Rodriguez skrifar undir hjá Everton á morgun | Doucoure og Allan á leiðinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2020 21:00 Ancelotti og Rodriguez þekkjast ágætlega en Ancelotti þjálfaði hann hjá Real Madrid sem og Bayern München. Gonzalo Arroyo Moreno/Getty Images Kólumbíski miðjumaðurinn James Rodriguez mun skrifa undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton á morgun ef marka má Phil McNulty, blaðamann BBC. Samkvæmt heimildum Sky Sports fór Rodriguez í læknisskoðun í dag. Félagaskiptin hafa legið í loftinu í dágóðan tíma en Carlo Ancelotti – þjálfari Everton – þjálfaði Rodriguez hjá bæði Real Madrid og Bayern München. Rodriguez væri fyrstu alvöru leikmannakaup Ancelotti síðan hann tók við stjórnartaumum Everton í desember á síðasta ári. Leikmaðurinn hefur verið í algjöru aukahlutverki hjá Real Madrid undanfarin misseri og var til að mynda lánaður til Þýskalandsmeistara Bayern. Leikmaðurinn á aðeins ár eftir af samningi sínum við Real og því er talið að Everton fái hann fyrir í kringum 20 milljónir punda. Talið er að hinn 29 ára gamli Rodriguez skrifi undir þriggja ára samning við Bítlaborgarfélagið á morgun. Rodriguez hefur aðallega spilað í „tíunni,“ það er að segja í holunni fyrir aftan sóknarmanninn. Síðan Ancelotti tók við hefur hann aðallega spilað hefðbundið 4-4-2 leikkerfi og því áhugavert að sjá hvort hann breyti um taktík með tilkomu Rodriguez eða hvort Kólumbíumaðurinn muni ef til vill leika á kantinum. After completing deals for James Rodriguez and Allan, Everton are now one step away from signing also Abdoulaye Doucouré. 25m to Watford possible final fee but some detail still to be resolved. Personal terms ok. Ancelotti is making business... #EFC #Everton— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 2, 2020 McNulty segir Everton einnig svo gott sem búið að fjárfesta í hinum 27 ára gamla Abdoulaye Doucoure, miðjumanni Watford, á 25 milljónir punda. Þá ku Allan, 29 ára miðjumaður Napoli, vera á leiðinni í raðir félagsins en Ancelotti þekkir hann frá tíma sínum með ítalska félagið. James Rodriguez and Allan will both undergo medicals tomorrow before completing deals to join Everton.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 1, 2020 Það er því ljóst að landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson mun eiga undir högg að sækja á komandi tímabili fyrst Ancelotti er að kaupa þrjá leikmenn sem spila allir sömu stöður og íslenski miðjumaðurinn. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór orðaður við lið í Bandaríkjunum | Rodriguez að skrifa undir Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við DC United sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Everton er í þann mund að ganga frá kaupum á James Rodriguez. Þá er Gonzalo Higuaín einnig orðaður við DC United. 1. september 2020 21:30 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Kólumbíski miðjumaðurinn James Rodriguez mun skrifa undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton á morgun ef marka má Phil McNulty, blaðamann BBC. Samkvæmt heimildum Sky Sports fór Rodriguez í læknisskoðun í dag. Félagaskiptin hafa legið í loftinu í dágóðan tíma en Carlo Ancelotti – þjálfari Everton – þjálfaði Rodriguez hjá bæði Real Madrid og Bayern München. Rodriguez væri fyrstu alvöru leikmannakaup Ancelotti síðan hann tók við stjórnartaumum Everton í desember á síðasta ári. Leikmaðurinn hefur verið í algjöru aukahlutverki hjá Real Madrid undanfarin misseri og var til að mynda lánaður til Þýskalandsmeistara Bayern. Leikmaðurinn á aðeins ár eftir af samningi sínum við Real og því er talið að Everton fái hann fyrir í kringum 20 milljónir punda. Talið er að hinn 29 ára gamli Rodriguez skrifi undir þriggja ára samning við Bítlaborgarfélagið á morgun. Rodriguez hefur aðallega spilað í „tíunni,“ það er að segja í holunni fyrir aftan sóknarmanninn. Síðan Ancelotti tók við hefur hann aðallega spilað hefðbundið 4-4-2 leikkerfi og því áhugavert að sjá hvort hann breyti um taktík með tilkomu Rodriguez eða hvort Kólumbíumaðurinn muni ef til vill leika á kantinum. After completing deals for James Rodriguez and Allan, Everton are now one step away from signing also Abdoulaye Doucouré. 25m to Watford possible final fee but some detail still to be resolved. Personal terms ok. Ancelotti is making business... #EFC #Everton— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 2, 2020 McNulty segir Everton einnig svo gott sem búið að fjárfesta í hinum 27 ára gamla Abdoulaye Doucoure, miðjumanni Watford, á 25 milljónir punda. Þá ku Allan, 29 ára miðjumaður Napoli, vera á leiðinni í raðir félagsins en Ancelotti þekkir hann frá tíma sínum með ítalska félagið. James Rodriguez and Allan will both undergo medicals tomorrow before completing deals to join Everton.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 1, 2020 Það er því ljóst að landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson mun eiga undir högg að sækja á komandi tímabili fyrst Ancelotti er að kaupa þrjá leikmenn sem spila allir sömu stöður og íslenski miðjumaðurinn.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór orðaður við lið í Bandaríkjunum | Rodriguez að skrifa undir Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við DC United sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Everton er í þann mund að ganga frá kaupum á James Rodriguez. Þá er Gonzalo Higuaín einnig orðaður við DC United. 1. september 2020 21:30 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Gylfi Þór orðaður við lið í Bandaríkjunum | Rodriguez að skrifa undir Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við DC United sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Everton er í þann mund að ganga frá kaupum á James Rodriguez. Þá er Gonzalo Higuaín einnig orðaður við DC United. 1. september 2020 21:30