„Gylfi er alltof góður til að fara til Bandaríkjanna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2020 10:00 Gylfi Þór Sigurðsson er að hefja sitt fjórða tímabil hjá Everton. getty/Richard Sellers Bjarni Guðjónsson segir að Gylfi Þór Sigurðsson sé alltof góður fyrir MLS-deildina í Bandaríkjunum. Líklegt er að Everton fái þrjá miðjumenn til sín áður en keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst sem þrengir stöðu Gylfa hjá liðinu. James Rodríguez er við það að ganga í raðir Everton og líklegt þykir að Allan og Abdoulaye Doucouré fari einnig til bláa liðsins í Bítlaborginni. „Sögurnar sem maður heyrir frá Everton eru að þeir eru að reyna að manna miðjuna betur og fjölga miðjumönnum í hópnum. Staðan hjá Gylfa í fyrra var kannski ekki alveg orðin eins og við höfðum vonast eftir þannig að það er ljóst að samkeppnin er mikil og er að aukast hjá honum,“ sagði Bjarni í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Gylfi hefur m.a. verið orðaður við D.C. United í bandarísku MLS-deildinni. Bjarni segir alltof snemmt fyrir Gylfa að fara til Bandaríkjanna núna. „Mitt mat er að hann er alltof góður til að fara til Bandaríkjanna. Eins og sagan hans [Waynes] Rooney þegar hann fór þangað yfir, spilaði þarna í tvö ár áður en hann fór til Derby til að fá aftur meiri kraft í leikinn sinn. Það var greinilegt að hann saknaði ákefðarinnar og ástríðunnar sem er í Englandi. Það kæmi mér á óvart ef Gylfi færi til Bandaríkjanna núna,“ sagði Bjarni. Gylfi er á meðal þeirra leikmanna sem gáfu ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Bjarni skilur afstöðu Gylfa en segir að hann hefði ekki átt að þurfa að taka þessa ákvörðun sjálfur. „Mér finnst pínu erfitt að setja þessa stráka í þessar aðstæður. Þeir eru að keppast um að vera í sínum liðum úti í stórum og sterkum deildum þannig ég skil þá. En mér finnst að ákvörðunin eigi að vera hjá Knattspyrnusambandinu,“ sagði Bjarni. Klippa: Sportpakkinn - Bjarni um stöðu Gylfa hjá Everton Enski boltinn Tengdar fréttir Rodriguez skrifar undir hjá Everton á morgun | Doucoure og Allan á leiðinni James Rodriguez mun skrifa undir hjá Everton á morgun samkvæmt heimildum BBC. Þá eru miðjumennirnir Abdoulaye Doucoure og Allan einnig á leiðinni. 2. september 2020 21:00 Gylfi Þór orðaður við lið í Bandaríkjunum | Rodriguez að skrifa undir Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við DC United sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Everton er í þann mund að ganga frá kaupum á James Rodriguez. Þá er Gonzalo Higuaín einnig orðaður við DC United. 1. september 2020 21:30 „Ekki ánægður með ákvörðun þeirra“ Landsliðsþjálfarinn kveðst ekki ánægður með þá ákvörðun Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Berg Guðmundssonar og Alfreðs Finnbogasonar að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu. 28. ágúst 2020 14:46 Hamrén vildi ekki neyða Gylfa, Alfreð og Jóhann Berg til að spila Það vantar sex fastamenn í íslenska landsliðið á móti Englandi og Belgíu en aðeins þrír þeirra hafa afsökun. Hinir þrír vildu ekki koma í leikina. 