„Sem betur fer gerði hann það ekki því það hefði verið drepleiðinlegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 09:30 Valsmenn fagna einu marka sinn í Pepsi Max deildinni í sumar. Lasse Petry Andersen þakkar Kaj Leo í Bartalsstovu fyrir stoðsendinguna. Vísir/Daníel Þór Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni fóru yfir góða stöðu Valsmanna eftir sigur liðsins á KR og jafntefli Stjörnumanna á sama tíma. Guðmundur Benediktsson spurði sérfræðinga sína um það hvort að það geti eitthvað lið stöðvað Valsmenn sem er núna komnir með fimm stiga forskot á toppnum. „Ég sé það ekki gerast. Ég sé ekki annað en Valur sé komið á það ról og það skrið að þeir séu að fara að sigla þessum titli heim í haust,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Þeir eru búnir að fá á sig tólf mörk í ellefu leikjum þar af koma átta þeirra í tveimur leikjum. Þannig að þeir hafa aðeins fengið á sig fjögur mörk í hinum níu leikjunum. Mér finnst þéttleikinn vera orðinn það mikill í liðinu að það eru ekki margir að fara að stríða þeim,“ sagði Atli Viðar. Hafa verið inn í klefa hjá Heimi í þessari stöðu „Ég veit að þið hafið báðir verið inn í klefa hjá Heimi Guðjónssyni þegar hann er með fimm stiga forskot. Hvernig er hann að fara í framhaldið? Á að keyra áfram, áfram, áfram eða eru menn að spá í hvað er fyrir aftan þá, spurði Guðmundur Benediktsson þá Atli Viðar Björnsson og Davíð Þór Viðarsson sem unnu báðir fimm Íslandsmeistaratitla undir stjórn Heimis Guðjónssonar. „Nú þekki ég ekki hópinn en ég veit að Heimir keyrir bara fulla ferð áfram,“ sagði Atli Viðar. „Hann er ekki mikið að pæla í einhverju öðru en því. Hann elskar að æfa og það er því bara næsta æfing,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Guðmundur Benediktsson sagði frá því að þegar hann var að spila fyrir Willum Þór Þórsson þá var Willum alltaf að finna sér æfingaleiki í landsliðsleikjahléum. Nú er landsleikjahlé fram undan. Davíð Þór segir að Heimir Guðjónsson hafi ekki gert það hjá FH. „Sem betur fer gerði hann það ekki því mér hefði fundið það drepleiðinlegt,“ sagði Davíð Þór. Hefur ekki trú á Stjörnunni eða KR „Auðvitað eru Valsmenn náttúrulega langlíklegastir en það eru alveg lið þarna. Blikarnir virðast vera komnir á gott skrið aftur en ég Stjörnuna ekki berjast um titilinn við Valsmenn,“ sagði Davíð Þór sem sér KR-ingana ekki eiga lengur raunhæfa möguleika á því að berjast um titilinn. „Ég sé Blikana berjast við þá og svo finnst mér mitt gamla lið í FH vera búið að sýna mikla framfarir upp á síðkastið. Ef sá stígandi heldur áfram þá geta þeir alveg barist þarna á toppnum. FH á líka eftir að spila tvisvar við Valsmenn,“ sagði Davíð Þór. Það má finna alla umfjöllunina um Valsmenn og stöðu þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan - Valur óstöðvandi? Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni fóru yfir góða stöðu Valsmanna eftir sigur liðsins á KR og jafntefli Stjörnumanna á sama tíma. Guðmundur Benediktsson spurði sérfræðinga sína um það hvort að það geti eitthvað lið stöðvað Valsmenn sem er núna komnir með fimm stiga forskot á toppnum. „Ég sé það ekki gerast. Ég sé ekki annað en Valur sé komið á það ról og það skrið að þeir séu að fara að sigla þessum titli heim í haust,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Þeir eru búnir að fá á sig tólf mörk í ellefu leikjum þar af koma átta þeirra í tveimur leikjum. Þannig að þeir hafa aðeins fengið á sig fjögur mörk í hinum níu leikjunum. Mér finnst þéttleikinn vera orðinn það mikill í liðinu að það eru ekki margir að fara að stríða þeim,“ sagði Atli Viðar. Hafa verið inn í klefa hjá Heimi í þessari stöðu „Ég veit að þið hafið báðir verið inn í klefa hjá Heimi Guðjónssyni þegar hann er með fimm stiga forskot. Hvernig er hann að fara í framhaldið? Á að keyra áfram, áfram, áfram eða eru menn að spá í hvað er fyrir aftan þá, spurði Guðmundur Benediktsson þá Atli Viðar Björnsson og Davíð Þór Viðarsson sem unnu báðir fimm Íslandsmeistaratitla undir stjórn Heimis Guðjónssonar. „Nú þekki ég ekki hópinn en ég veit að Heimir keyrir bara fulla ferð áfram,“ sagði Atli Viðar. „Hann er ekki mikið að pæla í einhverju öðru en því. Hann elskar að æfa og það er því bara næsta æfing,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Guðmundur Benediktsson sagði frá því að þegar hann var að spila fyrir Willum Þór Þórsson þá var Willum alltaf að finna sér æfingaleiki í landsliðsleikjahléum. Nú er landsleikjahlé fram undan. Davíð Þór segir að Heimir Guðjónsson hafi ekki gert það hjá FH. „Sem betur fer gerði hann það ekki því mér hefði fundið það drepleiðinlegt,“ sagði Davíð Þór. Hefur ekki trú á Stjörnunni eða KR „Auðvitað eru Valsmenn náttúrulega langlíklegastir en það eru alveg lið þarna. Blikarnir virðast vera komnir á gott skrið aftur en ég Stjörnuna ekki berjast um titilinn við Valsmenn,“ sagði Davíð Þór sem sér KR-ingana ekki eiga lengur raunhæfa möguleika á því að berjast um titilinn. „Ég sé Blikana berjast við þá og svo finnst mér mitt gamla lið í FH vera búið að sýna mikla framfarir upp á síðkastið. Ef sá stígandi heldur áfram þá geta þeir alveg barist þarna á toppnum. FH á líka eftir að spila tvisvar við Valsmenn,“ sagði Davíð Þór. Það má finna alla umfjöllunina um Valsmenn og stöðu þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan - Valur óstöðvandi?
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira