Mikill munur á reynslu félaganna þegar kemur að úrslitum Meistaradeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2020 14:15 Manuel Neuer, markvörður Bayern, þekkir það að vinna Meistaradeild Evrópu. Corbis/Getty Images Í kvöld fara úrslit Meistaradeildar Evrópu fram. Upphitun hefst klukkan 18.15 á Stöð 2 Sport 2 en leikurinn er í opinni dagskrá. Þar mætast Þýskalandsmeistarar Bayern München og olíuveldið Paris Saint-Germain. Franska liðið er nánast aðeins til í núverandi mynd til að vinna Meistaradeildina. Liðið hefur þó aldrei verið jafn nálægt því en það er komið í úrslit í fyrsta skipti. Að því sögðu eru Bæjarar töluvert vanari en þeir hafa unnið keppnina fimm sinnum. Að því sögðu þá hafa Þýskalandsmeistararnir komist tíu sinnum í úrslit svo þeir eiga það til að misstíga sig þegar komið er í úrslit. Þeir hafa þó spilað hraðmót Meistaradeildarinnar nánast upp á 10. Þeir voru 3-0 yfir gegn Chelsea þegar síðari leikur liðanna fór fram í Lissabon í Portúgal. Þar unnu þeir 4-1 sigur og einvígið því samtals 7-1. Þeir gerðu gott betur og pökkuðu Lionel Messi og vinum í Barcelona saman 8-2 í aðeins einum leik. Í undanúrslitum lögðu þeir svo Lyon 3-0 og nú er komið að PSG. Í morgun fórum við yfir það sem gæti skipt sköpum í leik kvöldsins. Það væri þó aldrei nema Eric Maxim Choupo-Moting myndi tryggja Parísar-liðinu sinn fyrsta Meistaradeildartitil en félagið væri ekki hér ef hann hefði ekki skorað dramatískt sigurmark í uppbótartíma gegn Atalanta í 8-liða úrslitum. Alls hefur Bayern komist fjórum sinnum í úrslit Meistaradeildarinnar á þessari öld. Þeir hafa unnið tvisvar, Valencia eftir vítaspyrnukeppni árið 2001 og Borussia Dortmund árið 2013 og tvívegis hafa þeir tapað, gegn Inter Milan árið 2010 og Chelsea árið 2012. Aðeins eitt franskt lið hefur leikið til úrslita á þessari öld en Monaco tapaði 3-0 fyrir Porto árið 2004. Það ætti þó að gefa PSG von að Bayern virðist vinna og tapa til skiptis. Nú er því komið að tapleik. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Sjá meira
Í kvöld fara úrslit Meistaradeildar Evrópu fram. Upphitun hefst klukkan 18.15 á Stöð 2 Sport 2 en leikurinn er í opinni dagskrá. Þar mætast Þýskalandsmeistarar Bayern München og olíuveldið Paris Saint-Germain. Franska liðið er nánast aðeins til í núverandi mynd til að vinna Meistaradeildina. Liðið hefur þó aldrei verið jafn nálægt því en það er komið í úrslit í fyrsta skipti. Að því sögðu eru Bæjarar töluvert vanari en þeir hafa unnið keppnina fimm sinnum. Að því sögðu þá hafa Þýskalandsmeistararnir komist tíu sinnum í úrslit svo þeir eiga það til að misstíga sig þegar komið er í úrslit. Þeir hafa þó spilað hraðmót Meistaradeildarinnar nánast upp á 10. Þeir voru 3-0 yfir gegn Chelsea þegar síðari leikur liðanna fór fram í Lissabon í Portúgal. Þar unnu þeir 4-1 sigur og einvígið því samtals 7-1. Þeir gerðu gott betur og pökkuðu Lionel Messi og vinum í Barcelona saman 8-2 í aðeins einum leik. Í undanúrslitum lögðu þeir svo Lyon 3-0 og nú er komið að PSG. Í morgun fórum við yfir það sem gæti skipt sköpum í leik kvöldsins. Það væri þó aldrei nema Eric Maxim Choupo-Moting myndi tryggja Parísar-liðinu sinn fyrsta Meistaradeildartitil en félagið væri ekki hér ef hann hefði ekki skorað dramatískt sigurmark í uppbótartíma gegn Atalanta í 8-liða úrslitum. Alls hefur Bayern komist fjórum sinnum í úrslit Meistaradeildarinnar á þessari öld. Þeir hafa unnið tvisvar, Valencia eftir vítaspyrnukeppni árið 2001 og Borussia Dortmund árið 2013 og tvívegis hafa þeir tapað, gegn Inter Milan árið 2010 og Chelsea árið 2012. Aðeins eitt franskt lið hefur leikið til úrslita á þessari öld en Monaco tapaði 3-0 fyrir Porto árið 2004. Það ætti þó að gefa PSG von að Bayern virðist vinna og tapa til skiptis. Nú er því komið að tapleik.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Sjá meira