Boltastrákur á fræga 4-0 sigrinum á móti Barca spilaði fyrir Liverpool liðið um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 09:00 Billy Koumetio nýtur þess að fá að æfa með aðalliði Liverpool í æfingaferðinni í Austurríki. Getty/ John Powell 4-0 sigur Liverpool á Barcelona í Meistaradeildinni 2019 er enn í fersku minni hjá flestum fótboltaáhugamönnum enda ein ótrúlegasta endurkoma liðs í svo stórum leik frá upphafi. Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 í undanúrslitum keppninnar en Liverpool steig upp frá dauðum með ótrúlegri frammistöðu í seinni leiknum á Anfield, vann 4-0 og fór svo alla leið og tryggði sér sigur í Meistaradeildinni. En af hverju að rifja upp þennan sögulega sigur núna þegar nýtt tímabil er að hefjast? Jú ástæðan er strákur að nafni Billy Koumetio. Billy Koumetio steig nefnilega fyrstu sporin sín með aðalliði Liverpool í 3-0 sigri á Stuttgart í æfingarleik í Þýskalandi um helgina. Sami Billy var nefnilega boltastrákur á þessum fræga leik á Anfield 7. maí 2019. Six foot three inches Ball boy for Liverpool 4-0 Barcelona Klopp: 'He's a big talent' Fans are excited after Billy Koumetio made his first appearance for the senior team on Saturday https://t.co/YWM013IOl5— SPORTbible (@sportbible) August 23, 2020 Billy Koumetio er aðeins sautján ára gamall og hann spilaði síðustu tuttugu mínútur leiksins og stóð sig vel. Koumetio kom inn í miðvarðarstöðuna og vakti athygli fyrir bæði góða hæð og góða tækni. Það er ástæða fyrir stuðningsmenn Liverpool að vera áhugasama um þennan efnilega leikmann. Billy Koumetio er 190 sentímetrar á hæð og spilar vinstra megin í vörninni. Liverpool fólk á samfélagsmiðlum var strax byrjað að tala um hann sem framtíðarmann við hlið Virgil van Dijk í miðri vörn liðsins. Billy Koumetio fær góð ráð frá Jürgen Klopp áður en hann kemur inn á móti VfB Stuttgart.Getty/John Powell/ Billy Koumetio kom til Liverpool árið 2018 eftir að hafa staðið sig vel í prufu. Jürgen Klopp ákvað að gefa honum smá þef af aðalliðinu núna og þýski knattspyrnustjórinn segir að strákurinn líti meira út eins og fullorðinn maður en táningur. „Billy the kid,“ grínaðist Jürgen Klopp með við blaðamann Daily Mirror. „Hann lítur samt ekki út eins og krakki. Ef þú spyrð mig, þá er andlitið hans eins og á krakka en restin er vara, vá,“ sagði Klopp. „Já hann er mikið efni,“ sagði Jürgen Klopp. Billy Koumetio er samt ekki að koma inn í liðið alveg strax en hann er að minnsta kosti farinn að banka aðeins á dyrnar. Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
4-0 sigur Liverpool á Barcelona í Meistaradeildinni 2019 er enn í fersku minni hjá flestum fótboltaáhugamönnum enda ein ótrúlegasta endurkoma liðs í svo stórum leik frá upphafi. Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 í undanúrslitum keppninnar en Liverpool steig upp frá dauðum með ótrúlegri frammistöðu í seinni leiknum á Anfield, vann 4-0 og fór svo alla leið og tryggði sér sigur í Meistaradeildinni. En af hverju að rifja upp þennan sögulega sigur núna þegar nýtt tímabil er að hefjast? Jú ástæðan er strákur að nafni Billy Koumetio. Billy Koumetio steig nefnilega fyrstu sporin sín með aðalliði Liverpool í 3-0 sigri á Stuttgart í æfingarleik í Þýskalandi um helgina. Sami Billy var nefnilega boltastrákur á þessum fræga leik á Anfield 7. maí 2019. Six foot three inches Ball boy for Liverpool 4-0 Barcelona Klopp: 'He's a big talent' Fans are excited after Billy Koumetio made his first appearance for the senior team on Saturday https://t.co/YWM013IOl5— SPORTbible (@sportbible) August 23, 2020 Billy Koumetio er aðeins sautján ára gamall og hann spilaði síðustu tuttugu mínútur leiksins og stóð sig vel. Koumetio kom inn í miðvarðarstöðuna og vakti athygli fyrir bæði góða hæð og góða tækni. Það er ástæða fyrir stuðningsmenn Liverpool að vera áhugasama um þennan efnilega leikmann. Billy Koumetio er 190 sentímetrar á hæð og spilar vinstra megin í vörninni. Liverpool fólk á samfélagsmiðlum var strax byrjað að tala um hann sem framtíðarmann við hlið Virgil van Dijk í miðri vörn liðsins. Billy Koumetio fær góð ráð frá Jürgen Klopp áður en hann kemur inn á móti VfB Stuttgart.Getty/John Powell/ Billy Koumetio kom til Liverpool árið 2018 eftir að hafa staðið sig vel í prufu. Jürgen Klopp ákvað að gefa honum smá þef af aðalliðinu núna og þýski knattspyrnustjórinn segir að strákurinn líti meira út eins og fullorðinn maður en táningur. „Billy the kid,“ grínaðist Jürgen Klopp með við blaðamann Daily Mirror. „Hann lítur samt ekki út eins og krakki. Ef þú spyrð mig, þá er andlitið hans eins og á krakka en restin er vara, vá,“ sagði Klopp. „Já hann er mikið efni,“ sagði Jürgen Klopp. Billy Koumetio er samt ekki að koma inn í liðið alveg strax en hann er að minnsta kosti farinn að banka aðeins á dyrnar.
Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira