Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar: Leifturhraði Mbappé, há varnarlína Bayern og allt hitt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2020 08:00 RB Leipzig v Paris Saint-Germain F.C - UEFA Champions League Semi Final LISBON, PORTUGAL - AUGUST 18: Kylian Mbappe of Paris Saint-Germain celebrates victory after the UEFA Champions League Semi Final match between RB Leipzig and Paris Saint-Germain F.C at Estadio do Sport Lisboa e Benfica on August 18, 2020 in Lisbon, Portugal. (Photo by Michael Regan - UEFA/UEFA via Getty Images) Klukkan 18:15 í dag hefst upphitun fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Til að toppa þetta skrýtna tímabil þá hefur Meistaradeildin verið spiluð líkt og stórmót landsliða eru venjulega. Leikurinn milli franska olíuveldisins Paris Saint-Germain og Þýskalandsmeistara Bayern München hefst svo klukkan 19:00. Reikna má með frábærum leik en vart þarf að kynna leikmenn liðanna fyrir lesendum. Michael Cox hjá vefmiðlinum The Athletic hitaði upp fyrir leikinn nýverið. Telur Cox að há varnarlína Bayern gæti verið ástæða þess að sigurinn lendi öðru hvoru megin. Kylian Mbappé, framherji PSG og franska landsliðsins, er töluvert fljótari en hinn hefðbundni maður og hlakkar í honum að spila gegn Bayern ef þeir halda sig við háu varnarlínu sína. Frá því Meistaradeildin fór af stað í Lissabon í Portúgal – þar sem allir leikir síðan í 8-liða úrslitum hafa farið fram – þá hefur einstaklega há og aggressíf varnarlína Bayern vakið athygli. Hún hefur gengið upp – að mestu – þökk sé hinum síunga Manuel Neuer, markverði liðsins. Sá umturnaði markvarðarstöðunni á sínum tíma og spilar oftar en ekki meira sem sweeper heldur en markvörður. Neuer er hins vegar orðinn 34 ára gamall og hefur ekki þurft að glíma við framherja með sama hraða og Kylian Mbappé áður. Hér má sjá skjáskot af hárri varnarlínu Bayern gegn Barcelona.The Athletic/Michael Cox Bayern spilar með mjög lítið bil á milli fremsta og aftasta varnarmanns eins og sjá má á myndinni. Eitthvað sem Börsungar náðu alls ekki að nýta sér í 8-2 tapinu gegn Bæjurum en eflaust má reikna með að Mbappé geri meiri usla heldur en Luis Suarez. Þýskalandsmeistararnir lenti í smá vandræðum með Lyon í upphafi leiks er liðin mættust í undanúrslitum og á öðrum degi hefði Memphis Depay eða Karl Toko Ekambi mögulega refsað. Hvort PSG verði jafn góðhjarta og landar þeirra í Lyon á eftir að koma í ljós. Bayern hafa spilað svona ofarlega á vellinum síðan Hansli Flick tók við af Niko Kovač þann 3. nóvember síðastliðinn. Hefur þetta kostað liðið í einstaka leikjum en mest megnis gengið upp. Stóra spurningin er hvort Flick fórni þessari taktík einfaldlega vegna þess gífurlega hraða sem PSG-liðið býr yfir, þá aðallega títtnefndur Mbappé. Hins vegar gæti Flick viljað halda sig við það leikplan sem hefur virkað fyrir Bayern og því verið hræddur að breyta uppleggi þeirra. Cox tekur töluvert fleiri dæmi í grein sinni fyrir áhugasama. Will Bayern keep using their incredibly aggressive defensive line against Mbappe? https://t.co/Kp43m1C5HF— Michael Cox (@Zonal_Marking) August 21, 2020 PSG þarf þó einnig að hafa áhyggjur af sóknarleik andstæðinganna en Bayern skoraði jú átta mörk gegn Lionel Messi og félögum. Þeir skoruðu síðan þrjú gegn Lyon eftir brösuga byrjun. Þeirra helsta ógn er pólski framherjinn Robert Lewandowski sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera fara lyfta Gullknettinum [Ballon d‘Or verðlaununum]. En sökum kórónufaraldursins var hætt við að gefa verðlaunin í ár. Lewandowski er alltaf líklegur til að skora enda búinn að skora hvorki meira né minna en 15 mörk í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Þá skoraði hann 34 mörk í þýsku úrvalsdeildinni, ái aðeins 31 leik. Varnarlína PSG þarf að hafa góðar gætur á þessum tveimur í kvöld.Michael Sohn/Pool via Getty Images Serge Gnabry virðist svo hafa fundið gömlu skóna hans Arjen Robben en Gnabry hefur verið stórkostlegur í þessu hlutverki hægri vængmanns sem fær að sækja inn á völlinn og lúðra knettinum á markið. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu hefst klukkan 19:00 og er sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Sjá meira
Klukkan 18:15 í dag hefst upphitun fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Til að toppa þetta skrýtna tímabil þá hefur Meistaradeildin verið spiluð líkt og stórmót landsliða eru venjulega. Leikurinn milli franska olíuveldisins Paris Saint-Germain og Þýskalandsmeistara Bayern München hefst svo klukkan 19:00. Reikna má með frábærum leik en vart þarf að kynna leikmenn liðanna fyrir lesendum. Michael Cox hjá vefmiðlinum The Athletic hitaði upp fyrir leikinn nýverið. Telur Cox að há varnarlína Bayern gæti verið ástæða þess að sigurinn lendi öðru hvoru megin. Kylian Mbappé, framherji PSG og franska landsliðsins, er töluvert fljótari en hinn hefðbundni maður og hlakkar í honum að spila gegn Bayern ef þeir halda sig við háu varnarlínu sína. Frá því Meistaradeildin fór af stað í Lissabon í Portúgal – þar sem allir leikir síðan í 8-liða úrslitum hafa farið fram – þá hefur einstaklega há og aggressíf varnarlína Bayern vakið athygli. Hún hefur gengið upp – að mestu – þökk sé hinum síunga Manuel Neuer, markverði liðsins. Sá umturnaði markvarðarstöðunni á sínum tíma og spilar oftar en ekki meira sem sweeper heldur en markvörður. Neuer er hins vegar orðinn 34 ára gamall og hefur ekki þurft að glíma við framherja með sama hraða og Kylian Mbappé áður. Hér má sjá skjáskot af hárri varnarlínu Bayern gegn Barcelona.The Athletic/Michael Cox Bayern spilar með mjög lítið bil á milli fremsta og aftasta varnarmanns eins og sjá má á myndinni. Eitthvað sem Börsungar náðu alls ekki að nýta sér í 8-2 tapinu gegn Bæjurum en eflaust má reikna með að Mbappé geri meiri usla heldur en Luis Suarez. Þýskalandsmeistararnir lenti í smá vandræðum með Lyon í upphafi leiks er liðin mættust í undanúrslitum og á öðrum degi hefði Memphis Depay eða Karl Toko Ekambi mögulega refsað. Hvort PSG verði jafn góðhjarta og landar þeirra í Lyon á eftir að koma í ljós. Bayern hafa spilað svona ofarlega á vellinum síðan Hansli Flick tók við af Niko Kovač þann 3. nóvember síðastliðinn. Hefur þetta kostað liðið í einstaka leikjum en mest megnis gengið upp. Stóra spurningin er hvort Flick fórni þessari taktík einfaldlega vegna þess gífurlega hraða sem PSG-liðið býr yfir, þá aðallega títtnefndur Mbappé. Hins vegar gæti Flick viljað halda sig við það leikplan sem hefur virkað fyrir Bayern og því verið hræddur að breyta uppleggi þeirra. Cox tekur töluvert fleiri dæmi í grein sinni fyrir áhugasama. Will Bayern keep using their incredibly aggressive defensive line against Mbappe? https://t.co/Kp43m1C5HF— Michael Cox (@Zonal_Marking) August 21, 2020 PSG þarf þó einnig að hafa áhyggjur af sóknarleik andstæðinganna en Bayern skoraði jú átta mörk gegn Lionel Messi og félögum. Þeir skoruðu síðan þrjú gegn Lyon eftir brösuga byrjun. Þeirra helsta ógn er pólski framherjinn Robert Lewandowski sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera fara lyfta Gullknettinum [Ballon d‘Or verðlaununum]. En sökum kórónufaraldursins var hætt við að gefa verðlaunin í ár. Lewandowski er alltaf líklegur til að skora enda búinn að skora hvorki meira né minna en 15 mörk í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Þá skoraði hann 34 mörk í þýsku úrvalsdeildinni, ái aðeins 31 leik. Varnarlína PSG þarf að hafa góðar gætur á þessum tveimur í kvöld.Michael Sohn/Pool via Getty Images Serge Gnabry virðist svo hafa fundið gömlu skóna hans Arjen Robben en Gnabry hefur verið stórkostlegur í þessu hlutverki hægri vængmanns sem fær að sækja inn á völlinn og lúðra knettinum á markið. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu hefst klukkan 19:00 og er sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Sjá meira