Segist hafa gert lítið úr faraldrinum til að forðast „skelfingu“ Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2020 11:52 Trump svaraði spurningum um fullyrðingar í bók Woodward eftir að hann hélt viðburð þar sem hann kynnti hæstaréttardómaraefni sem hann gæti tilnefnt á öðru kjörtímabili sínu. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti gekkst við því í gær að hann hefði vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur en að það hafi hann gert til að forðast að valda „skelfingu“. Í nýrri bók kemur fram að Trump var fulljóst hversu alvarleg hættan af veirunni var þegar í febrúar. Upptökur eru til af samtölum Trump við Bob Woodward, blaðamann Washington Post, í tengslum við nýja bók þess síðarnefnda sem kemur út í næstu viku, þar á meðal af símtali þar sem Trump viðurkenndi að hann hefði alltaf viljað gera sem minnst úr faraldrinum. Í febrúar hafði Trump lýst því fjálglega fyrir Woodward hversu hættuleg veiran væri. „Maður andar bara að sér loftinu og þannig smitast hún. Þannig að þessi er mjög snúin. Þessi er mjög vandmeðfarin. Hún er líka banvænari en jafnvel flensan. Þetta er banvænt dót,“ sagði Trump við Woodward í símtali 7. febrúar. Um sama leyti sagði Trump hins vegar bandarísku þjóðinni að stjórnvöld hefðu fulla stjórn á faraldrinum, veiran ætti eftir að hverfa eins og dögg fyrir sólu og að hún væri hvort eð er engu hættulegri en árstíðarbundin inflúensa. Um 190.000 Bandaríkamenn hafa nú látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Alríkisstjórnin sem Trump stýrir er talin hafa klúðrað viðbrögðum við faraldrinum strax frá upphafi, meðal annars með því að grípa ekki strax til ráðstafana til að skima fyrir veirunni og rekja smit. Ríkisstjórn Trump lét einstökum ríkjum að mestu eftir að bregðast við faraldrinum sem skapaði ýmis vandamál fyrir þau að tryggja sér nauðsynlegan búnað eins og hlífðarbúnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk og öndunarvélar. Þá hefur Trump ítrekað og í gegnum allan faraldurinn grafið undan sóttvarnatilmælum eigin ríkisstjórnar, sérstaklega um félagsforðun og grímunotkun. Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra hluta af símtali Trump og Woodward þar sem forsetinn lýsir því hversu hættuleg kórónuveiran er. Vildi sýna „sjálfstraust“ og „styrkleika“ Uppljóstranirnar í bók Woodward vöktu mikla athygli í gær. Trump reyndi að svara fyrir sig þegar blaðamenn gengu á hann í Hvíta húsinu í gær en gekkst við því að hafa reynt að tala niður hættuna af faraldrinum. „Staðreyndin er sú að ég er klappstýra fyrir landið. Ég elska landið okkar og ég vil ekki að fólk sé hrætt. Ég vil ekki skapa skelfingu, eins og maður segir. Ég ætla sannarlega ekki að valda skelfingu í þessu landi eða í heiminum. Við viljum sýna sjálfstraust. Við viljum sýna styrkleika,“ sagði Trump sem lýsti bók Woodward sem „enn einni pólitískri árásinni“. Washington Post segir að lýðheilsusérfræðingar hafi um mánaðaskeið hamrað á því að mikilvægast sé að fræða almenning um hættuna af kórónuveirunni svo að það fylgi tilmælum um félagsforðun og grímunotkun. Gagnrýnendur Trump segja holan hljóm í afsökunum hans um að hann hafi ekki viljað valda skelfingu með því að segja sannleikann. Þannig ali hann linnulítið á ótta almennings við innflytjendur, mótmælendur, róttæka vinstrimenn og óljóst samsæri embættismanna gegn honum. Svik upp