Johnson ver breytingar sem brjóta alþjóðalög Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2020 15:28 Johnson í fyrirspurnatíma á breska þinginu í dag. Útspil hans með einhliða breytingum á útgöngusamningi við ESB sem Bretar hafa þegar samþykkt er talið pólitískt eldfimt. Útlit er fyrir harðar deilur á milli Breta og ESB á næstunni. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hvatti þingmenn til þess að styðja frumvarp um breytingar á útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið þrátt fyrir að ráðherra í ríkisstjórn hans viðurkenndi að þær væru í trássi við alþjóðalög í gær. Ríkisstjórn Johnson freistar þess nú að gera breytingar á útgöngusamningum sem hún fullyrðir að séu smávægilegar en tryggi „einingu innri markaðar Bretlands“ og verji friðarferlið á Norður-Írlandi. Evrópusambandið hefur krafist neyðarfundar til að ræða efni frumvarpsins. Brandon Lewis, ráðherra málefna Norður-Írlands, viðurkenndi í gær að breytingarnar væru brot á samningnum sem Bretar gerðu við Evrópusambandið í fyrra en á „sértækan og afmarkaðan hátt“. Yfirlögfræðingur ríkisstjórnarinnar sagði af sér í mótmælaskyni við fyrirhuguðu breytingarnar í vikunni. Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra, varaði við því að breytingarnar sköðuðu traust á Bretlandi í samningaviðræðum um fríverslun við önnur ríki. Veitir ráðherrum heimild til að brjóta alþjóðalög Johnson varði fyrirætlanir sínar þegar hann sat fyrir svörum í breska þinginu í dag. Sagði hann breytingarnar nauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir að landamæri skapist á milli Norður-Írlands og meginlands Bretlands þar sem það gæti ógnað þeim friði sem náðst hefur á Norður-Írlandi með samkomulaginu sem kennt hefur verið við föstudaginn langa. Í frumvarpi ríkisstjórnar Íhaldsflokksins felst að eftir að aðlögunartímabili vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu lýkur verði ekki komið á neinu frekara eftirliti með vöruflutningum frá Norður-Írlandi til Bretlands. Breskir ráðherrar fái vald til að framfylgja ekki reglum sem kveðið er á um í útgöngusamningnum ef ekki nást samningar við ESB um fríverslun. Sérstaklega er tekið fram í frumvarpinu að ráðherrar hafi þá heimild jafnvel þó að hún stangist á við alþjóðalög. Laura Kuenssberg, stjórnmálaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, segir að ráðamenn Evrópusambandsins telji útspil Johnson blygðunarlausa tilraun til þess að breyta samningi sem þegar hefur verið skrifað undir. Frumvarpið hefur mælst illa fyrir í Skotlandi og Wales jafnvel þó að Johnson haldi því fram að það muni færa heimastjórnum þar auknar valdheimildir. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, fullyrðir að frumvarpið sé „allsherjarárás“ á valdaframsal frá bresku landsstjórninni til heimastjórna og grafa undan einingu þess með því að „stela“ völdum frá Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í sama streng tekur Jeremy Miles, lögmaður Wales og Brexit-ráðherra. „Þetta frumvarp er árás á lýðræðið og ögrun við íbúa Wales, Skotlands og Norður-Írlands sem hafa kosið með valdaframsali margoft,“ segir Miles. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hvatti þingmenn til þess að styðja frumvarp um breytingar á útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið þrátt fyrir að ráðherra í ríkisstjórn hans viðurkenndi að þær væru í trássi við alþjóðalög í gær. Ríkisstjórn Johnson freistar þess nú að gera breytingar á útgöngusamningum sem hún fullyrðir að séu smávægilegar en tryggi „einingu innri markaðar Bretlands“ og verji friðarferlið á Norður-Írlandi. Evrópusambandið hefur krafist neyðarfundar til að ræða efni frumvarpsins. Brandon Lewis, ráðherra málefna Norður-Írlands, viðurkenndi í gær að breytingarnar væru brot á samningnum sem Bretar gerðu við Evrópusambandið í fyrra en á „sértækan og afmarkaðan hátt“. Yfirlögfræðingur ríkisstjórnarinnar sagði af sér í mótmælaskyni við fyrirhuguðu breytingarnar í vikunni. Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra, varaði við því að breytingarnar sköðuðu traust á Bretlandi í samningaviðræðum um fríverslun við önnur ríki. Veitir ráðherrum heimild til að brjóta alþjóðalög Johnson varði fyrirætlanir sínar þegar hann sat fyrir svörum í breska þinginu í dag. Sagði hann breytingarnar nauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir að landamæri skapist á milli Norður-Írlands og meginlands Bretlands þar sem það gæti ógnað þeim friði sem náðst hefur á Norður-Írlandi með samkomulaginu sem kennt hefur verið við föstudaginn langa. Í frumvarpi ríkisstjórnar Íhaldsflokksins felst að eftir að aðlögunartímabili vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu lýkur verði ekki komið á neinu frekara eftirliti með vöruflutningum frá Norður-Írlandi til Bretlands. Breskir ráðherrar fái vald til að framfylgja ekki reglum sem kveðið er á um í útgöngusamningnum ef ekki nást samningar við ESB um fríverslun. Sérstaklega er tekið fram í frumvarpinu að ráðherrar hafi þá heimild jafnvel þó að hún stangist á við alþjóðalög. Laura Kuenssberg, stjórnmálaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, segir að ráðamenn Evrópusambandsins telji útspil Johnson blygðunarlausa tilraun til þess að breyta samningi sem þegar hefur verið skrifað undir. Frumvarpið hefur mælst illa fyrir í Skotlandi og Wales jafnvel þó að Johnson haldi því fram að það muni færa heimastjórnum þar auknar valdheimildir. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, fullyrðir að frumvarpið sé „allsherjarárás“ á valdaframsal frá bresku landsstjórninni til heimastjórna og grafa undan einingu þess með því að „stela“ völdum frá Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í sama streng tekur Jeremy Miles, lögmaður Wales og Brexit-ráðherra. „Þetta frumvarp er árás á lýðræðið og ögrun við íbúa Wales, Skotlands og Norður-Írlands sem hafa kosið með valdaframsali margoft,“ segir Miles.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02