Sjö lögregluþjónum vikið úr starfi vegna dauða Daniel Prude Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2020 08:57 Mótmæli fóru fram í Rochester í nótt og kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu. AP/Adrian Kraus Borgarstjóri Rochester í New York í Bandaríkjunum hefur vikið sjö lögregluþjónum frá störfum vegna dauða Daniel Prude, þeldökks manns sem dó vegna köfnunar í haldi lögreglu í mars. FJölskylda hans opinberaði nýverið myndbönd sem sýna að lögregluþjónar settu hettu á hann og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. Fjölskylda Prude hefur kallað eftir því að lögregluþjónarnir verði handteknir og ákærðir og til mótmæla koma í miðborg Rochester í gær. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi á miðvikudaginn. Prude hafði þá átt við geðræn vandamál að stríða og hljóp nakinn eftir götum Rochester. Lovely Warren, borgarstjóri Rochester, bað fjölskyldu Prude afsökunar á blaðamannafundi í gær og sagði lögregluna hafa brugðist Prude. Geðheilsukerfið, samfélagið og hún sjálf hefðu einnig brugðist honum. Hún sagði kerfisbundin rasisma hafa leitt til dauða Prude. Warren hefur verið gagnrýnd vegna þess að ekki hafi verið gripið til aðgerða fyrr en nú. Hún gaf ekki upp af hverju rannsókn á dauða Prude hefur tekið svo langan tíma en gaf í skyn, samkvæmt frétt New York Times, að lögreglustjóri Rochester hafi afvegaleitt hana. „Það að þjást og deyja í haldi lögreglu vegna of stórs skammts fíkniefna, eins og lögreglustjórinn sagði mér, er ekki það sem ég sá á myndbandinu,“ sagði Warren. Lögreglustjórinn, La’Ron D. Singletary, brást reiður við. Hann sagði að ekki hefði verið reynt að hylma yfir eitt né neitt. Hann hefði sjálfur skipað fyrir að rannsókn væri fram nokkrum klukkustundum eftir atvikið. Þá lýsti hann yfir stuðningi við vinnubrögð lögregluþjónanna. Þeir hefðu verið að reyna að hjálpa Prude. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Borgarstjóri Rochester í New York í Bandaríkjunum hefur vikið sjö lögregluþjónum frá störfum vegna dauða Daniel Prude, þeldökks manns sem dó vegna köfnunar í haldi lögreglu í mars. FJölskylda hans opinberaði nýverið myndbönd sem sýna að lögregluþjónar settu hettu á hann og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. Fjölskylda Prude hefur kallað eftir því að lögregluþjónarnir verði handteknir og ákærðir og til mótmæla koma í miðborg Rochester í gær. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi á miðvikudaginn. Prude hafði þá átt við geðræn vandamál að stríða og hljóp nakinn eftir götum Rochester. Lovely Warren, borgarstjóri Rochester, bað fjölskyldu Prude afsökunar á blaðamannafundi í gær og sagði lögregluna hafa brugðist Prude. Geðheilsukerfið, samfélagið og hún sjálf hefðu einnig brugðist honum. Hún sagði kerfisbundin rasisma hafa leitt til dauða Prude. Warren hefur verið gagnrýnd vegna þess að ekki hafi verið gripið til aðgerða fyrr en nú. Hún gaf ekki upp af hverju rannsókn á dauða Prude hefur tekið svo langan tíma en gaf í skyn, samkvæmt frétt New York Times, að lögreglustjóri Rochester hafi afvegaleitt hana. „Það að þjást og deyja í haldi lögreglu vegna of stórs skammts fíkniefna, eins og lögreglustjórinn sagði mér, er ekki það sem ég sá á myndbandinu,“ sagði Warren. Lögreglustjórinn, La’Ron D. Singletary, brást reiður við. Hann sagði að ekki hefði verið reynt að hylma yfir eitt né neitt. Hann hefði sjálfur skipað fyrir að rannsókn væri fram nokkrum klukkustundum eftir atvikið. Þá lýsti hann yfir stuðningi við vinnubrögð lögregluþjónanna. Þeir hefðu verið að reyna að hjálpa Prude.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira