„Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2020 23:30 Allt á rúi og stúi. AP Photo/Eric Gay Minnst sex eru látnir og gríðarlegt eignatjón hefir orðið í Louisiana-ríki Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Lára, einn sá kraftmesti sem skollið hefur á ströndum Bandaríkjanna, reið þar yfir. Ríkisstjórinn segir eyðilegginguna mikla, en þó minni en talið var líklegt að gæti orðið. Fellibylurinn mældist fjórir að styrk, en fellibylir eru mældir á skalanum einn til fimm. Mesti vindstyrkur mældist 67 metrar á sekúndu en John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana sagði ljóst að Lára væri aflmesti fellibylur sem skollið hafi á ríkinu, aflmeiri en fellibylurinn Katrína sem olli miklu tjóni í ríkinu árið 2005. Láru fylgdi gífurlegur vindur, rigning og sjávarflóð og var hundruðum þúsunda gert að flýja heimili sín. Felibylurinn gekk á land við Lake Charles, bæ þar sem um 80 þúsund manns búa. Þar mátti sjá að hús voru að hruni kominn eftir að hafa þurft að þola aflið sem bjó í Láru. Alls voru 875 þúsund manns án rafmagns vegna Láru en Edwards segir þó að svo virðist sem að betur hafi farið en menn þorðu að vona. „Það liggur fyrir að við urðum ekki fyrir þeim miklum hamförum sem við töldum líklegt að gæti orðið,“ sagði Edwards. „Það er þó ljóst að við höfum mátt þola mikla eyðileggingu.“ Lake Charles varð illa úti en í frétt AP segir að lögreglumenn hafi séð heilt spilavíti fljóta niður á, og flugvélar hafi verið á hvolfi við flugvöll bæjarins. „Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn. Það er bara eyðilegging úti um allt,“ hefur AP eftir Brett Geymann, sem býr í grennd við Lake Charles. Það tók alls ellefu tíma þangað til Lára gekk á land og fellibyllurinn hafði misst vindstyrk til þess að geta ekki talist fellibylur lengur. Minnst sex létust af völdum Láru, þar á meðal 14 ára gömul stúlka og 68 ára gamall maður sem létust þegar tré féllu á heimili þeirra. Bandaríkin Veður Loftslagsmál Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Minnst sex eru látnir og gríðarlegt eignatjón hefir orðið í Louisiana-ríki Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Lára, einn sá kraftmesti sem skollið hefur á ströndum Bandaríkjanna, reið þar yfir. Ríkisstjórinn segir eyðilegginguna mikla, en þó minni en talið var líklegt að gæti orðið. Fellibylurinn mældist fjórir að styrk, en fellibylir eru mældir á skalanum einn til fimm. Mesti vindstyrkur mældist 67 metrar á sekúndu en John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana sagði ljóst að Lára væri aflmesti fellibylur sem skollið hafi á ríkinu, aflmeiri en fellibylurinn Katrína sem olli miklu tjóni í ríkinu árið 2005. Láru fylgdi gífurlegur vindur, rigning og sjávarflóð og var hundruðum þúsunda gert að flýja heimili sín. Felibylurinn gekk á land við Lake Charles, bæ þar sem um 80 þúsund manns búa. Þar mátti sjá að hús voru að hruni kominn eftir að hafa þurft að þola aflið sem bjó í Láru. Alls voru 875 þúsund manns án rafmagns vegna Láru en Edwards segir þó að svo virðist sem að betur hafi farið en menn þorðu að vona. „Það liggur fyrir að við urðum ekki fyrir þeim miklum hamförum sem við töldum líklegt að gæti orðið,“ sagði Edwards. „Það er þó ljóst að við höfum mátt þola mikla eyðileggingu.“ Lake Charles varð illa úti en í frétt AP segir að lögreglumenn hafi séð heilt spilavíti fljóta niður á, og flugvélar hafi verið á hvolfi við flugvöll bæjarins. „Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn. Það er bara eyðilegging úti um allt,“ hefur AP eftir Brett Geymann, sem býr í grennd við Lake Charles. Það tók alls ellefu tíma þangað til Lára gekk á land og fellibyllurinn hafði misst vindstyrk til þess að geta ekki talist fellibylur lengur. Minnst sex létust af völdum Láru, þar á meðal 14 ára gömul stúlka og 68 ára gamall maður sem létust þegar tré féllu á heimili þeirra.
Bandaríkin Veður Loftslagsmál Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira