Mikill munur á reynslu félaganna þegar kemur að úrslitum Meistaradeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2020 14:15 Manuel Neuer, markvörður Bayern, þekkir það að vinna Meistaradeild Evrópu. Corbis/Getty Images Í kvöld fara úrslit Meistaradeildar Evrópu fram. Upphitun hefst klukkan 18.15 á Stöð 2 Sport 2 en leikurinn er í opinni dagskrá. Þar mætast Þýskalandsmeistarar Bayern München og olíuveldið Paris Saint-Germain. Franska liðið er nánast aðeins til í núverandi mynd til að vinna Meistaradeildina. Liðið hefur þó aldrei verið jafn nálægt því en það er komið í úrslit í fyrsta skipti. Að því sögðu eru Bæjarar töluvert vanari en þeir hafa unnið keppnina fimm sinnum. Að því sögðu þá hafa Þýskalandsmeistararnir komist tíu sinnum í úrslit svo þeir eiga það til að misstíga sig þegar komið er í úrslit. Þeir hafa þó spilað hraðmót Meistaradeildarinnar nánast upp á 10. Þeir voru 3-0 yfir gegn Chelsea þegar síðari leikur liðanna fór fram í Lissabon í Portúgal. Þar unnu þeir 4-1 sigur og einvígið því samtals 7-1. Þeir gerðu gott betur og pökkuðu Lionel Messi og vinum í Barcelona saman 8-2 í aðeins einum leik. Í undanúrslitum lögðu þeir svo Lyon 3-0 og nú er komið að PSG. Í morgun fórum við yfir það sem gæti skipt sköpum í leik kvöldsins. Það væri þó aldrei nema Eric Maxim Choupo-Moting myndi tryggja Parísar-liðinu sinn fyrsta Meistaradeildartitil en félagið væri ekki hér ef hann hefði ekki skorað dramatískt sigurmark í uppbótartíma gegn Atalanta í 8-liða úrslitum. Alls hefur Bayern komist fjórum sinnum í úrslit Meistaradeildarinnar á þessari öld. Þeir hafa unnið tvisvar, Valencia eftir vítaspyrnukeppni árið 2001 og Borussia Dortmund árið 2013 og tvívegis hafa þeir tapað, gegn Inter Milan árið 2010 og Chelsea árið 2012. Aðeins eitt franskt lið hefur leikið til úrslita á þessari öld en Monaco tapaði 3-0 fyrir Porto árið 2004. Það ætti þó að gefa PSG von að Bayern virðist vinna og tapa til skiptis. Nú er því komið að tapleik. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Sjá meira
Í kvöld fara úrslit Meistaradeildar Evrópu fram. Upphitun hefst klukkan 18.15 á Stöð 2 Sport 2 en leikurinn er í opinni dagskrá. Þar mætast Þýskalandsmeistarar Bayern München og olíuveldið Paris Saint-Germain. Franska liðið er nánast aðeins til í núverandi mynd til að vinna Meistaradeildina. Liðið hefur þó aldrei verið jafn nálægt því en það er komið í úrslit í fyrsta skipti. Að því sögðu eru Bæjarar töluvert vanari en þeir hafa unnið keppnina fimm sinnum. Að því sögðu þá hafa Þýskalandsmeistararnir komist tíu sinnum í úrslit svo þeir eiga það til að misstíga sig þegar komið er í úrslit. Þeir hafa þó spilað hraðmót Meistaradeildarinnar nánast upp á 10. Þeir voru 3-0 yfir gegn Chelsea þegar síðari leikur liðanna fór fram í Lissabon í Portúgal. Þar unnu þeir 4-1 sigur og einvígið því samtals 7-1. Þeir gerðu gott betur og pökkuðu Lionel Messi og vinum í Barcelona saman 8-2 í aðeins einum leik. Í undanúrslitum lögðu þeir svo Lyon 3-0 og nú er komið að PSG. Í morgun fórum við yfir það sem gæti skipt sköpum í leik kvöldsins. Það væri þó aldrei nema Eric Maxim Choupo-Moting myndi tryggja Parísar-liðinu sinn fyrsta Meistaradeildartitil en félagið væri ekki hér ef hann hefði ekki skorað dramatískt sigurmark í uppbótartíma gegn Atalanta í 8-liða úrslitum. Alls hefur Bayern komist fjórum sinnum í úrslit Meistaradeildarinnar á þessari öld. Þeir hafa unnið tvisvar, Valencia eftir vítaspyrnukeppni árið 2001 og Borussia Dortmund árið 2013 og tvívegis hafa þeir tapað, gegn Inter Milan árið 2010 og Chelsea árið 2012. Aðeins eitt franskt lið hefur leikið til úrslita á þessari öld en Monaco tapaði 3-0 fyrir Porto árið 2004. Það ætti þó að gefa PSG von að Bayern virðist vinna og tapa til skiptis. Nú er því komið að tapleik.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Sjá meira