Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2020 12:24 Þýsku læknarnir fyrir utan sjúkrahúsið í Omsk. AP/Evgeniy Sofiychuk Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. Fjölskylda stjórnarandstöðuleiðtogans hefur þó ekki fengið að flytja hann. Yulia Navalnaya, eiginkona Navalny, hefur sent Vladimir Pútín, forseta Rússlands, persónulegt bréf og beðið hann um að heimila flutninginn en aðstandendur Navalny eru sannfærðir um að það sé ríkisstjórn Pútíns sem standi í vegi fyrir flutningunum. Navalny, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna í Rússlandi, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu í gær og var hann fluttur á sjúkrahús í borginni Omsk eftir neyðarlendingu skömmu eftir flugtak. Kira Yarmysh, talskona Navalny, var með honum í för og hefur verið á sjúkrahúsinu síðan hann var lagður þar inn. Hún segir að læknar hafi áður verið búnir að heimila flutninginn til Þýskalands en þeir hafi svo skipt um skoðun. Представитель омской больницы заявил, что Навальный не был отправлен. То есть час назад нам говорили про смертельный яд, опасный для окружающих, а теперь - что токсины не найдены. Что у них вообще происходит? pic.twitter.com/D1Dl6EYcHi— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 21, 2020 Hún sagði þýsku læknana hafa farið inn í sjúkrahúsið og ekki sé vitað hvar þeir séu. Allir innlendir læknar virðist hafa horfið af sjúkrahúsinu. Fyrr í morgun birti hún svo mynd af þremur jakkafataklæddum mönnum sem voru á skrifstofu yfirlæknis sjúkrahússins og neituðu að segja hverjir þeir væru. Einn af samstarfsmönnum Navalny sagði lögreglu hafa tilkynnt sér að eitur hafi fundist í blóði hans. Læknar sögðu svo í kjölfarið að ekkert eitur hefði fundist. Aðstandendur Navalny segjast þó hafa fengið mjög misvísandi svör frá læknum sjúkrahússins. Meðal annars það að blóðsykur hans gæti hafa lækkað hratt um borð í flugvélinni. Aðstandendur hans brugðust reiðir við því og sögðu það varla tilefni til að meina þeim að flytja hann til Þýskalands. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa kallað eftir því að flutningur Navalny verði leyfður og að hin meinta eitrun verði rannsökuð vel og fljótt. Þá eru þýskir embættismenn einnig búnir að vera í samskiptum við embættismenn í Rússlandi vegna málsins. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalny meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir „eitrun“ Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. 20. ágúst 2020 06:28 Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. Fjölskylda stjórnarandstöðuleiðtogans hefur þó ekki fengið að flytja hann. Yulia Navalnaya, eiginkona Navalny, hefur sent Vladimir Pútín, forseta Rússlands, persónulegt bréf og beðið hann um að heimila flutninginn en aðstandendur Navalny eru sannfærðir um að það sé ríkisstjórn Pútíns sem standi í vegi fyrir flutningunum. Navalny, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna í Rússlandi, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu í gær og var hann fluttur á sjúkrahús í borginni Omsk eftir neyðarlendingu skömmu eftir flugtak. Kira Yarmysh, talskona Navalny, var með honum í för og hefur verið á sjúkrahúsinu síðan hann var lagður þar inn. Hún segir að læknar hafi áður verið búnir að heimila flutninginn til Þýskalands en þeir hafi svo skipt um skoðun. Представитель омской больницы заявил, что Навальный не был отправлен. То есть час назад нам говорили про смертельный яд, опасный для окружающих, а теперь - что токсины не найдены. Что у них вообще происходит? pic.twitter.com/D1Dl6EYcHi— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 21, 2020 Hún sagði þýsku læknana hafa farið inn í sjúkrahúsið og ekki sé vitað hvar þeir séu. Allir innlendir læknar virðist hafa horfið af sjúkrahúsinu. Fyrr í morgun birti hún svo mynd af þremur jakkafataklæddum mönnum sem voru á skrifstofu yfirlæknis sjúkrahússins og neituðu að segja hverjir þeir væru. Einn af samstarfsmönnum Navalny sagði lögreglu hafa tilkynnt sér að eitur hafi fundist í blóði hans. Læknar sögðu svo í kjölfarið að ekkert eitur hefði fundist. Aðstandendur Navalny segjast þó hafa fengið mjög misvísandi svör frá læknum sjúkrahússins. Meðal annars það að blóðsykur hans gæti hafa lækkað hratt um borð í flugvélinni. Aðstandendur hans brugðust reiðir við því og sögðu það varla tilefni til að meina þeim að flytja hann til Þýskalands. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa kallað eftir því að flutningur Navalny verði leyfður og að hin meinta eitrun verði rannsökuð vel og fljótt. Þá eru þýskir embættismenn einnig búnir að vera í samskiptum við embættismenn í Rússlandi vegna málsins.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalny meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir „eitrun“ Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. 20. ágúst 2020 06:28 Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Navalny meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir „eitrun“ Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. 20. ágúst 2020 06:28
Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57