Íslenski boltinn

Óskar Hrafn: KR og Breiðablik tvö af bestu liðum landsins

Atli Arason skrifar
Óskar Hrafn og Breiðablik eru á góðri siglingu þessa stundina.
Óskar Hrafn og Breiðablik eru á góðri siglingu þessa stundina. Vísir

Breiðablik vann 4-1 útisigur á Fjölni í Pepsi Max deild karla, í frestuðum leik sem fram fór í dag.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var kátur með sigurinn. Þetta staðfesti hann í viðtali eftir leik

„Ég er sáttur með þrjú stig. Það er það sem situr eftir,“ sagði Óskar.

Blikar áttu sigurinn skilið og voru betra liðið heilt yfir. Þeir komu þó slakir út í byrjun seinni hálfleiks og virtust ekki komast í gang fyrr en Fjölnir skorar mark á þá. Óskar varð spurður hvers vegna það væri.

„Þetta er bara frábær spurning. Ég er bara hjartanlega sammála. Við byrjuðum seinni hálfleikinn illa, við byrjuðum hann einhvern veginn á afturfótunum og það þurfti þetta mark til þess að vekja liðið og það er alltaf varasamt. Þetta hefur svolítið verið okkar saga í sumar að við byrjum seinni hálfleikinn illa. Ef ég væri með svar við þessari spurningu þá værum við sennilega búnir að leysa þetta en þetta er eitthvað sem við verðum að skoða,“ sagði Óskar aðspurður um frammistöðu sinna leikmanna í upphafi síðari hálfleiks.

Thomas Mikkelsen var frábær í liði Breiðabliks eins og svo oft áður. Óskar kvartar ekki yfir því að vera með svona leikmann í sínu liði,

„Það er mjög gott að hafa hann. Hann er þarna til að skora mörk og hann gerir það,“ spurður út í frammistöðu Mikkelsen í dag.

Næsti leikur Breiðabliks er stórleikur gegn KR í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins og er Óskar að eigin sögn spenntur fyrir þessum leik. „Það verður mjög erfiður leikur. Tvö af bestu liðum landsins mætast og ekkert nema tilhlökkun í því. Menn eru í þessu til að spila svona leiki. KR í 8 liða úrslitum bikarsins á Kópavogsvelli er ekki neitt nema veisla en við vitum að við þurfum að vera í okkar allra besta formi til að vinna,“ sagði Óskar fullur tilhlökkunar eftir leik.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.