Íslenski boltinn

Blikarnir hjálpuðu hvor öðrum fyrir æfinguna í morgun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Blikarnir Willum Þór Willumsson, Kolbeinn Þórðarson, Brynjólfur Andersen Willumsson og Patrik Sigurður Gunnarsson rífa miða af nýja æfingafatnaðinum.
Blikarnir Willum Þór Willumsson, Kolbeinn Þórðarson, Brynjólfur Andersen Willumsson og Patrik Sigurður Gunnarsson rífa miða af nýja æfingafatnaðinum. vísir/vilhelm

Karlalandslið Íslands í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri æfði á Víkingsvelli í morgun.

Strákarnir mæta Svíum í undankeppni EM í Víkinni á morgun. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Sem kunnugt er samdi KSÍ við íþróttavöruframleiðandann Puma fyrr á þessu ári. Íslensku landsliðin æfa og keppa því nú í nýjum Puma-fatnaði.

Fyrir æfingu sáust menn brasa í æfingafatnaði næsta manns. Við fyrstu sýn er eins og þeir séu að rífa miðana af nýja fatnaðinum en þarna voru þeir að setja GPS-kubba á réttan stað og stilla þá. Eru þeir notaðir til að mæla hlaupatölur leikmanna.

Sjá má atvikið á mynd Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, hér fyrir ofan.

Hér fyrir neðan má svo sjá fleiri myndir sem Vilhelm tók á æfingu U-21 árs landsliðsins í morgun.

Ísak Bergmann Jóhannesson, sem hefur slegið í gegn með Norrköping í Svíþjóð, er nýliði í U-21 árs landsliðinu.vísir/vilhelm
Aðstoðarþjálfarinn Eiður Smári Guðjohnsen.vísir/vilhelm
Bræðurnir Brynjólfur Andersen og Willum Þór Willumssynir.vísir/vilhelm
Það var létt yfir strákunum á æfingunni í morgun.vísir/vilhelm

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×