Víkingur Ó. náði í stig í Safamýri | Víkingur R. kom til baka gegn Gróttu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2020 22:30 Gonzalo Zamorano skoraði mark Víkings Ólafsvíkur í kvöld. Vísir Víkingur Ólafsvík náði nokkuð óvæntu jafntefli gegn toppliði Fram í Safamýrinni í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en Gonzalo Zamorano kom Víking yfir með marki úr vítaspyrnu í upphafi þess síðari. Voru gestirnir með 1-0 foryst allt þangað til heimamenn fengu einnig víti þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Alex Freyr Elísson fór á punktinn og skoraði af öryggi. Lokatölur því 1-1 og ljóst að Fram nagar sig í handarbökin yfir að ná ekki betra forskoti á toppi deildarinnar. Fram heldur toppsæti Lengjudeildarinnar en liðið er með 28 stig að loknum 13 umferðum. Víkingur Ólafsvík nældi á sama tíma í gott stig í fallbaráttunni, liðið er með 12 stig í 9. sæti. Þá gerðu Þróttur Reykjavík og Leiknir Fáskrúðsfjörður markalaust jafntefli í Laugardalnum. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks virtist sem Bergsteinn Magnússon, markvörður Leiknis, hefði misst boltann í eigið net en dómari leiksins flautaði einfaldlega til hálfleiks. Stigið lyftir Þrótti upp fyrir Magna í töflunni en liðin eru bæði með átta stig á botni deildarinnar. Þar fyrir ofan situr Leiknir F. með 11 stig þegar 13 umferðum er lokið. Í Lengjudeild kvenna fór einn leikur fram. Grótta fékk Víking Reykjavík í heimsókn á Seltjarnarnesið. Tinna Jónsdóttir kom Gróttu yfir eftir aðeins níu mínútur og bætti við öðru marki sínu á 27. mínútu. Heimastúlkur voru yfir allt fram að lokum fyrri hálfleiks þegar Stefanía Ásta Tryggvadóttir minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu. Í síðari hálfleik var aðeins skorað eitt mark og það gerði Nadía Atladóttir í liði Víkings. Lokatölur því 2-2 og bæði lið fóru heim með aðeins eitt stig. Grótta hefði með sigri komust upp að hlið Keflavíkur í 2. sæti deildarinnar en er eftir jafntefli kvöldsins í 4. sæti með 19 stig. Víkingur er í harðri fallbaráttu og situr í 8. sæti með níu stig. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Fram Víkingur Ólafsvík Tengdar fréttir Leiknir fyrsta liðið til að leggja ÍBV | Magnavélin farin að malla Leiknir Reykjavík varð í kvöld fyrsta liðið til að sigra ÍBV í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Þá vann Magni Grenivík sigur á Aftureldingu og Vestri valtaði yfir Þór Akureyri. 2. september 2020 19:50 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra Sjá meira
Víkingur Ólafsvík náði nokkuð óvæntu jafntefli gegn toppliði Fram í Safamýrinni í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en Gonzalo Zamorano kom Víking yfir með marki úr vítaspyrnu í upphafi þess síðari. Voru gestirnir með 1-0 foryst allt þangað til heimamenn fengu einnig víti þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Alex Freyr Elísson fór á punktinn og skoraði af öryggi. Lokatölur því 1-1 og ljóst að Fram nagar sig í handarbökin yfir að ná ekki betra forskoti á toppi deildarinnar. Fram heldur toppsæti Lengjudeildarinnar en liðið er með 28 stig að loknum 13 umferðum. Víkingur Ólafsvík nældi á sama tíma í gott stig í fallbaráttunni, liðið er með 12 stig í 9. sæti. Þá gerðu Þróttur Reykjavík og Leiknir Fáskrúðsfjörður markalaust jafntefli í Laugardalnum. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks virtist sem Bergsteinn Magnússon, markvörður Leiknis, hefði misst boltann í eigið net en dómari leiksins flautaði einfaldlega til hálfleiks. Stigið lyftir Þrótti upp fyrir Magna í töflunni en liðin eru bæði með átta stig á botni deildarinnar. Þar fyrir ofan situr Leiknir F. með 11 stig þegar 13 umferðum er lokið. Í Lengjudeild kvenna fór einn leikur fram. Grótta fékk Víking Reykjavík í heimsókn á Seltjarnarnesið. Tinna Jónsdóttir kom Gróttu yfir eftir aðeins níu mínútur og bætti við öðru marki sínu á 27. mínútu. Heimastúlkur voru yfir allt fram að lokum fyrri hálfleiks þegar Stefanía Ásta Tryggvadóttir minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu. Í síðari hálfleik var aðeins skorað eitt mark og það gerði Nadía Atladóttir í liði Víkings. Lokatölur því 2-2 og bæði lið fóru heim með aðeins eitt stig. Grótta hefði með sigri komust upp að hlið Keflavíkur í 2. sæti deildarinnar en er eftir jafntefli kvöldsins í 4. sæti með 19 stig. Víkingur er í harðri fallbaráttu og situr í 8. sæti með níu stig.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Fram Víkingur Ólafsvík Tengdar fréttir Leiknir fyrsta liðið til að leggja ÍBV | Magnavélin farin að malla Leiknir Reykjavík varð í kvöld fyrsta liðið til að sigra ÍBV í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Þá vann Magni Grenivík sigur á Aftureldingu og Vestri valtaði yfir Þór Akureyri. 2. september 2020 19:50 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra Sjá meira
Leiknir fyrsta liðið til að leggja ÍBV | Magnavélin farin að malla Leiknir Reykjavík varð í kvöld fyrsta liðið til að sigra ÍBV í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Þá vann Magni Grenivík sigur á Aftureldingu og Vestri valtaði yfir Þór Akureyri. 2. september 2020 19:50