Þúsundum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í Karíbahafinu og í Suðurríkjum Bandaríkjanna vegna tveggja storma sem gengu yfir Karíbahaf um helgina.
Annars vegar er um að ræða fellibylinn Marco og hins vegar hitabeltisstorminn Láru sem hafa skilið eftir sig slóð eyðileggingar á Haítí, Kúbu og í Dóminíska Lýðveldinu.
Miklar rigningar hafa einnig skollið á Púertó Ríkó af þeirra völdum. Búist er við að Marco nái að ströndum Louisiana í Bandaríkjunum síðar í dag og að Lára skelli á Texas á fimmtudaginn kemur.
Þó gæti farið svo að Lára sæki í sig veðrið, nái styrk fellibyls og breyti um stefnu og skelli líka á Louisiana. Það yrði þá í fyrsta sinn í skráðri sögu sem tveir fellibyljir skelli á ríkinu á sama tíma.
Trump forseti hefur lýst yfir neyðarástandi í Louisiana og sama gerði hann fyrir Púertó Ríkó á laugardag.