Kletturinn og fjölskylda smituðust öll af kórónuveirunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2020 06:28 Leikarinn Dwayne Johnson er betur þekktur sem The Rock. Getty/Albert L. Ortega Bandaríski leikarinn Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock eða Kletturinn, smitaðist á dögunum af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Þá smituðust eiginkona hans og tvær dætur einnig en Johnson tilkynnti um veikindi fjölskyldunnar á Instagram-síðu sinni. Fjallað er um málið á vef BBC. Hann sagði að það hefði verið líkt og að fá spark í magann að greinast jákvæður. „Nú erum við komin yfir þetta og ekki lengur smitandi. Þökk sé guði þá erum við heilbrigð,“ sagði Johnson. Fjölskyldan smitaðist af veirunni fyrir um tveimur og hálfri viku af nánum vinum sínum sem hafa ekki hugmynd um hvernig þeir smituðust. „Ég get sagt ykkur að þetta hefur verið eitt af því erfiðasta og mest krefjandi sem við fjölskyldan höfum gengið í gegnum. Að fá Covid-19 er miklu verra en að komast yfir slæm meiðsli, vera borinn út eða í fjárhagsvandræðum, sem ég hef verið oftar en einu sinni,“ sagði Johnson og bætti við að það væri alltaf efst á forgangslista hans að vernda fjölskylduna sína. Þá sagðist hann vera hissa á því hvernig stjórnmálamenn beiti umræðunni um grímunotkun í pólitískum tilgangi. „Þetta hefur ekkert með pólitík að gera. Vertu með grímu. Það er það sem er rétt að gera,“ sagði Johnson. View this post on Instagram Stay disciplined. Boost your immune system. Commit to wellness. Wear your mask. Protect your family. Be strict about having people over your house or gatherings. Stay positive. And care for your fellow human beings. Stay healthy, my friends. DJ #controlthecontrollables A post shared by therock (@therock) on Sep 2, 2020 at 3:26pm PDT Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Hollywood Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Bandaríski leikarinn Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock eða Kletturinn, smitaðist á dögunum af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Þá smituðust eiginkona hans og tvær dætur einnig en Johnson tilkynnti um veikindi fjölskyldunnar á Instagram-síðu sinni. Fjallað er um málið á vef BBC. Hann sagði að það hefði verið líkt og að fá spark í magann að greinast jákvæður. „Nú erum við komin yfir þetta og ekki lengur smitandi. Þökk sé guði þá erum við heilbrigð,“ sagði Johnson. Fjölskyldan smitaðist af veirunni fyrir um tveimur og hálfri viku af nánum vinum sínum sem hafa ekki hugmynd um hvernig þeir smituðust. „Ég get sagt ykkur að þetta hefur verið eitt af því erfiðasta og mest krefjandi sem við fjölskyldan höfum gengið í gegnum. Að fá Covid-19 er miklu verra en að komast yfir slæm meiðsli, vera borinn út eða í fjárhagsvandræðum, sem ég hef verið oftar en einu sinni,“ sagði Johnson og bætti við að það væri alltaf efst á forgangslista hans að vernda fjölskylduna sína. Þá sagðist hann vera hissa á því hvernig stjórnmálamenn beiti umræðunni um grímunotkun í pólitískum tilgangi. „Þetta hefur ekkert með pólitík að gera. Vertu með grímu. Það er það sem er rétt að gera,“ sagði Johnson. View this post on Instagram Stay disciplined. Boost your immune system. Commit to wellness. Wear your mask. Protect your family. Be strict about having people over your house or gatherings. Stay positive. And care for your fellow human beings. Stay healthy, my friends. DJ #controlthecontrollables A post shared by therock (@therock) on Sep 2, 2020 at 3:26pm PDT
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Hollywood Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira