Mikill munur á reynslu félaganna þegar kemur að úrslitum Meistaradeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2020 14:15 Manuel Neuer, markvörður Bayern, þekkir það að vinna Meistaradeild Evrópu. Corbis/Getty Images Í kvöld fara úrslit Meistaradeildar Evrópu fram. Upphitun hefst klukkan 18.15 á Stöð 2 Sport 2 en leikurinn er í opinni dagskrá. Þar mætast Þýskalandsmeistarar Bayern München og olíuveldið Paris Saint-Germain. Franska liðið er nánast aðeins til í núverandi mynd til að vinna Meistaradeildina. Liðið hefur þó aldrei verið jafn nálægt því en það er komið í úrslit í fyrsta skipti. Að því sögðu eru Bæjarar töluvert vanari en þeir hafa unnið keppnina fimm sinnum. Að því sögðu þá hafa Þýskalandsmeistararnir komist tíu sinnum í úrslit svo þeir eiga það til að misstíga sig þegar komið er í úrslit. Þeir hafa þó spilað hraðmót Meistaradeildarinnar nánast upp á 10. Þeir voru 3-0 yfir gegn Chelsea þegar síðari leikur liðanna fór fram í Lissabon í Portúgal. Þar unnu þeir 4-1 sigur og einvígið því samtals 7-1. Þeir gerðu gott betur og pökkuðu Lionel Messi og vinum í Barcelona saman 8-2 í aðeins einum leik. Í undanúrslitum lögðu þeir svo Lyon 3-0 og nú er komið að PSG. Í morgun fórum við yfir það sem gæti skipt sköpum í leik kvöldsins. Það væri þó aldrei nema Eric Maxim Choupo-Moting myndi tryggja Parísar-liðinu sinn fyrsta Meistaradeildartitil en félagið væri ekki hér ef hann hefði ekki skorað dramatískt sigurmark í uppbótartíma gegn Atalanta í 8-liða úrslitum. Alls hefur Bayern komist fjórum sinnum í úrslit Meistaradeildarinnar á þessari öld. Þeir hafa unnið tvisvar, Valencia eftir vítaspyrnukeppni árið 2001 og Borussia Dortmund árið 2013 og tvívegis hafa þeir tapað, gegn Inter Milan árið 2010 og Chelsea árið 2012. Aðeins eitt franskt lið hefur leikið til úrslita á þessari öld en Monaco tapaði 3-0 fyrir Porto árið 2004. Það ætti þó að gefa PSG von að Bayern virðist vinna og tapa til skiptis. Nú er því komið að tapleik. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Sjá meira
Í kvöld fara úrslit Meistaradeildar Evrópu fram. Upphitun hefst klukkan 18.15 á Stöð 2 Sport 2 en leikurinn er í opinni dagskrá. Þar mætast Þýskalandsmeistarar Bayern München og olíuveldið Paris Saint-Germain. Franska liðið er nánast aðeins til í núverandi mynd til að vinna Meistaradeildina. Liðið hefur þó aldrei verið jafn nálægt því en það er komið í úrslit í fyrsta skipti. Að því sögðu eru Bæjarar töluvert vanari en þeir hafa unnið keppnina fimm sinnum. Að því sögðu þá hafa Þýskalandsmeistararnir komist tíu sinnum í úrslit svo þeir eiga það til að misstíga sig þegar komið er í úrslit. Þeir hafa þó spilað hraðmót Meistaradeildarinnar nánast upp á 10. Þeir voru 3-0 yfir gegn Chelsea þegar síðari leikur liðanna fór fram í Lissabon í Portúgal. Þar unnu þeir 4-1 sigur og einvígið því samtals 7-1. Þeir gerðu gott betur og pökkuðu Lionel Messi og vinum í Barcelona saman 8-2 í aðeins einum leik. Í undanúrslitum lögðu þeir svo Lyon 3-0 og nú er komið að PSG. Í morgun fórum við yfir það sem gæti skipt sköpum í leik kvöldsins. Það væri þó aldrei nema Eric Maxim Choupo-Moting myndi tryggja Parísar-liðinu sinn fyrsta Meistaradeildartitil en félagið væri ekki hér ef hann hefði ekki skorað dramatískt sigurmark í uppbótartíma gegn Atalanta í 8-liða úrslitum. Alls hefur Bayern komist fjórum sinnum í úrslit Meistaradeildarinnar á þessari öld. Þeir hafa unnið tvisvar, Valencia eftir vítaspyrnukeppni árið 2001 og Borussia Dortmund árið 2013 og tvívegis hafa þeir tapað, gegn Inter Milan árið 2010 og Chelsea árið 2012. Aðeins eitt franskt lið hefur leikið til úrslita á þessari öld en Monaco tapaði 3-0 fyrir Porto árið 2004. Það ætti þó að gefa PSG von að Bayern virðist vinna og tapa til skiptis. Nú er því komið að tapleik.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Sjá meira