Erlent

Elding varð tíu börnum að bana

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Árið 2011 létust 28 í Úganda af völdum eldinga.
Árið 2011 létust 28 í Úganda af völdum eldinga. EPA-EFE/Darek Delmanowicz

Tíu börn létust í borginni Arua í Úganda eftir eldingu laust niður í kofa þar sem þau leituðu skjóls í miklu rigningarveðri.

Börnin, á aldrinum 13-15 ára, voru að leik í knattspyrnu er gríðarlegt úrhelli skall ásamt þrumum og eldingum. Börnin leituðu skjóls í nálægum kofa en ekki vildi betur til en svo að eldingu laust beint niður í kofann.

Talið er að níu af börninum hafi látist samstundis, en eitt þerra lést á leið á sjúkrahús. Þrjú önnur börn lifðu eldinguna af og eru nú á sjúkrahúsi.

Er þetta mannskæðasta slys sem tengist eldingum í Úganda frá árinu 2011, þegar átján börn létust er eldingu laust niður í skóla í miðvesturhluta landsins. Það ár létust 28 að völdum eldinga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×