„Sem betur fer gerði hann það ekki því það hefði verið drepleiðinlegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 09:30 Valsmenn fagna einu marka sinn í Pepsi Max deildinni í sumar. Lasse Petry Andersen þakkar Kaj Leo í Bartalsstovu fyrir stoðsendinguna. Vísir/Daníel Þór Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni fóru yfir góða stöðu Valsmanna eftir sigur liðsins á KR og jafntefli Stjörnumanna á sama tíma. Guðmundur Benediktsson spurði sérfræðinga sína um það hvort að það geti eitthvað lið stöðvað Valsmenn sem er núna komnir með fimm stiga forskot á toppnum. „Ég sé það ekki gerast. Ég sé ekki annað en Valur sé komið á það ról og það skrið að þeir séu að fara að sigla þessum titli heim í haust,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Þeir eru búnir að fá á sig tólf mörk í ellefu leikjum þar af koma átta þeirra í tveimur leikjum. Þannig að þeir hafa aðeins fengið á sig fjögur mörk í hinum níu leikjunum. Mér finnst þéttleikinn vera orðinn það mikill í liðinu að það eru ekki margir að fara að stríða þeim,“ sagði Atli Viðar. Hafa verið inn í klefa hjá Heimi í þessari stöðu „Ég veit að þið hafið báðir verið inn í klefa hjá Heimi Guðjónssyni þegar hann er með fimm stiga forskot. Hvernig er hann að fara í framhaldið? Á að keyra áfram, áfram, áfram eða eru menn að spá í hvað er fyrir aftan þá, spurði Guðmundur Benediktsson þá Atli Viðar Björnsson og Davíð Þór Viðarsson sem unnu báðir fimm Íslandsmeistaratitla undir stjórn Heimis Guðjónssonar. „Nú þekki ég ekki hópinn en ég veit að Heimir keyrir bara fulla ferð áfram,“ sagði Atli Viðar. „Hann er ekki mikið að pæla í einhverju öðru en því. Hann elskar að æfa og það er því bara næsta æfing,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Guðmundur Benediktsson sagði frá því að þegar hann var að spila fyrir Willum Þór Þórsson þá var Willum alltaf að finna sér æfingaleiki í landsliðsleikjahléum. Nú er landsleikjahlé fram undan. Davíð Þór segir að Heimir Guðjónsson hafi ekki gert það hjá FH. „Sem betur fer gerði hann það ekki því mér hefði fundið það drepleiðinlegt,“ sagði Davíð Þór. Hefur ekki trú á Stjörnunni eða KR „Auðvitað eru Valsmenn náttúrulega langlíklegastir en það eru alveg lið þarna. Blikarnir virðast vera komnir á gott skrið aftur en ég Stjörnuna ekki berjast um titilinn við Valsmenn,“ sagði Davíð Þór sem sér KR-ingana ekki eiga lengur raunhæfa möguleika á því að berjast um titilinn. „Ég sé Blikana berjast við þá og svo finnst mér mitt gamla lið í FH vera búið að sýna mikla framfarir upp á síðkastið. Ef sá stígandi heldur áfram þá geta þeir alveg barist þarna á toppnum. FH á líka eftir að spila tvisvar við Valsmenn,“ sagði Davíð Þór. Það má finna alla umfjöllunina um Valsmenn og stöðu þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan - Valur óstöðvandi? Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni fóru yfir góða stöðu Valsmanna eftir sigur liðsins á KR og jafntefli Stjörnumanna á sama tíma. Guðmundur Benediktsson spurði sérfræðinga sína um það hvort að það geti eitthvað lið stöðvað Valsmenn sem er núna komnir með fimm stiga forskot á toppnum. „Ég sé það ekki gerast. Ég sé ekki annað en Valur sé komið á það ról og það skrið að þeir séu að fara að sigla þessum titli heim í haust,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Þeir eru búnir að fá á sig tólf mörk í ellefu leikjum þar af koma átta þeirra í tveimur leikjum. Þannig að þeir hafa aðeins fengið á sig fjögur mörk í hinum níu leikjunum. Mér finnst þéttleikinn vera orðinn það mikill í liðinu að það eru ekki margir að fara að stríða þeim,“ sagði Atli Viðar. Hafa verið inn í klefa hjá Heimi í þessari stöðu „Ég veit að þið hafið báðir verið inn í klefa hjá Heimi Guðjónssyni þegar hann er með fimm stiga forskot. Hvernig er hann að fara í framhaldið? Á að keyra áfram, áfram, áfram eða eru menn að spá í hvað er fyrir aftan þá, spurði Guðmundur Benediktsson þá Atli Viðar Björnsson og Davíð Þór Viðarsson sem unnu báðir fimm Íslandsmeistaratitla undir stjórn Heimis Guðjónssonar. „Nú þekki ég ekki hópinn en ég veit að Heimir keyrir bara fulla ferð áfram,“ sagði Atli Viðar. „Hann er ekki mikið að pæla í einhverju öðru en því. Hann elskar að æfa og það er því bara næsta æfing,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Guðmundur Benediktsson sagði frá því að þegar hann var að spila fyrir Willum Þór Þórsson þá var Willum alltaf að finna sér æfingaleiki í landsliðsleikjahléum. Nú er landsleikjahlé fram undan. Davíð Þór segir að Heimir Guðjónsson hafi ekki gert það hjá FH. „Sem betur fer gerði hann það ekki því mér hefði fundið það drepleiðinlegt,“ sagði Davíð Þór. Hefur ekki trú á Stjörnunni eða KR „Auðvitað eru Valsmenn náttúrulega langlíklegastir en það eru alveg lið þarna. Blikarnir virðast vera komnir á gott skrið aftur en ég Stjörnuna ekki berjast um titilinn við Valsmenn,“ sagði Davíð Þór sem sér KR-ingana ekki eiga lengur raunhæfa möguleika á því að berjast um titilinn. „Ég sé Blikana berjast við þá og svo finnst mér mitt gamla lið í FH vera búið að sýna mikla framfarir upp á síðkastið. Ef sá stígandi heldur áfram þá geta þeir alveg barist þarna á toppnum. FH á líka eftir að spila tvisvar við Valsmenn,“ sagði Davíð Þór. Það má finna alla umfjöllunina um Valsmenn og stöðu þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan - Valur óstöðvandi?
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira