrðingar um að loka Leitarstöðinni umsvifalaust ef gögn frá Sjúkratryggingum Íslands gefa til kynna að gæðakerfi stöðvarinnar uppfylli ekki viðmið Evróputilskipana líkt og fulltrúi Sjúkratrygginga Íslands sagði í Kastljósþætti í lok síðustu viku. Krabbameinsfélaginu hefur ekki borist nein gögn frá Sjúkratryggingum þrátt fyrir að félagið hafi farið fram á afhendingu þeirra og gefið til þess frest til hádegis í dag. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. „Ég spyr mig hvar er auðmýktin í þessu máli? Síðustu dagar hafa einkennst af varnarviðbrögðum sem snúast hálfpartinn um að kenna öðrum um. Mér finnst það ekki eiga við og mér finnst það algert ábyrgðarleysi, eins og staðan er í dag, að ætla að skorast undan ábyrgð með því að hóta því að loka leitarstöðinni. Auðvitað er það á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda ef af slíku verður. Mér finnst að menn eigi bara að taka á vandanum og vinna sig úr honum með faglegum hætti en ekki að lýsa því yfir að þeir ætli að gera hitt og þetta ef eitthvað annað gerist ekki. Mér finnst vanta mikla auðmýkt í þetta mál af hálfu Krabbameinsfélagsins núna síðustu daga.“ Sævar segir viðbrögð Krabbameinsfélagsins bæta gráu ofan á svart. Margar konur séu undir miklu álagi vegna málsins, þar á meðal umbjóðandi hans sem er með ólæknandi krabbamein eftir mistök við greiningu. „Það er þyngra en tárum taki að takast á við þetta mál og afleiðingar þess og það bætir ekki úr skák að sá sem á að bera ábyrgðina er að auka á álagið. Og auðvitað er það spurning hvernig konum líður sem þurfa að fá úrlausn sinna mála. Ég get ímyndað mér að þeim líði alveg skelfilega og það er ábyrgðarhluti af hálfu Krabbameinsfélagsins að bregðast við með þeim hætti að það sé verið að auka álag og vanlíðan hjá fólki.“ Sævar kveðst hafa fengið hátt í tuttugu fyrirspurnir frá fólki sem vill kanna rétt sinn. Í þremur til fimm tilfellum sé Sævar að kanna hvort tilefni sé til að fara með málin lengra. Hafa fjölskyldur kvenna sem hafa fallið frá líka haft samband við þig? „Já, allavega í tveimur til þremur tilvikum.“ Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24 Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Krabbameinsfélagið stendur við fyrri fullyrðingar um að loka Leitarstöðinni umsvifalaust ef gögn frá Sjúkratryggingum Íslands gefa til kynna að gæðakerfi stöðvarinnar uppfylli ekki viðmið Evróputilskipana líkt og fulltrúi Sjúkratrygginga Íslands sagði í Kastljósþætti í lok síðustu viku. Krabbameinsfélaginu hefur ekki borist nein gögn frá Sjúkratryggingum þrátt fyrir að félagið hafi farið fram á afhendingu þeirra og gefið til þess frest til hádegis í dag. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. „Ég spyr mig hvar er auðmýktin í þessu máli? Síðustu dagar hafa einkennst af varnarviðbrögðum sem snúast hálfpartinn um að kenna öðrum um. Mér finnst það ekki eiga við og mér finnst það algert ábyrgðarleysi, eins og staðan er í dag, að ætla að skorast undan ábyrgð með því að hóta því að loka leitarstöðinni. Auðvitað er það á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda ef af slíku verður. Mér finnst að menn eigi bara að taka á vandanum og vinna sig úr honum með faglegum hætti en ekki að lýsa því yfir að þeir ætli að gera hitt og þetta ef eitthvað annað gerist ekki. Mér finnst vanta mikla auðmýkt í þetta mál af hálfu Krabbameinsfélagsins núna síðustu daga.“ Sævar segir viðbrögð Krabbameinsfélagsins bæta gráu ofan á svart. Margar konur séu undir miklu álagi vegna málsins, þar á meðal umbjóðandi hans sem er með ólæknandi krabbamein eftir mistök við greiningu. „Það er þyngra en tárum taki að takast á við þetta mál og afleiðingar þess og það bætir ekki úr skák að sá sem á að bera ábyrgðina er að auka á álagið. Og auðvitað er það spurning hvernig konum líður sem þurfa að fá úrlausn sinna mála. Ég get ímyndað mér að þeim líði alveg skelfilega og það er ábyrgðarhluti af hálfu Krabbameinsfélagsins að bregðast við með þeim hætti að það sé verið að auka álag og vanlíðan hjá fólki.“ Sævar kveðst hafa fengið hátt í tuttugu fyrirspurnir frá fólki sem vill kanna rétt sinn. Í þremur til fimm tilfellum sé Sævar að kanna hvort tilefni sé til að fara með málin lengra. Hafa fjölskyldur kvenna sem hafa fallið frá líka haft samband við þig? „Já, allavega í tveimur til þremur tilvikum.“
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24 Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24
Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58