Íslenski boltinn

Kefla­vík glutraði niður tveggja marka for­ystu og mis­tókst að skjótast á toppinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lið Keflavíkur gerði sig seka um mistök í kvöld.
Lið Keflavíkur gerði sig seka um mistök í kvöld. mynd/fésbókarsíða Keflavíkur

Keflavík kastaði frá sér tveggja marka forystu gegn Augnabliki í Lengjudeild kvenna og loktaölur 3-3.

Vigdís Lilja Kristjánsdóttir kom Augnablik yfir í fyrri hálfleik en María Rún Guðmundsdóttir jafnaði fyrir hlé.

María kom svo Keflavík í 2-1 í upphafi síðari hálfleiks og Ísabel Jasmín Almarsdóttir kom Keflavík í 3-1 á 55. mínútu.

Björk Bjarnadóttir minnkaði muninn fimm mínútum fyrir leikslok og ÍRena Héðinsdóttir Gonzales jafnaði metin í uppbótartíma.

Keflavík er í 2. sætinu, stigi á undan Haukum í 3. sætinu og stigi á eftir Tindastóli sem er á toppnum, en Stólarnir eiga leik til góða.

Augnablik er í 6. sætinu með tólf stig.

Afturelding vann 3-1 sigur á Gróttu. Seltirningar komust yfir í leiknum en Afturelding svaraði með þremur mörkum.

Afturelding er í 5. sætinu með fimmtán stig en Grótta er í sætinu fyrir ofan með þremur stigum meira.

Haukarnir gerðu góða ferð upp á Skaga og unnu heimastúlkur 4-1. Haukar eru í 3. sætinu með 20 stig og ÍA í 7. sætinu með níu stig.

Úrslit og markaskorar eru fengnir frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×