Navalny kominn til Þýskalands Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2020 07:43 Navalny fluttur úr flugvél á flugvelli í Berlín í morgun. AP/Michael Kappeler Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er lentur í Þýsklandi. Hann var fluttur þangað eftir að hafa fallið í dá og segja aðstandendur hans það hafa gerst vegna þess að eitrað hafi verið fyrir honum. Aðstandendum Navalny var í fyrstu meinað að flytja hann frá borginni Omsk í Síberíu. Læknarnir í Omsk sögðu ástand hans of slæmt til að flytja hann en aðstandendur hans brugðust reiðir við. Bæði treysta þau ekki yfirvöldum í Rússlandi og sögðust viss um að markmiðið væri að bíða þar til öll ummerki eitrunar væru farin úr blóði Navalny. Það var ekki fyrr en þýsku læknarnir skoðuð Navalny og lýstu því yfir að hann væri nógu hraustur til að flytja sem það var leyft, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Navalny, sem er 44 ára gamall og einn fyrirferðamesti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu. Hann féll fljótt í dá og var hann sagður í stöðugu en alvarlegu ástandi. Læknar í Omsk hafa veitt mismunandi upplýsingar um ástand Navalny og ástæðu þess að hann sé í dái. Aðstandendur hans segjast fyrst hafa fengið þær upplýsingar að hættulegt eitur hafi fundist í blóði hans en skömmu seinna sögðu læknar opinberlega að ekkert eitur hefði fundist og sögðu mögulegt að blóðsykur Navalny hefði lækkað mjög hratt og þess vegna væri hann í dái. Í gærkvöldi sagði svo annar læknir að ekki væri komnar niðurstöður úr eiturefnaprófum, samkvæmt frétt Moscow Times. Stuðningsmenn hans og aðstandendur eru fullvissir um að rússnesk stjórnvöld hafi eitrað fyrir honum. Kira Yarmysh, talskona Navalny, sagði á Twitter í nótt að baráttan um líf hans væri einungis að hefjast. Mikil vinna væri fyrir höndum en fyrstu skrefin hefðu verið tekin. Самолёт с Алексеем вылетел в Берлин.Огромное спасибо всем за поддержку. Борьба за жизнь и здоровье Алексея только начинается, и предстоит пройти еще очень много, но сейчас хотя бы сделан первый шаг— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 22, 2020 Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Heimila flutning Navalny til Þýskalands Rússneskir læknar hafa samþykkt að Alexei Navalny, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna í Rússlandi, verði fluttur til Þýskalands. 21. ágúst 2020 16:37 Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24 Meinað að flytja Navalny til Þýskalands Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld reyna að drepa hann. 21. ágúst 2020 07:12 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Sjá meira
Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er lentur í Þýsklandi. Hann var fluttur þangað eftir að hafa fallið í dá og segja aðstandendur hans það hafa gerst vegna þess að eitrað hafi verið fyrir honum. Aðstandendum Navalny var í fyrstu meinað að flytja hann frá borginni Omsk í Síberíu. Læknarnir í Omsk sögðu ástand hans of slæmt til að flytja hann en aðstandendur hans brugðust reiðir við. Bæði treysta þau ekki yfirvöldum í Rússlandi og sögðust viss um að markmiðið væri að bíða þar til öll ummerki eitrunar væru farin úr blóði Navalny. Það var ekki fyrr en þýsku læknarnir skoðuð Navalny og lýstu því yfir að hann væri nógu hraustur til að flytja sem það var leyft, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Navalny, sem er 44 ára gamall og einn fyrirferðamesti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu. Hann féll fljótt í dá og var hann sagður í stöðugu en alvarlegu ástandi. Læknar í Omsk hafa veitt mismunandi upplýsingar um ástand Navalny og ástæðu þess að hann sé í dái. Aðstandendur hans segjast fyrst hafa fengið þær upplýsingar að hættulegt eitur hafi fundist í blóði hans en skömmu seinna sögðu læknar opinberlega að ekkert eitur hefði fundist og sögðu mögulegt að blóðsykur Navalny hefði lækkað mjög hratt og þess vegna væri hann í dái. Í gærkvöldi sagði svo annar læknir að ekki væri komnar niðurstöður úr eiturefnaprófum, samkvæmt frétt Moscow Times. Stuðningsmenn hans og aðstandendur eru fullvissir um að rússnesk stjórnvöld hafi eitrað fyrir honum. Kira Yarmysh, talskona Navalny, sagði á Twitter í nótt að baráttan um líf hans væri einungis að hefjast. Mikil vinna væri fyrir höndum en fyrstu skrefin hefðu verið tekin. Самолёт с Алексеем вылетел в Берлин.Огромное спасибо всем за поддержку. Борьба за жизнь и здоровье Алексея только начинается, и предстоит пройти еще очень много, но сейчас хотя бы сделан первый шаг— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 22, 2020
Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Heimila flutning Navalny til Þýskalands Rússneskir læknar hafa samþykkt að Alexei Navalny, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna í Rússlandi, verði fluttur til Þýskalands. 21. ágúst 2020 16:37 Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24 Meinað að flytja Navalny til Þýskalands Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld reyna að drepa hann. 21. ágúst 2020 07:12 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Sjá meira
Heimila flutning Navalny til Þýskalands Rússneskir læknar hafa samþykkt að Alexei Navalny, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna í Rússlandi, verði fluttur til Þýskalands. 21. ágúst 2020 16:37
Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24
Meinað að flytja Navalny til Þýskalands Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld reyna að drepa hann. 21. ágúst 2020 07:12