28. ágúst 2020 13:51 Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Bjarni Guðjónsson segir að Gylfi Þór Sigurðsson sé alltof góður fyrir MLS-deildina í Bandaríkjunum. Líklegt er að Everton fái þrjá miðjumenn til sín áður en keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst sem þrengir stöðu Gylfa hjá liðinu. James Rodríguez er við það að ganga í raðir Everton og líklegt þykir að Allan og Abdoulaye Doucouré fari einnig til bláa liðsins í Bítlaborginni. „Sögurnar sem maður heyrir frá Everton eru að þeir eru að reyna að manna miðjuna betur og fjölga miðjumönnum í hópnum. Staðan hjá Gylfa í fyrra var kannski ekki alveg orðin eins og við höfðum vonast eftir þannig að það er ljóst að samkeppnin er mikil og er að aukast hjá honum,“ sagði Bjarni í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Gylfi hefur m.a. verið orðaður við D.C. United í bandarísku MLS-deildinni. Bjarni segir alltof snemmt fyrir Gylfa að fara til Bandaríkjanna núna. „Mitt mat er að hann er alltof góður til að fara til Bandaríkjanna. Eins og sagan hans [Waynes] Rooney þegar hann fór þangað yfir, spilaði þarna í tvö ár áður en hann fór til Derby til að fá aftur meiri kraft í leikinn sinn. Það var greinilegt að hann saknaði ákefðarinnar og ástríðunnar sem er í Englandi. Það kæmi mér á óvart ef Gylfi færi til Bandaríkjanna núna,“ sagði Bjarni. Gylfi er á meðal þeirra leikmanna sem gáfu ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Bjarni skilur afstöðu Gylfa en segir að hann hefði ekki átt að þurfa að taka þessa ákvörðun sjálfur. „Mér finnst pínu erfitt að setja þessa stráka í þessar aðstæður. Þeir eru að keppast um að vera í sínum liðum úti í stórum og sterkum deildum þannig ég skil þá. En mér finnst að ákvörðunin eigi að vera hjá Knattspyrnusambandinu,“ sagði Bjarni. Klippa: Sportpakkinn - Bjarni um stöðu Gylfa hjá Everton
Enski boltinn Tengdar fréttir Rodriguez skrifar undir hjá Everton á morgun | Doucoure og Allan á leiðinni James Rodriguez mun skrifa undir hjá Everton á morgun samkvæmt heimildum BBC. Þá eru miðjumennirnir Abdoulaye Doucoure og Allan einnig á leiðinni. 2. september 2020 21:00 Gylfi Þór orðaður við lið í Bandaríkjunum | Rodriguez að skrifa undir Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við DC United sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Everton er í þann mund að ganga frá kaupum á James Rodriguez. Þá er Gonzalo Higuaín einnig orðaður við DC United. 1. september 2020 21:30 „Ekki ánægður með ákvörðun þeirra“ Landsliðsþjálfarinn kveðst ekki ánægður með þá ákvörðun Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Berg Guðmundssonar og Alfreðs Finnbogasonar að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu. 28. ágúst 2020 14:46 Hamrén vildi ekki neyða Gylfa, Alfreð og Jóhann Berg til að spila Það vantar sex fastamenn í íslenska landsliðið á móti Englandi og Belgíu en aðeins þrír þeirra hafa afsökun. Hinir þrír vildu ekki koma í leikina. 28. ágúst 2020 13:51 Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Rodriguez skrifar undir hjá Everton á morgun | Doucoure og Allan á leiðinni James Rodriguez mun skrifa undir hjá Everton á morgun samkvæmt heimildum BBC. Þá eru miðjumennirnir Abdoulaye Doucoure og Allan einnig á leiðinni. 2. september 2020 21:00
Gylfi Þór orðaður við lið í Bandaríkjunum | Rodriguez að skrifa undir Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við DC United sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Everton er í þann mund að ganga frá kaupum á James Rodriguez. Þá er Gonzalo Higuaín einnig orðaður við DC United. 1. september 2020 21:30
„Ekki ánægður með ákvörðun þeirra“ Landsliðsþjálfarinn kveðst ekki ánægður með þá ákvörðun Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Berg Guðmundssonar og Alfreðs Finnbogasonar að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu. 28. ágúst 2020 14:46
Hamrén vildi ekki neyða Gylfa, Alfreð og Jóhann Berg til að spila Það vantar sex fastamenn í íslenska landsliðið á móti Englandi og Belgíu en aðeins þrír þeirra hafa afsökun. Hinir þrír vildu ekki koma í leikina. 28. ágúst 2020 13:51
Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15