Íslenski boltinn

Sjáðu marka­súpuna úr Reykja­víkurs­lagnum, at­vikin um­deildu í Garða­bæ og mörkin hjá HK

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valsmenn fagna sigrinum í gær.
Valsmenn fagna sigrinum í gær. vísir/skjáskot

Það voru níu mörk skoruð er Valur vann 5-4 sigur á grönnum sínum í KR í Pepsi Max deild karla í dag.

Kristinn Freyr Sigurðsson kom Val yfir á 10. mínútu en tuttugu mínútu síðar höfðu Atli Sigurjónsson og Óskar Örn Hauksson snúið við taflinu fyrir heimamenn.

Valgeir Friðriksson og Patrick Pedersen komu Val aftur yfir en Kennie Chopart jafnaði með glæsilegu marki fyrir hlé. 3-3 í hálfleik.

Patrick Pedersen skoraði fjórða mark Vals og annað mark sitt á sjöttu mínútu síðari hálfleiks og Aron Bjarnason kom Midtjylland í 5-3 á 68. mínútu.

Atli Sigurjónsson skoraði annað mark sitt er tólf mínútur voru eftir og minnkaði muninn í 5-4 en það urðu lokatölurnar.

Valur er með þriggja stiga forskot á Stjörnuna í öðru sætinu og fimm stiga forskot á Breiðablik og FH.

Klippa: KR - Valur 4-5

KR er í 6. sætinu með sautján stig en á þó leik til góða á flest liðin fyrir ofan sig.

Stjarnan og KA gerðu 1-1 jafntefli í Garðabæ. Halldór Orri Björnsson fékk rautt spjald strax á 40. mínútu en Emil Atlason kom Stjörnunni yfir skömmu fyrir hlé.

KA fékk vítaspyrnu í uppbótartíma sem Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði úr.

Stjarnan er í öðru sætinu með 20 stig en KA er í 10. sætinu með tíu stig.

Klippa: Stjarnan - KA 1-1

HK vann svo 3-0 sigur á lánlausu liði Gróttu í Kórnum. Stefán Alexander Ljubicic skoraði eina mark fyrri hálfleiks en í síðari hálfleik bætti Birnir Snær Ingason við tveimur mörkum.

HK er í 9. sætinu með fjórtán stig en Grótta er í næst neðsta sætinu með sex stig.

Klippa: HK - Grótta 3-0

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×