Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2020 12:24 Þýsku læknarnir fyrir utan sjúkrahúsið í Omsk. AP/Evgeniy Sofiychuk Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. Fjölskylda stjórnarandstöðuleiðtogans hefur þó ekki fengið að flytja hann. Yulia Navalnaya, eiginkona Navalny, hefur sent Vladimir Pútín, forseta Rússlands, persónulegt bréf og beðið hann um að heimila flutninginn en aðstandendur Navalny eru sannfærðir um að það sé ríkisstjórn Pútíns sem standi í vegi fyrir flutningunum. Navalny, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna í Rússlandi, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu í gær og var hann fluttur á sjúkrahús í borginni Omsk eftir neyðarlendingu skömmu eftir flugtak. Kira Yarmysh, talskona Navalny, var með honum í för og hefur verið á sjúkrahúsinu síðan hann var lagður þar inn. Hún segir að læknar hafi áður verið búnir að heimila flutninginn til Þýskalands en þeir hafi svo skipt um skoðun. Представитель омской больницы заявил, что Навальный не был отправлен. То есть час назад нам говорили про смертельный яд, опасный для окружающих, а теперь - что токсины не найдены. Что у них вообще происходит? pic.twitter.com/D1Dl6EYcHi— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 21, 2020 Hún sagði þýsku læknana hafa farið inn í sjúkrahúsið og ekki sé vitað hvar þeir séu. Allir innlendir læknar virðist hafa horfið af sjúkrahúsinu. Fyrr í morgun birti hún svo mynd af þremur jakkafataklæddum mönnum sem voru á skrifstofu yfirlæknis sjúkrahússins og neituðu að segja hverjir þeir væru. Einn af samstarfsmönnum Navalny sagði lögreglu hafa tilkynnt sér að eitur hafi fundist í blóði hans. Læknar sögðu svo í kjölfarið að ekkert eitur hefði fundist. Aðstandendur Navalny segjast þó hafa fengið mjög misvísandi svör frá læknum sjúkrahússins. Meðal annars það að blóðsykur hans gæti hafa lækkað hratt um borð í flugvélinni. Aðstandendur hans brugðust reiðir við því og sögðu það varla tilefni til að meina þeim að flytja hann til Þýskalands. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa kallað eftir því að flutningur Navalny verði leyfður og að hin meinta eitrun verði rannsökuð vel og fljótt. Þá eru þýskir embættismenn einnig búnir að vera í samskiptum við embættismenn í Rússlandi vegna málsins. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalny meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir „eitrun“ Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. 20. ágúst 2020 06:28 Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Sjá meira
Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. Fjölskylda stjórnarandstöðuleiðtogans hefur þó ekki fengið að flytja hann. Yulia Navalnaya, eiginkona Navalny, hefur sent Vladimir Pútín, forseta Rússlands, persónulegt bréf og beðið hann um að heimila flutninginn en aðstandendur Navalny eru sannfærðir um að það sé ríkisstjórn Pútíns sem standi í vegi fyrir flutningunum. Navalny, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna í Rússlandi, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu í gær og var hann fluttur á sjúkrahús í borginni Omsk eftir neyðarlendingu skömmu eftir flugtak. Kira Yarmysh, talskona Navalny, var með honum í för og hefur verið á sjúkrahúsinu síðan hann var lagður þar inn. Hún segir að læknar hafi áður verið búnir að heimila flutninginn til Þýskalands en þeir hafi svo skipt um skoðun. Представитель омской больницы заявил, что Навальный не был отправлен. То есть час назад нам говорили про смертельный яд, опасный для окружающих, а теперь - что токсины не найдены. Что у них вообще происходит? pic.twitter.com/D1Dl6EYcHi— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 21, 2020 Hún sagði þýsku læknana hafa farið inn í sjúkrahúsið og ekki sé vitað hvar þeir séu. Allir innlendir læknar virðist hafa horfið af sjúkrahúsinu. Fyrr í morgun birti hún svo mynd af þremur jakkafataklæddum mönnum sem voru á skrifstofu yfirlæknis sjúkrahússins og neituðu að segja hverjir þeir væru. Einn af samstarfsmönnum Navalny sagði lögreglu hafa tilkynnt sér að eitur hafi fundist í blóði hans. Læknar sögðu svo í kjölfarið að ekkert eitur hefði fundist. Aðstandendur Navalny segjast þó hafa fengið mjög misvísandi svör frá læknum sjúkrahússins. Meðal annars það að blóðsykur hans gæti hafa lækkað hratt um borð í flugvélinni. Aðstandendur hans brugðust reiðir við því og sögðu það varla tilefni til að meina þeim að flytja hann til Þýskalands. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa kallað eftir því að flutningur Navalny verði leyfður og að hin meinta eitrun verði rannsökuð vel og fljótt. Þá eru þýskir embættismenn einnig búnir að vera í samskiptum við embættismenn í Rússlandi vegna málsins.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalny meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir „eitrun“ Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. 20. ágúst 2020 06:28 Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Sjá meira
Navalny meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir „eitrun“ Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. 20. ágúst 2020 06:28
Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“