Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Sylvía Hall skrifar 30. ágúst 2020 23:00 Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin. Vísir/Getty Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. Mótmæli hafa brotist út í borginni eftir að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum. Greint var frá því í dag að heimsókn forsetans væri á dagskrá næstkomandi þriðjudag. Forsetinn myndi hitta lögregluyfirvöld í bænum „og meta skaðann vegna nýlegra óeirða“ líkt og talsmaður Hvíta hússins komst að orði. Barnes segist ekki vongóður um að heimsókn forsetans hafi góð áhrif á ástandið. Landsþing Repúblikanaflokksins hafi að mestu snúist um að skapa sundrung og heift í garð ástandsins í Kenosha, en landsþingið fór fram í vikunni sem leið. Þá hafi forsetinn ekki sýnt réttindabaráttu svartra stuðning. „Svo ég veit ekki, miðað við fyrri fullyrðingar forsetans, hvort hann ætli sér að koma hingað til þess að vera hjálplegur. Við þurfum ekki á því að halda núna,“ sagði Barnes í samtali við CNN. Fleiri hafa gagnrýnt fyrirhugaða heimsókn forsetans og hafa efasemdaraddir heyrst innan Demókrataflokksins. Meðal þeirra sem segja heimsóknina vafasama er Cornell William Brooks, prófseeor við Harvard Kennedy skólann og fyrrum formaður samtakanna NAACP sem hafa barist fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum. Cornell William Brooks hefur verið ötull baráttumaður fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum. Hann stórefast um að heimsókn forsetans hafi jákvæð áhrif.Vísir/Getty „Hann er bókstaflega að breyta Kenosha í pólitískan leikmun, með mótmælin sem bakgrunn,“ sagði Brooks í viðtali við CNN. „Það sem ég held að muni gerast, hafandi skipulagt mörg mótmæli: Forsetinn mun gera slæma stöðu verri.“ Mótmælin hafa staðið yfir í tæpa viku, en tveir mótmælendur voru skotnir til bana af 17 ára dreng á þriðjudag sem var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Sá hafði komið til borgarinnar ásamt öðrum vopnuðum hægri sinnuðum mönnum til að verja fyrirtæki frá mótmælendum, að þeirra eigin sögn. Donald Trump Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúmið Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúm sitt. 28. ágúst 2020 21:16 Trump gagnrýndi NBA: „Þetta eru eins og stjórnmálasamtök“ Leikmenn NBA-deildarinnar hafa fengið mikið hrós fyrir að láta til sín taka í baráttunni gegn kynþáttamisrétti en Bandaríkjaforseti er ekki í þeim hópi. 28. ágúst 2020 12:00 Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. 27. ágúst 2020 19:40 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. Mótmæli hafa brotist út í borginni eftir að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum. Greint var frá því í dag að heimsókn forsetans væri á dagskrá næstkomandi þriðjudag. Forsetinn myndi hitta lögregluyfirvöld í bænum „og meta skaðann vegna nýlegra óeirða“ líkt og talsmaður Hvíta hússins komst að orði. Barnes segist ekki vongóður um að heimsókn forsetans hafi góð áhrif á ástandið. Landsþing Repúblikanaflokksins hafi að mestu snúist um að skapa sundrung og heift í garð ástandsins í Kenosha, en landsþingið fór fram í vikunni sem leið. Þá hafi forsetinn ekki sýnt réttindabaráttu svartra stuðning. „Svo ég veit ekki, miðað við fyrri fullyrðingar forsetans, hvort hann ætli sér að koma hingað til þess að vera hjálplegur. Við þurfum ekki á því að halda núna,“ sagði Barnes í samtali við CNN. Fleiri hafa gagnrýnt fyrirhugaða heimsókn forsetans og hafa efasemdaraddir heyrst innan Demókrataflokksins. Meðal þeirra sem segja heimsóknina vafasama er Cornell William Brooks, prófseeor við Harvard Kennedy skólann og fyrrum formaður samtakanna NAACP sem hafa barist fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum. Cornell William Brooks hefur verið ötull baráttumaður fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum. Hann stórefast um að heimsókn forsetans hafi jákvæð áhrif.Vísir/Getty „Hann er bókstaflega að breyta Kenosha í pólitískan leikmun, með mótmælin sem bakgrunn,“ sagði Brooks í viðtali við CNN. „Það sem ég held að muni gerast, hafandi skipulagt mörg mótmæli: Forsetinn mun gera slæma stöðu verri.“ Mótmælin hafa staðið yfir í tæpa viku, en tveir mótmælendur voru skotnir til bana af 17 ára dreng á þriðjudag sem var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Sá hafði komið til borgarinnar ásamt öðrum vopnuðum hægri sinnuðum mönnum til að verja fyrirtæki frá mótmælendum, að þeirra eigin sögn.
Donald Trump Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúmið Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúm sitt. 28. ágúst 2020 21:16 Trump gagnrýndi NBA: „Þetta eru eins og stjórnmálasamtök“ Leikmenn NBA-deildarinnar hafa fengið mikið hrós fyrir að láta til sín taka í baráttunni gegn kynþáttamisrétti en Bandaríkjaforseti er ekki í þeim hópi. 28. ágúst 2020 12:00 Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. 27. ágúst 2020 19:40 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúmið Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúm sitt. 28. ágúst 2020 21:16
Trump gagnrýndi NBA: „Þetta eru eins og stjórnmálasamtök“ Leikmenn NBA-deildarinnar hafa fengið mikið hrós fyrir að láta til sín taka í baráttunni gegn kynþáttamisrétti en Bandaríkjaforseti er ekki í þeim hópi. 28. ágúst 2020 12:00
Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. 27. ágúst 2020 19:40
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“