Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 6. september 2020 09:38 Teikning af fyrirhugðum Qaqortoq-flugvelli á Suður-Grænlandi. Gert er ráð fyrir 1.500 metra langri flugbraut sem hægt verði að lengja í 1.800 metra. Teikning/Kalaallit Airports. Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan sem gefin er upp í fréttatilkynningu er sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. Íslenski verktakinn Ístak var meðal bjóðenda, sem valdir höfðu verið fyrirfram í forvali. Gert er ráð fyrir glæsilegri flugstöðvarbyggingu, 4.300 fermetrar að stærð, sem einkum þjóni innanlandsflugi á Grænlandi en einnig takmörkuðu millilandaflugi.Teikning/Kalaallit Airports. Tilboð voru opnuð í maí og stóð til að framkvæmdir hæfust í sumar en Qaqortoq-flugvöllur með 1.500 metra langri braut átti að vera tilbúinn í árslok 2023. Átti hann að verða þriðja stóra flugvallarverkefni Grænlendinga. Áður voru hafnar framkvæmdir við 2.200 metra flugbrautir við bæina Nuuk og Ilulissat og ganga þær samkvæmt áætlun. Flugvellirnir í Nuuk og Ilulissat fá báðir 2.200 metra flugbraut en áformað er að í Qaqortoq verði 1.500 metra braut.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Fréttir af Qaqortoq-útboðinu bárust þó ekki fyrr en langt var liðið á ágústmánuð. Flugvallafyrirtækið greindi jafnframt frá því að reynt hefði verið að brúa bilið með viðræðum við tvo lægstbjóðendur um lækkun kostnaðar og við Landsstjórnina um hækkun fjárveitingar en þær hefðu ekki borið tilætlaðan árangur. Stærð flugstöðvarinnar er miðuð við að hún geti samtímis þjónað 100 brottfararfarþegum og 100 komufarþegum.Teikning/Kalaallit Airports. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, staðfestir að Ístak hafi verið annar þessara lægstbjóðenda, sem rætt var við, en hinn hafi verið kanadískur verktaki. Karl segist hafa fengið misvísandi fréttir um framhaldið, annarsvegar að stefnt sé að nýju útboði á næsta ári en hins vegar að ætlunin sé að ræða frekar við verktakana tvo. Niðurstaðan hefur valdið miklum vonbrigðum á Suður-Grænlandi en Qaqortoq-flugvelli er ætlað að leysa af Narsarsuaq sem aðalflugvöllur landshlutans. Áhrifamenn á Suður-Grænlandi, bæði stjórnmálamenn og forystumenn atvinnulífs, gagnrýna þá ákvörðun að slíta viðræðum við verktakana og saka ráðamenn í Nuuk um ranga forgangsröðun. Qaqortoq sé eini bær Grænlands sem virkilega vanti flugvöll, þar hafi menn beðið í 20 ár eftir flugvelli. Flugvellinum er ætlað að þjóna stærsta bæ Suður Grænlands, Qaqortoq, og nágrannabyggðum. Í Qaqortoq, sem áður hét Julianehåb, búa um þrjúþúsund manns.Teikning/Kalaallit Airports Nú þykir ljóst að verkið frestast að minnsta kosti um eitt ár og flugvöllurinn verði í fyrsta lagi tilbúinn árið 2024. Stöð 2 fjallaði um Qaqortoq-flugvöll í byrjun árs og sýndi þá grafískt myndband af útliti hans í frétt sem sjá má hér: Grænland Fréttir af flugi Norðurslóðir Danmörk Tengdar fréttir Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan sem gefin er upp í fréttatilkynningu er sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. Íslenski verktakinn Ístak var meðal bjóðenda, sem valdir höfðu verið fyrirfram í forvali. Gert er ráð fyrir glæsilegri flugstöðvarbyggingu, 4.300 fermetrar að stærð, sem einkum þjóni innanlandsflugi á Grænlandi en einnig takmörkuðu millilandaflugi.Teikning/Kalaallit Airports. Tilboð voru opnuð í maí og stóð til að framkvæmdir hæfust í sumar en Qaqortoq-flugvöllur með 1.500 metra langri braut átti að vera tilbúinn í árslok 2023. Átti hann að verða þriðja stóra flugvallarverkefni Grænlendinga. Áður voru hafnar framkvæmdir við 2.200 metra flugbrautir við bæina Nuuk og Ilulissat og ganga þær samkvæmt áætlun. Flugvellirnir í Nuuk og Ilulissat fá báðir 2.200 metra flugbraut en áformað er að í Qaqortoq verði 1.500 metra braut.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Fréttir af Qaqortoq-útboðinu bárust þó ekki fyrr en langt var liðið á ágústmánuð. Flugvallafyrirtækið greindi jafnframt frá því að reynt hefði verið að brúa bilið með viðræðum við tvo lægstbjóðendur um lækkun kostnaðar og við Landsstjórnina um hækkun fjárveitingar en þær hefðu ekki borið tilætlaðan árangur. Stærð flugstöðvarinnar er miðuð við að hún geti samtímis þjónað 100 brottfararfarþegum og 100 komufarþegum.Teikning/Kalaallit Airports. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, staðfestir að Ístak hafi verið annar þessara lægstbjóðenda, sem rætt var við, en hinn hafi verið kanadískur verktaki. Karl segist hafa fengið misvísandi fréttir um framhaldið, annarsvegar að stefnt sé að nýju útboði á næsta ári en hins vegar að ætlunin sé að ræða frekar við verktakana tvo. Niðurstaðan hefur valdið miklum vonbrigðum á Suður-Grænlandi en Qaqortoq-flugvelli er ætlað að leysa af Narsarsuaq sem aðalflugvöllur landshlutans. Áhrifamenn á Suður-Grænlandi, bæði stjórnmálamenn og forystumenn atvinnulífs, gagnrýna þá ákvörðun að slíta viðræðum við verktakana og saka ráðamenn í Nuuk um ranga forgangsröðun. Qaqortoq sé eini bær Grænlands sem virkilega vanti flugvöll, þar hafi menn beðið í 20 ár eftir flugvelli. Flugvellinum er ætlað að þjóna stærsta bæ Suður Grænlands, Qaqortoq, og nágrannabyggðum. Í Qaqortoq, sem áður hét Julianehåb, búa um þrjúþúsund manns.Teikning/Kalaallit Airports Nú þykir ljóst að verkið frestast að minnsta kosti um eitt ár og flugvöllurinn verði í fyrsta lagi tilbúinn árið 2024. Stöð 2 fjallaði um Qaqortoq-flugvöll í byrjun árs og sýndi þá grafískt myndband af útliti hans í frétt sem sjá má hér:
Grænland Fréttir af flugi Norðurslóðir Danmörk Tengdar fréttir Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00
Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15