Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Samúel Karl Ólason skrifar 22. júní 2020 08:44 Donald Trump í Tulsa á laugardaginn. AP/Ian Maule Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. Það hafi hann gert til að draga úr staðfestum fjölda smita í Bandaríkjunum til að láta ástandið líta betur út. Þetta sagði Trump á laugardaginn, sama dag og átta ríki Bandaríkjanna tilkynntu metfjölda nýsmitaðra. Demókratar á þingi, heilbrigðisstarfsmenn og sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum af ummælum forsetans og segja það til marks um að hann hafi meiri áhyggjur af því hvernig hann sjálfur lítur út en því að berjast gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Nánar tiltekið þá sagði Trump að skimun væri tvíeggja sverð. Með umfangsmikilli skimun, fjölgaði opinberum smitum. „Svo ég sagði við fólkið mitt: Hægið á skimuninni,“ sagði Trump. Hvíta húsið sagði í kjölfarið að Trump hafi eingöngu verið að grínast, sem talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa oft sagt eftir að Trump hefur látið umdeild ummæli falla. Chad Wolf, starfandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, segði í gær að hann hefði ekki heyrt Trump skipa neinu að hægja á skimun. Að ummælin væru til marks um pirring Trump gagnvart fjölmiðlum. Í stað þess að fjalla um það hve mikill árangur hefði náðst í skimun fyrir Covid-19, fjölluðu fjölmiðlar ekki um neitt annað en það hve margir væru smitaðir í Bandaríkjunum. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum, sem heldur utan um opinberar tölur, hafa tæplega 2,3 milljónir Bandaríkjamanna smitast og tæplega 120 þúsund dáið. Trump sjálfur tísti þó um málið í nótt þar sem hann virtist standa á sínu. Umfangsmikil skimun væri ekki jákvæð því þá litu Bandaríkin svo illa út. Our Coronavirus testing is so much greater (25 million tests) and so much more advanced, that it makes us look like we have more cases, especially proportionally, than other countries. My message on that is very clear!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 22, 2020 Heimildarmenn Washington Post innan Hvíta hússins segja Trump ekki hafa skipað að hægja ætti á skimun fyrir Covid-19. Ummælin hjálpi þó alls ekki. Á sama tíma og smituðum fjölgar víða í Bandaríkjunum sé Hvíta húsið að reyna að sannfæra Bandaríkin um að barátta ríkisstjórnarinnar sé að skila miklum árangri. Mike Pence, varaforseti, hélt því til að mynda fram á dögunum að smituðum fækkaði hratt í Bandaríkjunum. Það er ekki rétt, þvert á móti. Smituðum fjölgar enn, þó dregið hafi úr þeirri fjölgun frá hápunkti faraldursins í Bandaríkjunum, og álag hefur aukist á sjúkrahúsum. Í grein sem hann skrifaði á vef Wall Street Journal í síðustu viku, sagði Pence að fjölmiðlar væru að reyna að ala á ótta Bandaríkjamanna og önnur bylgja faraldursins væri ekki að ganga yfir landið. Það er að vissu leyti rétt hjá Pence. Sérfræðingar eru sammála því að önnur bylgja smita sé ekki að ganga yfir Bandaríkin. Landið sé enn að eiga við fyrstu bylgjuna. „Þegar þú hefur rúmlega tuttugu þúsund smit á degi hverjum, hvernig getur þú þá talað um aðra bylgju?" sagði Anthony Fauci. yfirmaður smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, um ummæli Pence. „Við erum í fyrstu bylgjunni. Komum okkur úr henni áður en við förum að tala um aðra bylgju.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nýtt met slegið í faraldrinum: Aldrei fleiri smit greinst á sólarhring Í dag var met slegið í fjöldi nýgreindra kórónuveirusmita í heiminum samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO. 21. júní 2020 22:21 Fyrsti fjöldafundur Trump síðan að faraldurinn hófst Fyrsti fjöldafundur Donald Trump frá því í mars er hafinn í borginni Tulsa í Oklahoma. Heilbrigðisyfirvöld í Oklahomaríki hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að fundurinn væri haldinn þar sem að tilfellum kórónuveirunnar fjölgar enn hratt í ríkinu. 20. júní 2020 23:54 Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans á Fox og víðar vinna nú hörðum höndum að því að endurskrifa söguna og halda því fram að þeir hafi ávallt tekið Covid-19 heimsfaraldrinum alvarlega. 18. mars 2020 15:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. Það hafi hann gert til að draga úr staðfestum fjölda smita í Bandaríkjunum til að láta ástandið líta betur út. Þetta sagði Trump á laugardaginn, sama dag og átta ríki Bandaríkjanna tilkynntu metfjölda nýsmitaðra. Demókratar á þingi, heilbrigðisstarfsmenn og sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum af ummælum forsetans og segja það til marks um að hann hafi meiri áhyggjur af því hvernig hann sjálfur lítur út en því að berjast gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Nánar tiltekið þá sagði Trump að skimun væri tvíeggja sverð. Með umfangsmikilli skimun, fjölgaði opinberum smitum. „Svo ég sagði við fólkið mitt: Hægið á skimuninni,“ sagði Trump. Hvíta húsið sagði í kjölfarið að Trump hafi eingöngu verið að grínast, sem talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa oft sagt eftir að Trump hefur látið umdeild ummæli falla. Chad Wolf, starfandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, segði í gær að hann hefði ekki heyrt Trump skipa neinu að hægja á skimun. Að ummælin væru til marks um pirring Trump gagnvart fjölmiðlum. Í stað þess að fjalla um það hve mikill árangur hefði náðst í skimun fyrir Covid-19, fjölluðu fjölmiðlar ekki um neitt annað en það hve margir væru smitaðir í Bandaríkjunum. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum, sem heldur utan um opinberar tölur, hafa tæplega 2,3 milljónir Bandaríkjamanna smitast og tæplega 120 þúsund dáið. Trump sjálfur tísti þó um málið í nótt þar sem hann virtist standa á sínu. Umfangsmikil skimun væri ekki jákvæð því þá litu Bandaríkin svo illa út. Our Coronavirus testing is so much greater (25 million tests) and so much more advanced, that it makes us look like we have more cases, especially proportionally, than other countries. My message on that is very clear!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 22, 2020 Heimildarmenn Washington Post innan Hvíta hússins segja Trump ekki hafa skipað að hægja ætti á skimun fyrir Covid-19. Ummælin hjálpi þó alls ekki. Á sama tíma og smituðum fjölgar víða í Bandaríkjunum sé Hvíta húsið að reyna að sannfæra Bandaríkin um að barátta ríkisstjórnarinnar sé að skila miklum árangri. Mike Pence, varaforseti, hélt því til að mynda fram á dögunum að smituðum fækkaði hratt í Bandaríkjunum. Það er ekki rétt, þvert á móti. Smituðum fjölgar enn, þó dregið hafi úr þeirri fjölgun frá hápunkti faraldursins í Bandaríkjunum, og álag hefur aukist á sjúkrahúsum. Í grein sem hann skrifaði á vef Wall Street Journal í síðustu viku, sagði Pence að fjölmiðlar væru að reyna að ala á ótta Bandaríkjamanna og önnur bylgja faraldursins væri ekki að ganga yfir landið. Það er að vissu leyti rétt hjá Pence. Sérfræðingar eru sammála því að önnur bylgja smita sé ekki að ganga yfir Bandaríkin. Landið sé enn að eiga við fyrstu bylgjuna. „Þegar þú hefur rúmlega tuttugu þúsund smit á degi hverjum, hvernig getur þú þá talað um aðra bylgju?" sagði Anthony Fauci. yfirmaður smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, um ummæli Pence. „Við erum í fyrstu bylgjunni. Komum okkur úr henni áður en við förum að tala um aðra bylgju.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nýtt met slegið í faraldrinum: Aldrei fleiri smit greinst á sólarhring Í dag var met slegið í fjöldi nýgreindra kórónuveirusmita í heiminum samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO. 21. júní 2020 22:21 Fyrsti fjöldafundur Trump síðan að faraldurinn hófst Fyrsti fjöldafundur Donald Trump frá því í mars er hafinn í borginni Tulsa í Oklahoma. Heilbrigðisyfirvöld í Oklahomaríki hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að fundurinn væri haldinn þar sem að tilfellum kórónuveirunnar fjölgar enn hratt í ríkinu. 20. júní 2020 23:54 Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans á Fox og víðar vinna nú hörðum höndum að því að endurskrifa söguna og halda því fram að þeir hafi ávallt tekið Covid-19 heimsfaraldrinum alvarlega. 18. mars 2020 15:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Nýtt met slegið í faraldrinum: Aldrei fleiri smit greinst á sólarhring Í dag var met slegið í fjöldi nýgreindra kórónuveirusmita í heiminum samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO. 21. júní 2020 22:21
Fyrsti fjöldafundur Trump síðan að faraldurinn hófst Fyrsti fjöldafundur Donald Trump frá því í mars er hafinn í borginni Tulsa í Oklahoma. Heilbrigðisyfirvöld í Oklahomaríki hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að fundurinn væri haldinn þar sem að tilfellum kórónuveirunnar fjölgar enn hratt í ríkinu. 20. júní 2020 23:54
Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33
Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans á Fox og víðar vinna nú hörðum höndum að því að endurskrifa söguna og halda því fram að þeir hafi ávallt tekið Covid-19 heimsfaraldrinum alvarlega. 18. mars 2020 15:00