á „líf og dauða“ við þjóðina Pólitískir andstæðingar Trump reyna nú að gera sér mat úr óheiðarleika hans um kórónuveirufaraldurinn á lokametrum kosningabaráttunna fyrir forsetakosningarnar sem fara fram 3. nóvember. „Hann vissi og gerði viljandi lítið úr þessu. Það sem verra er þá laug hann að bandarísku þjóðinni. Hann laug vísvitandi og viljandi um ógnina sem steðjaði að þjóðinni í fleiri mánuði,“ sagði Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, við starfsmenn bílaverksmiðju í Michigan í gær. Sakaði Biden forsetann um að „svik upp á líf og dauða“ við bandarísku þjóðina. Gagnrýndur fyrir að sitja á upplýsingunum Woodward hefur sjálfur sætt gagnrýni eftir að fréttist að hann hefði setið á upptökum sem sýndu að Trump lygi að þjóðinni gegn betri vitund frá því í vetur. Hefur blaðamaðurinn verið sakaður um að taka sölu á bók sinni fram yfir lýðheilsu fólks. Hann ber því við að hann hafi þurft að ganga úr skugga um að það sem Trump sagði honum í símtölunum væri satt. „Hann segir mér þetta og ég hugsa: „Vá, það er athyglisvert en ætli það sé satt?“ Trump segir hluti sem standast ekki, ekki satt?“ sagði Woodward við AP-fréttastofuna. Hann hafi þurft að staðfesta hvað Trump vissi og hvenær hann vissi það. Það hafi ekki verið fyrr en í maí sem Woodward hafi verið orðinn þess fullviss að ummæli Trump byggðust á traustum heimildum en þá hefði faraldurinn verið búinn að dreifa úr sér um allt landið. „Ef ég hefði skrifað fréttina á þeim tíma um það sem hann vissi í febrúar hefði það ekki sagt okkur neitt sem við vissum ekki fyrir,“ segir Woodward sem lagði þess í stað alla áherslu á að koma bókinni út fyrir kosningarnar í haust. Bob Woodward hlaut heimsfrægð þegar hann varpaði ljósi á Watergate-hneykslið ásamt félaga sínum Carli Bernstein á Washington Post.Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti gekkst við því í gær að hann hefði vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur en að það hafi hann gert til að forðast að valda „skelfingu“. Í nýrri bók kemur fram að Trump var fulljóst hversu alvarleg hættan af veirunni var þegar í febrúar. Upptökur eru til af samtölum Trump við Bob Woodward, blaðamann Washington Post, í tengslum við nýja bók þess síðarnefnda sem kemur út í næstu viku, þar á meðal af símtali þar sem Trump viðurkenndi að hann hefði alltaf viljað gera sem minnst úr faraldrinum. Í febrúar hafði Trump lýst því fjálglega fyrir Woodward hversu hættuleg veiran væri. „Maður andar bara að sér loftinu og þannig smitast hún. Þannig að þessi er mjög snúin. Þessi er mjög vandmeðfarin. Hún er líka banvænari en jafnvel flensan. Þetta er banvænt dót,“ sagði Trump við Woodward í símtali 7. febrúar. Um sama leyti sagði Trump hins vegar bandarísku þjóðinni að stjórnvöld hefðu fulla stjórn á faraldrinum, veiran ætti eftir að hverfa eins og dögg fyrir sólu og að hún væri hvort eð er engu hættulegri en árstíðarbundin inflúensa. Um 190.000 Bandaríkamenn hafa nú látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Alríkisstjórnin sem Trump stýrir er talin hafa klúðrað viðbrögðum við faraldrinum strax frá upphafi, meðal annars með því að grípa ekki strax til ráðstafana til að skima fyrir veirunni og rekja smit. Ríkisstjórn Trump lét einstökum ríkjum að mestu eftir að bregðast við faraldrinum sem skapaði ýmis vandamál fyrir þau að tryggja sér nauðsynlegan búnað eins og hlífðarbúnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk og öndunarvélar. Þá hefur Trump ítrekað og í gegnum allan faraldurinn grafið undan sóttvarnatilmælum eigin ríkisstjórnar, sérstaklega um félagsforðun og grímunotkun. Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra hluta af símtali Trump og Woodward þar sem forsetinn lýsir því hversu hættuleg kórónuveiran er. Vildi sýna „sjálfstraust“ og „styrkleika“ Uppljóstranirnar í bók Woodward vöktu mikla athygli í gær. Trump reyndi að svara fyrir sig þegar blaðamenn gengu á hann í Hvíta húsinu í gær en gekkst við því að hafa reynt að tala niður hættuna af faraldrinum. „Staðreyndin er sú að ég er klappstýra fyrir landið. Ég elska landið okkar og ég vil ekki að fólk sé hrætt. Ég vil ekki skapa skelfingu, eins og maður segir. Ég ætla sannarlega ekki að valda skelfingu í þessu landi eða í heiminum. Við viljum sýna sjálfstraust. Við viljum sýna styrkleika,“ sagði Trump sem lýsti bók Woodward sem „enn einni pólitískri árásinni“. Washington Post segir að lýðheilsusérfræðingar hafi um mánaðaskeið hamrað á því að mikilvægast sé að fræða almenning um hættuna af kórónuveirunni svo að það fylgi tilmælum um félagsforðun og grímunotkun. Gagnrýnendur Trump segja holan hljóm í afsökunum hans um að hann hafi ekki viljað valda skelfingu með því að segja sannleikann. Þannig ali hann linnulítið á ótta almennings við innflytjendur, mótmælendur, róttæka vinstrimenn og óljóst samsæri embættismanna gegn honum. Svik upp á „líf og dauða“ við þjóðina Pólitískir andstæðingar Trump reyna nú að gera sér mat úr óheiðarleika hans um kórónuveirufaraldurinn á lokametrum kosningabaráttunna fyrir forsetakosningarnar sem fara fram 3. nóvember. „Hann vissi og gerði viljandi lítið úr þessu. Það sem verra er þá laug hann að bandarísku þjóðinni. Hann laug vísvitandi og viljandi um ógnina sem steðjaði að þjóðinni í fleiri mánuði,“ sagði Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, við starfsmenn bílaverksmiðju í Michigan í gær. Sakaði Biden forsetann um að „svik upp á líf og dauða“ við bandarísku þjóðina. Gagnrýndur fyrir að sitja á upplýsingunum Woodward hefur sjálfur sætt gagnrýni eftir að fréttist að hann hefði setið á upptökum sem sýndu að Trump lygi að þjóðinni gegn betri vitund frá því í vetur. Hefur blaðamaðurinn verið sakaður um að taka sölu á bók sinni fram yfir lýðheilsu fólks. Hann ber því við að hann hafi þurft að ganga úr skugga um að það sem Trump sagði honum í símtölunum væri satt. „Hann segir mér þetta og ég hugsa: „Vá, það er athyglisvert en ætli það sé satt?“ Trump segir hluti sem standast ekki, ekki satt?“ sagði Woodward við AP-fréttastofuna. Hann hafi þurft að staðfesta hvað Trump vissi og hvenær hann vissi það. Það hafi ekki verið fyrr en í maí sem Woodward hafi verið orðinn þess fullviss að ummæli Trump byggðust á traustum heimildum en þá hefði faraldurinn verið búinn að dreifa úr sér um allt landið. „Ef ég hefði skrifað fréttina á þeim tíma um það sem hann vissi í febrúar hefði það ekki sagt okkur neitt sem við vissum ekki fyrir,“ segir Woodward sem lagði þess í stað alla áherslu á að koma bókinni út fyrir kosningarnar í haust. Bob Woodward hlaut heimsfrægð þegar hann varpaði ljósi á Watergate-hneykslið ásamt félaga sínum Carli Bernstein á Washington Post.Vísir/EPA
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“