Yfir sex milljónir greinst með veiruna í Bandaríkjunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. ágúst 2020 22:20 Tveir grímuklæddir menn í New York í Bandaríkjunum. Noam Galai/Getty Heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 er nú kominn yfir sex milljónir, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Samkvæmt tölum frá háskólanum fjölgaði staðfestum greiningum í landinu um milljón á innan við einum mánuði. Yfir 183.000 manns hafa nú látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Tölur háskólans sýna þá að frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist með Covid-19 í Bandaríkjunum þann 21. janúar á þessu ári liðu 99 dagar uns milljón manns höfðu greinst, þann 28. apríl. Fjöldi þeirra sem greindist með veiruna náði síðan tveimur milljónum 43 dögum síðar. Fjöldi staðfestra smita fór úr tveimur milljónum í þrjár milljónir á 28 dögum, úr þremur milljónum í fjórar á 15 dögum og úr fjórum milljónum í fimm á 17 dögum. Þá náði fjöldi staðfestra smita yfir sex milljónir 22 dögum eftir að fimm milljónir höfðu greinst með veiruna. Af þessum tölum má greina að hægst hafi á faraldrinum í Bandaríkjunum. Þó hafa hvergi greinst fleiri með kórónuveiruna en í landinu. Næst á eftir Bandaríkjunum kemur Brasilía, en þar hafa rúmlega 3,9 milljónir manna greinst með veiruna. Forsetinn farið með rangt mál um dánartíðni Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur, ásamt ríkisstjórn sinni, verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Hann hefur ítrekað sagt að faraldurinn myndi einn daginn gufa upp eins og fyrir kraftaverk. Eins hefur hann stært sig af viðbrögðum við veirunni og sagt dánartíðni Covid-sjúklinga í Bandaríkjunum vera eina þá lægstu í heimi. Það er ekki rétt. Fyrir hverja milljón íbúa Bandaríkjanna hafa 566 látist af völdum Covid-19. Samkvæmt Johns Hopkins-háskóla er það 11. hæsta dánartíðni Covid-sjúklinga í heimi. Trump hefur sagt að dánartíðni Covid-sjúklinga sé ein sú lægsta í heimi.KEVIN DIETSCH/EPA Á fréttamannafundi í dag sagði fjölmiðlafulltrúi Hvíta Hússins, Kayleigh McEnany, engu að síður að Bandaríkin hefðu tekið vel á faraldrinum. „Við fyllumst von við það að sjá að daglegum nýsmitum fækkar, andlátum og spítalainnlögnum fækkar,“ sagði hún. Þá sagði hún að í dánartíðni Covid-sjúklinga í Bandaríkjunum væri einhver sú lægsta í heimi, sé miðað við dauðsföll sem hlutfall af heildarfjölda þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna. Það er ekki heldur rétt en yfir 100 ríki eða sjálfsstjórnarsvæði eru með lægra hlutfall látinna miðað við heildarfjölda þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna í viðkomandi ríki. Í Bandaríkjunum er hlutfallið 3,1 prósent. Til samanburðar má benda á að á Íslandi er hlutfallið 0,5 prósent. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31 „Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37 Samþykkja blóðvökvameðferð við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur veitt heimild fyrir því að blóðvökvi sem er ríkur af mótefni við Covid-19 verði notaður til meðferðar við sjúkdómnum hjá þeim sjúklingum sem hvað veikastir eru. 24. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 er nú kominn yfir sex milljónir, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Samkvæmt tölum frá háskólanum fjölgaði staðfestum greiningum í landinu um milljón á innan við einum mánuði. Yfir 183.000 manns hafa nú látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Tölur háskólans sýna þá að frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist með Covid-19 í Bandaríkjunum þann 21. janúar á þessu ári liðu 99 dagar uns milljón manns höfðu greinst, þann 28. apríl. Fjöldi þeirra sem greindist með veiruna náði síðan tveimur milljónum 43 dögum síðar. Fjöldi staðfestra smita fór úr tveimur milljónum í þrjár milljónir á 28 dögum, úr þremur milljónum í fjórar á 15 dögum og úr fjórum milljónum í fimm á 17 dögum. Þá náði fjöldi staðfestra smita yfir sex milljónir 22 dögum eftir að fimm milljónir höfðu greinst með veiruna. Af þessum tölum má greina að hægst hafi á faraldrinum í Bandaríkjunum. Þó hafa hvergi greinst fleiri með kórónuveiruna en í landinu. Næst á eftir Bandaríkjunum kemur Brasilía, en þar hafa rúmlega 3,9 milljónir manna greinst með veiruna. Forsetinn farið með rangt mál um dánartíðni Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur, ásamt ríkisstjórn sinni, verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Hann hefur ítrekað sagt að faraldurinn myndi einn daginn gufa upp eins og fyrir kraftaverk. Eins hefur hann stært sig af viðbrögðum við veirunni og sagt dánartíðni Covid-sjúklinga í Bandaríkjunum vera eina þá lægstu í heimi. Það er ekki rétt. Fyrir hverja milljón íbúa Bandaríkjanna hafa 566 látist af völdum Covid-19. Samkvæmt Johns Hopkins-háskóla er það 11. hæsta dánartíðni Covid-sjúklinga í heimi. Trump hefur sagt að dánartíðni Covid-sjúklinga sé ein sú lægsta í heimi.KEVIN DIETSCH/EPA Á fréttamannafundi í dag sagði fjölmiðlafulltrúi Hvíta Hússins, Kayleigh McEnany, engu að síður að Bandaríkin hefðu tekið vel á faraldrinum. „Við fyllumst von við það að sjá að daglegum nýsmitum fækkar, andlátum og spítalainnlögnum fækkar,“ sagði hún. Þá sagði hún að í dánartíðni Covid-sjúklinga í Bandaríkjunum væri einhver sú lægsta í heimi, sé miðað við dauðsföll sem hlutfall af heildarfjölda þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna. Það er ekki heldur rétt en yfir 100 ríki eða sjálfsstjórnarsvæði eru með lægra hlutfall látinna miðað við heildarfjölda þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna í viðkomandi ríki. Í Bandaríkjunum er hlutfallið 3,1 prósent. Til samanburðar má benda á að á Íslandi er hlutfallið 0,5 prósent.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31 „Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37 Samþykkja blóðvökvameðferð við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur veitt heimild fyrir því að blóðvökvi sem er ríkur af mótefni við Covid-19 verði notaður til meðferðar við sjúkdómnum hjá þeim sjúklingum sem hvað veikastir eru. 24. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31
„Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37
Samþykkja blóðvökvameðferð við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur veitt heimild fyrir því að blóðvökvi sem er ríkur af mótefni við Covid-19 verði notaður til meðferðar við sjúkdómnum hjá þeim sjúklingum sem hvað veikastir eru. 24. ágúst 2020 11:00