Suður-Kórea á „barmi landlægs faraldurs“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2020 09:24 Frá skimun fyrir Covid-19 í Seoul. AP/Ahn Young Joon Yfirvöld í Suður-Kóreu tilkynntu í morgun mestu fjölgun nýsmitaðra þar í landi frá því í mars. Sóttvarnaaðgerðir voru framlengdar og mögulega stendur til að herða þær. Meðal þess sem hefur verið gert er að banna trúarsamkomur innandyra, loka skemmtistöðum, veitingastöðum og netkaffihúsum. Ef aðgerðir verða hertar, verður fyrirtækjum og skólum einnig lokað. Samkomubann mun þá miða við tíu einstaklinga. Smituðum fjölgaði um 332 á milli daga en fjölgunin hefur ekki verið hærri frá 8. mars, þegar 367 greindust á milli daga. Undanfarna níu daga hefur smituðum fjölgað um 2.232. Heilt yfir hafa 17.399 smitast í landinu og 309 hafa dáið. Það vekur þó athygli að ekki er búið að rekja stóran hluta nýrra smita og útbreiðslan á sér stað um allt landið. Skólum verður lokað á svæðum þar sem klasar smitaðra hafa greinst og er búið að setja takmark á fjölda barna sem mega vera í skólum og leikskólum um landið allt. Öllum ströndum landsins verður lokað. Yonhap fréttaveitan segir heilbrigðisyfirvöld Suður-Kóreu hafa rakið stóran hluta nýrra smita til kirkju í Seoul og mótmæla gegn aðgerðum yfirvalda um síðustu helgi. Fólk alls staðar af landinu hafi komið til höfuðborgarinnar vegna þeirra mótmæla og virðist sem að umfang útbreiðslunnar nú megi að einhverju leyti rekja til þess. „Við stöndum á barmi landlægs faraldurs þar sem nýsmituðum fjölgar í öllum 17 héröðum landsins,“ sagði Jung Eun-Kyeong, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Suður-Kóreu í morgun, samkvæmt frétt Reuters. „Haldið ykkur heima eins og þið getið og farið eingöngu út úr húsi fyrir nauðsynjar, vinnu eða læknisheimsókna.“ Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Yfirvöld í Suður-Kóreu tilkynntu í morgun mestu fjölgun nýsmitaðra þar í landi frá því í mars. Sóttvarnaaðgerðir voru framlengdar og mögulega stendur til að herða þær. Meðal þess sem hefur verið gert er að banna trúarsamkomur innandyra, loka skemmtistöðum, veitingastöðum og netkaffihúsum. Ef aðgerðir verða hertar, verður fyrirtækjum og skólum einnig lokað. Samkomubann mun þá miða við tíu einstaklinga. Smituðum fjölgaði um 332 á milli daga en fjölgunin hefur ekki verið hærri frá 8. mars, þegar 367 greindust á milli daga. Undanfarna níu daga hefur smituðum fjölgað um 2.232. Heilt yfir hafa 17.399 smitast í landinu og 309 hafa dáið. Það vekur þó athygli að ekki er búið að rekja stóran hluta nýrra smita og útbreiðslan á sér stað um allt landið. Skólum verður lokað á svæðum þar sem klasar smitaðra hafa greinst og er búið að setja takmark á fjölda barna sem mega vera í skólum og leikskólum um landið allt. Öllum ströndum landsins verður lokað. Yonhap fréttaveitan segir heilbrigðisyfirvöld Suður-Kóreu hafa rakið stóran hluta nýrra smita til kirkju í Seoul og mótmæla gegn aðgerðum yfirvalda um síðustu helgi. Fólk alls staðar af landinu hafi komið til höfuðborgarinnar vegna þeirra mótmæla og virðist sem að umfang útbreiðslunnar nú megi að einhverju leyti rekja til þess. „Við stöndum á barmi landlægs faraldurs þar sem nýsmituðum fjölgar í öllum 17 héröðum landsins,“ sagði Jung Eun-Kyeong, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Suður-Kóreu í morgun, samkvæmt frétt Reuters. „Haldið ykkur heima eins og þið getið og farið eingöngu út úr húsi fyrir nauðsynjar, vinnu eða læknisheimsókna.“
Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira