Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Samúel Karl Ólason skrifar 26. ágúst 2020 16:19 Heilbrigðisstarfsmenn við skimun í Texas. AP/Eric Gay Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. Áður hafði stofnunin sagt að skima þyrfti slíka aðila, jafnvel þó viðkomandi sýndu ekki einkenni. Læknar og heilbrigðissérfræðingar hafa lýst yfir furðu á breytingunum og segja umrædda aðila nákvæmlega þá sem þurfi að skima til að koma böndum á faraldurinn sem hefur leikið Bandaríkin verr en nokkurt annað land í heiminum. Um 5,8 milljónir Bandaríkjamanna hafa smitast og tæplega 170 þúsund hafa dáið vegna Covid-19, svo vitað sé. CDC áætlar að um 40 prósent þeirra sem smitast af Covid-19 sýni ekki einkenni og að um helmingur smita eigi sér stað áður en smitberi sýni einkenni. Á vefsíðu CDC stóð áður að vegna þess að fólk án einkenna geti dreift Covid-19, sé mikilvægt að finna þau sem hafa verið í nánum samskiptum við sýkta aðila, svokölluð smitrakning, og kanna hvort þau séu veik. Vefnum var þó breytt á mánudaginn, samkvæmt frétt CNN, og stendur þar nú að ef einhver hafi verið í samskiptum við sýktan aðila í meira en fimmtán mínútur, en sýni ekki einkenni, þurfi viðkomandi ekki í skimun án þess að sá tilheyri viðkvæmum hópi eða heilbrigðisstarfsmenn leggi það til. Þeir sem sýni engin einkenni og hafi ekki verið í samskiptum við sýktan aðila þurfi ekki í skimun. Talsmaður Heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna sagði CNN að nýju við miðin myndu ekki koma niður á smitrakningu. Fólk eigi að leita til lækna varðandi það hvort það þurfi í skimun. USA Today hefur eftir sérfræðingum að breytingarnar muni koma niður á smitrakningu og leiða til fleiri smitaðra. Alison Galvani, sérfræðingur hjá Yale háskólanum segir til að mynda að þessar breytingar muni drepa fólk. The CDC just revised their testing guidance to exclude people without symptoms. Our work on the silent spread underscores the importance of testing people who have been exposed to #COVID-19 regardless of symptoms. This change in policy will kill. https://t.co/5zMctSS4wD— Alison Galvani (@Alison_Galvani) August 26, 2020 Ekki hefur verið útskýrt af hverju þessi breyting var gerð. Heimildarmaður CNN segir CDC þó hafa orðið fyrir þrýstingi frá Hvíta húsinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að umfangsmikil skimun vegna Covid-19 láti Bandaríkin líta illa út. Það sé eina ástæða þess hve margir hafi smitast þar og hann hefur einnig sagt að hann hafi skipað sínu fólki að „hægja á skimuninni“. Ríkisstjórn Trump skipaði sjúkrahúsum í síðasta mánuði að hætta að senda tölur um sýkingar og skimun til CDC og senda upplýsingarnar þess í stað til einkafyrirtækis sem á að koma þeim til heilbrigðisráðuneytisins. Á þriðjudaginn hótaði ríkisstjórnin svo því að þau sjúkrahús sem fylgi ekki þessum nýju tilmælum missi aðgang sinn að opinberu fé, samkvæmt frétt New York Times. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. Áður hafði stofnunin sagt að skima þyrfti slíka aðila, jafnvel þó viðkomandi sýndu ekki einkenni. Læknar og heilbrigðissérfræðingar hafa lýst yfir furðu á breytingunum og segja umrædda aðila nákvæmlega þá sem þurfi að skima til að koma böndum á faraldurinn sem hefur leikið Bandaríkin verr en nokkurt annað land í heiminum. Um 5,8 milljónir Bandaríkjamanna hafa smitast og tæplega 170 þúsund hafa dáið vegna Covid-19, svo vitað sé. CDC áætlar að um 40 prósent þeirra sem smitast af Covid-19 sýni ekki einkenni og að um helmingur smita eigi sér stað áður en smitberi sýni einkenni. Á vefsíðu CDC stóð áður að vegna þess að fólk án einkenna geti dreift Covid-19, sé mikilvægt að finna þau sem hafa verið í nánum samskiptum við sýkta aðila, svokölluð smitrakning, og kanna hvort þau séu veik. Vefnum var þó breytt á mánudaginn, samkvæmt frétt CNN, og stendur þar nú að ef einhver hafi verið í samskiptum við sýktan aðila í meira en fimmtán mínútur, en sýni ekki einkenni, þurfi viðkomandi ekki í skimun án þess að sá tilheyri viðkvæmum hópi eða heilbrigðisstarfsmenn leggi það til. Þeir sem sýni engin einkenni og hafi ekki verið í samskiptum við sýktan aðila þurfi ekki í skimun. Talsmaður Heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna sagði CNN að nýju við miðin myndu ekki koma niður á smitrakningu. Fólk eigi að leita til lækna varðandi það hvort það þurfi í skimun. USA Today hefur eftir sérfræðingum að breytingarnar muni koma niður á smitrakningu og leiða til fleiri smitaðra. Alison Galvani, sérfræðingur hjá Yale háskólanum segir til að mynda að þessar breytingar muni drepa fólk. The CDC just revised their testing guidance to exclude people without symptoms. Our work on the silent spread underscores the importance of testing people who have been exposed to #COVID-19 regardless of symptoms. This change in policy will kill. https://t.co/5zMctSS4wD— Alison Galvani (@Alison_Galvani) August 26, 2020 Ekki hefur verið útskýrt af hverju þessi breyting var gerð. Heimildarmaður CNN segir CDC þó hafa orðið fyrir þrýstingi frá Hvíta húsinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að umfangsmikil skimun vegna Covid-19 láti Bandaríkin líta illa út. Það sé eina ástæða þess hve margir hafi smitast þar og hann hefur einnig sagt að hann hafi skipað sínu fólki að „hægja á skimuninni“. Ríkisstjórn Trump skipaði sjúkrahúsum í síðasta mánuði að hætta að senda tölur um sýkingar og skimun til CDC og senda upplýsingarnar þess í stað til einkafyrirtækis sem á að koma þeim til heilbrigðisráðuneytisins. Á þriðjudaginn hótaði ríkisstjórnin svo því að þau sjúkrahús sem fylgi ekki þessum nýju tilmælum missi aðgang sinn að opinberu fé, samkvæmt frétt New York Times.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira