Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Samúel Karl Ólason skrifar 26. ágúst 2020 16:19 Heilbrigðisstarfsmenn við skimun í Texas. AP/Eric Gay Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. Áður hafði stofnunin sagt að skima þyrfti slíka aðila, jafnvel þó viðkomandi sýndu ekki einkenni. Læknar og heilbrigðissérfræðingar hafa lýst yfir furðu á breytingunum og segja umrædda aðila nákvæmlega þá sem þurfi að skima til að koma böndum á faraldurinn sem hefur leikið Bandaríkin verr en nokkurt annað land í heiminum. Um 5,8 milljónir Bandaríkjamanna hafa smitast og tæplega 170 þúsund hafa dáið vegna Covid-19, svo vitað sé. CDC áætlar að um 40 prósent þeirra sem smitast af Covid-19 sýni ekki einkenni og að um helmingur smita eigi sér stað áður en smitberi sýni einkenni. Á vefsíðu CDC stóð áður að vegna þess að fólk án einkenna geti dreift Covid-19, sé mikilvægt að finna þau sem hafa verið í nánum samskiptum við sýkta aðila, svokölluð smitrakning, og kanna hvort þau séu veik. Vefnum var þó breytt á mánudaginn, samkvæmt frétt CNN, og stendur þar nú að ef einhver hafi verið í samskiptum við sýktan aðila í meira en fimmtán mínútur, en sýni ekki einkenni, þurfi viðkomandi ekki í skimun án þess að sá tilheyri viðkvæmum hópi eða heilbrigðisstarfsmenn leggi það til. Þeir sem sýni engin einkenni og hafi ekki verið í samskiptum við sýktan aðila þurfi ekki í skimun. Talsmaður Heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna sagði CNN að nýju við miðin myndu ekki koma niður á smitrakningu. Fólk eigi að leita til lækna varðandi það hvort það þurfi í skimun. USA Today hefur eftir sérfræðingum að breytingarnar muni koma niður á smitrakningu og leiða til fleiri smitaðra. Alison Galvani, sérfræðingur hjá Yale háskólanum segir til að mynda að þessar breytingar muni drepa fólk. The CDC just revised their testing guidance to exclude people without symptoms. Our work on the silent spread underscores the importance of testing people who have been exposed to #COVID-19 regardless of symptoms. This change in policy will kill. https://t.co/5zMctSS4wD— Alison Galvani (@Alison_Galvani) August 26, 2020 Ekki hefur verið útskýrt af hverju þessi breyting var gerð. Heimildarmaður CNN segir CDC þó hafa orðið fyrir þrýstingi frá Hvíta húsinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að umfangsmikil skimun vegna Covid-19 láti Bandaríkin líta illa út. Það sé eina ástæða þess hve margir hafi smitast þar og hann hefur einnig sagt að hann hafi skipað sínu fólki að „hægja á skimuninni“. Ríkisstjórn Trump skipaði sjúkrahúsum í síðasta mánuði að hætta að senda tölur um sýkingar og skimun til CDC og senda upplýsingarnar þess í stað til einkafyrirtækis sem á að koma þeim til heilbrigðisráðuneytisins. Á þriðjudaginn hótaði ríkisstjórnin svo því að þau sjúkrahús sem fylgi ekki þessum nýju tilmælum missi aðgang sinn að opinberu fé, samkvæmt frétt New York Times. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira
Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. Áður hafði stofnunin sagt að skima þyrfti slíka aðila, jafnvel þó viðkomandi sýndu ekki einkenni. Læknar og heilbrigðissérfræðingar hafa lýst yfir furðu á breytingunum og segja umrædda aðila nákvæmlega þá sem þurfi að skima til að koma böndum á faraldurinn sem hefur leikið Bandaríkin verr en nokkurt annað land í heiminum. Um 5,8 milljónir Bandaríkjamanna hafa smitast og tæplega 170 þúsund hafa dáið vegna Covid-19, svo vitað sé. CDC áætlar að um 40 prósent þeirra sem smitast af Covid-19 sýni ekki einkenni og að um helmingur smita eigi sér stað áður en smitberi sýni einkenni. Á vefsíðu CDC stóð áður að vegna þess að fólk án einkenna geti dreift Covid-19, sé mikilvægt að finna þau sem hafa verið í nánum samskiptum við sýkta aðila, svokölluð smitrakning, og kanna hvort þau séu veik. Vefnum var þó breytt á mánudaginn, samkvæmt frétt CNN, og stendur þar nú að ef einhver hafi verið í samskiptum við sýktan aðila í meira en fimmtán mínútur, en sýni ekki einkenni, þurfi viðkomandi ekki í skimun án þess að sá tilheyri viðkvæmum hópi eða heilbrigðisstarfsmenn leggi það til. Þeir sem sýni engin einkenni og hafi ekki verið í samskiptum við sýktan aðila þurfi ekki í skimun. Talsmaður Heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna sagði CNN að nýju við miðin myndu ekki koma niður á smitrakningu. Fólk eigi að leita til lækna varðandi það hvort það þurfi í skimun. USA Today hefur eftir sérfræðingum að breytingarnar muni koma niður á smitrakningu og leiða til fleiri smitaðra. Alison Galvani, sérfræðingur hjá Yale háskólanum segir til að mynda að þessar breytingar muni drepa fólk. The CDC just revised their testing guidance to exclude people without symptoms. Our work on the silent spread underscores the importance of testing people who have been exposed to #COVID-19 regardless of symptoms. This change in policy will kill. https://t.co/5zMctSS4wD— Alison Galvani (@Alison_Galvani) August 26, 2020 Ekki hefur verið útskýrt af hverju þessi breyting var gerð. Heimildarmaður CNN segir CDC þó hafa orðið fyrir þrýstingi frá Hvíta húsinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að umfangsmikil skimun vegna Covid-19 láti Bandaríkin líta illa út. Það sé eina ástæða þess hve margir hafi smitast þar og hann hefur einnig sagt að hann hafi skipað sínu fólki að „hægja á skimuninni“. Ríkisstjórn Trump skipaði sjúkrahúsum í síðasta mánuði að hætta að senda tölur um sýkingar og skimun til CDC og senda upplýsingarnar þess í stað til einkafyrirtækis sem á að koma þeim til heilbrigðisráðuneytisins. Á þriðjudaginn hótaði ríkisstjórnin svo því að þau sjúkrahús sem fylgi ekki þessum nýju tilmælum missi aðgang sinn að opinberu fé, samkvæmt frétt New York Times.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira