Vill að lögregla viðurkenni mistök í Euromarket-málinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2020 21:24 Þórður Magnússon telur að á sér hafi verið brotið. „Þarna var fólk rifið upp um miðja nótt og handjárnað á gólfinu fyrir framan börnin sín“ segir Þórður Magnússon sem dreginn var inn í Euromarket málið svokallaða sem lögregla hefur haft til rannsóknar og er sagt snúa að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi. Þórður segir málið allt með miklum ólíkindum og lykta af klaufalegum vinnubrögðum lögreglu. Þórður fór yfir sína hlið á málinu í viðtali við Frosta Logason í Íslandi í dag í kvöld og vill hann að lögregla viðurkenni að hún hafi gert mistök við rannsókn málsins, helst með því að halda blaðamannafund. Þórður hefur haft réttarstöðu sakbornings í málinu en hann hefur um árabil verið í margskonar fyrirtækjarekstri og rekur meðal annars fyrirtækið Djúpaklett sem sérhæfir sig í löndun og fiskumsýslu á Grundarfirði. Þórður hefur lýst yfir fullkomnu sakleysi í málinu og fullyrðir að komið hafi á daginn að yfirlýsingar lögreglu hafi í megin atriðum verið rangar og málið í raun hvorki verið fugl né fiskur miðað við það sem yfirvöld hafi greint frá á blaðamannafundi lögreglu sem haldinn var þann 18. desember 2017. Fréttatilkynning Europol um málið frá sama degi og blaðamannafundurinn var haldinn. Þar var greint frá rannsókn lögreglu og tollayfirvalda á því sem átti að vera umfangsmikil alþjóðleg glæpastarfsemi sem teygði anga sína hingað til lands, Póllands og Hollands. Á fundinum sem haldin var í samvinnu við Europol og Eurojust var greint frá því að yfirvöld hér á landi hefðu meðal annars lagt hald á MDMA duft og amfetamínbasa sem hægt væri að framleiða úr allt að 80 kíló af amfetamíni. Þá hafði verið farið í húsleitir á 30 stöðum, og lagt hald á fasteignir, bíla, fjármuni í bönkum og hluti í fyrirtækjum, talið að virði allt að 200 milljónum íslenskra króna. Málið fékk snemma heitið Euromarket málið en verslunarfyrirtækið Market ehf sem rekur pólskar smávöruverslanir hér á landi lá þá undir grun um að vera hluti af alþjóðlegum glæpahring sem lögreglan taldi sig vera að rannsaka. Viðtalið við Þórð þar sem hann fer yfir sína hlið málsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Peningaþvætti í Euro Market Lögreglumál Lögreglan Ísland í dag Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
„Þarna var fólk rifið upp um miðja nótt og handjárnað á gólfinu fyrir framan börnin sín“ segir Þórður Magnússon sem dreginn var inn í Euromarket málið svokallaða sem lögregla hefur haft til rannsóknar og er sagt snúa að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi. Þórður segir málið allt með miklum ólíkindum og lykta af klaufalegum vinnubrögðum lögreglu. Þórður fór yfir sína hlið á málinu í viðtali við Frosta Logason í Íslandi í dag í kvöld og vill hann að lögregla viðurkenni að hún hafi gert mistök við rannsókn málsins, helst með því að halda blaðamannafund. Þórður hefur haft réttarstöðu sakbornings í málinu en hann hefur um árabil verið í margskonar fyrirtækjarekstri og rekur meðal annars fyrirtækið Djúpaklett sem sérhæfir sig í löndun og fiskumsýslu á Grundarfirði. Þórður hefur lýst yfir fullkomnu sakleysi í málinu og fullyrðir að komið hafi á daginn að yfirlýsingar lögreglu hafi í megin atriðum verið rangar og málið í raun hvorki verið fugl né fiskur miðað við það sem yfirvöld hafi greint frá á blaðamannafundi lögreglu sem haldinn var þann 18. desember 2017. Fréttatilkynning Europol um málið frá sama degi og blaðamannafundurinn var haldinn. Þar var greint frá rannsókn lögreglu og tollayfirvalda á því sem átti að vera umfangsmikil alþjóðleg glæpastarfsemi sem teygði anga sína hingað til lands, Póllands og Hollands. Á fundinum sem haldin var í samvinnu við Europol og Eurojust var greint frá því að yfirvöld hér á landi hefðu meðal annars lagt hald á MDMA duft og amfetamínbasa sem hægt væri að framleiða úr allt að 80 kíló af amfetamíni. Þá hafði verið farið í húsleitir á 30 stöðum, og lagt hald á fasteignir, bíla, fjármuni í bönkum og hluti í fyrirtækjum, talið að virði allt að 200 milljónum íslenskra króna. Málið fékk snemma heitið Euromarket málið en verslunarfyrirtækið Market ehf sem rekur pólskar smávöruverslanir hér á landi lá þá undir grun um að vera hluti af alþjóðlegum glæpahring sem lögreglan taldi sig vera að rannsaka. Viðtalið við Þórð þar sem hann fer yfir sína hlið málsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Peningaþvætti í Euro Market Lögreglumál Lögreglan Ísland í dag Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira