Navalny kominn til Þýskalands Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2020 07:43 Navalny fluttur úr flugvél á flugvelli í Berlín í morgun. AP/Michael Kappeler Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er lentur í Þýsklandi. Hann var fluttur þangað eftir að hafa fallið í dá og segja aðstandendur hans það hafa gerst vegna þess að eitrað hafi verið fyrir honum. Aðstandendum Navalny var í fyrstu meinað að flytja hann frá borginni Omsk í Síberíu. Læknarnir í Omsk sögðu ástand hans of slæmt til að flytja hann en aðstandendur hans brugðust reiðir við. Bæði treysta þau ekki yfirvöldum í Rússlandi og sögðust viss um að markmiðið væri að bíða þar til öll ummerki eitrunar væru farin úr blóði Navalny. Það var ekki fyrr en þýsku læknarnir skoðuð Navalny og lýstu því yfir að hann væri nógu hraustur til að flytja sem það var leyft, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Navalny, sem er 44 ára gamall og einn fyrirferðamesti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu. Hann féll fljótt í dá og var hann sagður í stöðugu en alvarlegu ástandi. Læknar í Omsk hafa veitt mismunandi upplýsingar um ástand Navalny og ástæðu þess að hann sé í dái. Aðstandendur hans segjast fyrst hafa fengið þær upplýsingar að hættulegt eitur hafi fundist í blóði hans en skömmu seinna sögðu læknar opinberlega að ekkert eitur hefði fundist og sögðu mögulegt að blóðsykur Navalny hefði lækkað mjög hratt og þess vegna væri hann í dái. Í gærkvöldi sagði svo annar læknir að ekki væri komnar niðurstöður úr eiturefnaprófum, samkvæmt frétt Moscow Times. Stuðningsmenn hans og aðstandendur eru fullvissir um að rússnesk stjórnvöld hafi eitrað fyrir honum. Kira Yarmysh, talskona Navalny, sagði á Twitter í nótt að baráttan um líf hans væri einungis að hefjast. Mikil vinna væri fyrir höndum en fyrstu skrefin hefðu verið tekin. Самолёт с Алексеем вылетел в Берлин.Огромное спасибо всем за поддержку. Борьба за жизнь и здоровье Алексея только начинается, и предстоит пройти еще очень много, но сейчас хотя бы сделан первый шаг— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 22, 2020 Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Heimila flutning Navalny til Þýskalands Rússneskir læknar hafa samþykkt að Alexei Navalny, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna í Rússlandi, verði fluttur til Þýskalands. 21. ágúst 2020 16:37 Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24 Meinað að flytja Navalny til Þýskalands Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld reyna að drepa hann. 21. ágúst 2020 07:12 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er lentur í Þýsklandi. Hann var fluttur þangað eftir að hafa fallið í dá og segja aðstandendur hans það hafa gerst vegna þess að eitrað hafi verið fyrir honum. Aðstandendum Navalny var í fyrstu meinað að flytja hann frá borginni Omsk í Síberíu. Læknarnir í Omsk sögðu ástand hans of slæmt til að flytja hann en aðstandendur hans brugðust reiðir við. Bæði treysta þau ekki yfirvöldum í Rússlandi og sögðust viss um að markmiðið væri að bíða þar til öll ummerki eitrunar væru farin úr blóði Navalny. Það var ekki fyrr en þýsku læknarnir skoðuð Navalny og lýstu því yfir að hann væri nógu hraustur til að flytja sem það var leyft, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Navalny, sem er 44 ára gamall og einn fyrirferðamesti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu. Hann féll fljótt í dá og var hann sagður í stöðugu en alvarlegu ástandi. Læknar í Omsk hafa veitt mismunandi upplýsingar um ástand Navalny og ástæðu þess að hann sé í dái. Aðstandendur hans segjast fyrst hafa fengið þær upplýsingar að hættulegt eitur hafi fundist í blóði hans en skömmu seinna sögðu læknar opinberlega að ekkert eitur hefði fundist og sögðu mögulegt að blóðsykur Navalny hefði lækkað mjög hratt og þess vegna væri hann í dái. Í gærkvöldi sagði svo annar læknir að ekki væri komnar niðurstöður úr eiturefnaprófum, samkvæmt frétt Moscow Times. Stuðningsmenn hans og aðstandendur eru fullvissir um að rússnesk stjórnvöld hafi eitrað fyrir honum. Kira Yarmysh, talskona Navalny, sagði á Twitter í nótt að baráttan um líf hans væri einungis að hefjast. Mikil vinna væri fyrir höndum en fyrstu skrefin hefðu verið tekin. Самолёт с Алексеем вылетел в Берлин.Огромное спасибо всем за поддержку. Борьба за жизнь и здоровье Алексея только начинается, и предстоит пройти еще очень много, но сейчас хотя бы сделан первый шаг— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 22, 2020
Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Heimila flutning Navalny til Þýskalands Rússneskir læknar hafa samþykkt að Alexei Navalny, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna í Rússlandi, verði fluttur til Þýskalands. 21. ágúst 2020 16:37 Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24 Meinað að flytja Navalny til Þýskalands Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld reyna að drepa hann. 21. ágúst 2020 07:12 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Heimila flutning Navalny til Þýskalands Rússneskir læknar hafa samþykkt að Alexei Navalny, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna í Rússlandi, verði fluttur til Þýskalands. 21. ágúst 2020 16:37
Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24
Meinað að flytja Navalny til Þýskalands Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld reyna að drepa hann. 21. ágúst 2020 07:12
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent