Enski boltinn

Pulis segir að Messi geti sýnt snilli sína á köldu rigningar­kvöldi í Stoke

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það styttist í að Messi þakki fyrir sig hjá Barcelona, virðist vera.
Það styttist í að Messi þakki fyrir sig hjá Barcelona, virðist vera. vísir/epa

Gæti Lionel Messi sýnt snilli sína á köldu þriðjudagskvöldi í Stoke? Já. Eða svo segir að minnsta kosti fyrrum stjóri Stoke, Tony Pulis.

Messi hefur sex sinnum unnið Gullknöttinn og safnað fjöldan öllum af titlum hjá Barcelona en nú gæti hann verið á leið í ensku úrvalsdeildinni.

Messi er sagður vilja burt frá Barcelona og nú er talið líklegast að hans næsti áfangastaður verði Manchester City. Því hafa menn sett spurningarmerki við hvort að Messi nái að fóta sig í úrvalsdeildinni.

„Fólk er að spyrja hvort að Lionel Messi gæti spilað í Stoke þegar það er rignað og blautt á þriðjudagskvöldi eða einhverjum af minni völlunum í ensku úrvalsdeildinni, semji hann við Man. City,“ sagði Pulis sem stýrði Stoke frá 2002 til 2005 og svo aftur 2006-2013.

„Ég held að hann yrði magnaður. Hann er með rosalega hæfileika auðvitað. Ég gleymi því ekki þegar ég sat með syni mínum og horfði á hann hita upp fyrir leik gegn Arsenal. Hann bombaði boltanum lengst upp í loftið og tók svo lá hann dauður þegar hann kom aftur niður.“

„Ég og sonur minn horfðum bara á hvorn annan. Venjulegt fólk getur þetta ekki. Fólk gleymir hversu sterkur hann er. Hann er harður og sama hvernig aðstæðurnar líta út þá mun hann skapa færi fyrir sig sjálfan eða samherja sína.“

„Ef hann kemur í ensku úrvalsdeildina væri það frábært eftir allt sem hefur gengið á síðutsu sex mánuði. Hann myndi lýsa upp leikinn. Stoke er ekki í úrvalsdeildinni en hugsaðu hvað þetta gerir fyrir lið eins og Burnley, Sheffield, Brighton og mína gömlu vini í WBA, að hafa Messi inni á vellinum,“ sagði Pulis.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×