Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2020 13:57 Alexei Navalny er í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi. AP/Pavel Golovkin Rússneskir saksóknarar segja enga þörf á glæparannsókn varðandi það hvort eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, eins leiðtoga stjórnarandstæðunnar í Rússlandi og mikils gagnrýnanda Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þeir segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. Navalny, sem er 44 ára gamall og einn fyrirferðamesti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og hefur þar að auki barist gegn spillingu í landinu, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu í síðustu viku. Hann féll fljótt í dá og var hann sagður í stöðugu en alvarlegu ástandi. Aðstandendur hans sögðust strax telja að eitrað hafi verið fyrir honum og vildu fá hann fluttan til Þýskalands. Læknarnir í Omsk sögðu ástand hans of slæmt til að flytja hann en aðstandendur hans brugðust reiðir við. Bæði treysta þau ekki yfirvöldum í Rússlandi og sögðust viss um að markmiðið væri að bíða þar til öll ummerki eitrunar væru farin úr blóði Navalny. Navalny var svo fluttur til Þýskalands á laugardaginn, eftir að þýskir læknar höfðu fengið að skoða hann og lýstu því yfir að hann væri nógu hraustur til flutninga. Í Þýskalandi sögðust læknar fljótt hafa fundið ummerki eitrunar. Nú er unnið að því að staðfesta það og reyna að bera kennsl á eitrið, samkvæmt frétt BBC. Læknar á sjúkrahúsinu í Omsk í Rússlands höfðu áður sagt að ekki hefði verið eitrað fyrir Navalny. Neita að nefna Navalny á nafn Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, segir þýsku læknana hafa farið fram úr sjálfum sér í yfirlýsingum sínum. Peskov og Kreml hafa hingað til ekki nefnt nafn Navalny. Ríkismiðlar Rússlands hafa þar að auki talað um hann sem „bloggara“ og gefið í skyn að hann hafi eitrað fyrir sér sjálfur og að hin meinta eitrun sé vestrænt samsæri gegn Rússlandi. Peskov segist þó vilja fá niðurstöðu í málið og að Rússar vonist til þess að það muni ekki koma niður á samskiptum Rússa og vesturlanda, samkvæmt frétt Reuters. Ráðamenn í Evrópu hafa kallað eftir því að Rússar rannsaki málið ítarlega og á gagnsæjan hátt. Navalny hefur sagt að öryggisstofnanir Rússlands fylgist sífellt með honum og bandamönnum hans. Allir hafa þeir lýst ítrekuðu áreiti yfirvalda og Navalny hefur ítrekað verið handtekinn og hann beittur ofbeldi. Hann reyndi að bjóða sig fram til forseta árið 2017 en var dæmdur fyrir fjárdrátt og því meinað að bjóða sig fram. Hann heldur því fram að dómurinn hafi verið tilbúningur. Degi eftir að hann var fluttur á sjúkrahúsið í Omsk birti Kyra Yarmysh, talskona hans, mynd sem var með honum í för, mynd af þremur jakkafataklæddum mönnum sem höfðu tekið yfir skrifstofu yfirlæknis sjúkrahússins. Þeir neituðu að segja hverjir þeir væru. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Navalny kominn til Þýskalands Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er lentur í Þýsklandi. Hann var fluttur þangað eftir að hafa fallið í dá og segja aðstandendur hans það hafa gerst vegna þess að eitrað hafi verið fyrir honum. 22. ágúst 2020 07:43 Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24 Skamma Facebook og Google fyrir „afskipti“ af kosningum í Rússlandi Rússneska eftirlitsstofnunin Roskomnadzor gagnrýndi tæknifyrirtækin Facebook og Google í dag og sagði fyrirtækin hafa dreift pólitískum auglýsingum í Rússlandi. 8. september 2019 20:09 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Rússneskir saksóknarar segja enga þörf á glæparannsókn varðandi það hvort eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, eins leiðtoga stjórnarandstæðunnar í Rússlandi og mikils gagnrýnanda Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þeir segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. Navalny, sem er 44 ára gamall og einn fyrirferðamesti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og hefur þar að auki barist gegn spillingu í landinu, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu í síðustu viku. Hann féll fljótt í dá og var hann sagður í stöðugu en alvarlegu ástandi. Aðstandendur hans sögðust strax telja að eitrað hafi verið fyrir honum og vildu fá hann fluttan til Þýskalands. Læknarnir í Omsk sögðu ástand hans of slæmt til að flytja hann en aðstandendur hans brugðust reiðir við. Bæði treysta þau ekki yfirvöldum í Rússlandi og sögðust viss um að markmiðið væri að bíða þar til öll ummerki eitrunar væru farin úr blóði Navalny. Navalny var svo fluttur til Þýskalands á laugardaginn, eftir að þýskir læknar höfðu fengið að skoða hann og lýstu því yfir að hann væri nógu hraustur til flutninga. Í Þýskalandi sögðust læknar fljótt hafa fundið ummerki eitrunar. Nú er unnið að því að staðfesta það og reyna að bera kennsl á eitrið, samkvæmt frétt BBC. Læknar á sjúkrahúsinu í Omsk í Rússlands höfðu áður sagt að ekki hefði verið eitrað fyrir Navalny. Neita að nefna Navalny á nafn Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, segir þýsku læknana hafa farið fram úr sjálfum sér í yfirlýsingum sínum. Peskov og Kreml hafa hingað til ekki nefnt nafn Navalny. Ríkismiðlar Rússlands hafa þar að auki talað um hann sem „bloggara“ og gefið í skyn að hann hafi eitrað fyrir sér sjálfur og að hin meinta eitrun sé vestrænt samsæri gegn Rússlandi. Peskov segist þó vilja fá niðurstöðu í málið og að Rússar vonist til þess að það muni ekki koma niður á samskiptum Rússa og vesturlanda, samkvæmt frétt Reuters. Ráðamenn í Evrópu hafa kallað eftir því að Rússar rannsaki málið ítarlega og á gagnsæjan hátt. Navalny hefur sagt að öryggisstofnanir Rússlands fylgist sífellt með honum og bandamönnum hans. Allir hafa þeir lýst ítrekuðu áreiti yfirvalda og Navalny hefur ítrekað verið handtekinn og hann beittur ofbeldi. Hann reyndi að bjóða sig fram til forseta árið 2017 en var dæmdur fyrir fjárdrátt og því meinað að bjóða sig fram. Hann heldur því fram að dómurinn hafi verið tilbúningur. Degi eftir að hann var fluttur á sjúkrahúsið í Omsk birti Kyra Yarmysh, talskona hans, mynd sem var með honum í för, mynd af þremur jakkafataklæddum mönnum sem höfðu tekið yfir skrifstofu yfirlæknis sjúkrahússins. Þeir neituðu að segja hverjir þeir væru.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Navalny kominn til Þýskalands Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er lentur í Þýsklandi. Hann var fluttur þangað eftir að hafa fallið í dá og segja aðstandendur hans það hafa gerst vegna þess að eitrað hafi verið fyrir honum. 22. ágúst 2020 07:43 Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24 Skamma Facebook og Google fyrir „afskipti“ af kosningum í Rússlandi Rússneska eftirlitsstofnunin Roskomnadzor gagnrýndi tæknifyrirtækin Facebook og Google í dag og sagði fyrirtækin hafa dreift pólitískum auglýsingum í Rússlandi. 8. september 2019 20:09 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50
Navalny kominn til Þýskalands Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er lentur í Þýsklandi. Hann var fluttur þangað eftir að hafa fallið í dá og segja aðstandendur hans það hafa gerst vegna þess að eitrað hafi verið fyrir honum. 22. ágúst 2020 07:43
Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24
Skamma Facebook og Google fyrir „afskipti“ af kosningum í Rússlandi Rússneska eftirlitsstofnunin Roskomnadzor gagnrýndi tæknifyrirtækin Facebook og Google í dag og sagði fyrirtækin hafa dreift pólitískum auglýsingum í Rússlandi. 8. september 2019 20:09