Íslenski boltinn

Ólafur Stígsson: Reglur um hendi eru þær flóknustu í dag

Andri Már Eggertsson skrifar
Ólafur Stígsson virðir stigið.
Ólafur Stígsson virðir stigið. Vísir/Daníel

Leikar enduðu með jafntefli á-Wurth vellinum þegar Fylkir og Stjarnan áttust við í 11. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Fylkir voru betri aðilinn í leiknum og ógnuðu talsvert meira og fengu alveg færin til þess að vinna leikinn í kvöld.

„Mér fannst jafntefli ekki gefa rétta mynd af leiknum. Við áttum að vera búnir að skora þrjú mörk eftir fyrstu 10 mínútur leiksins,” sagði Ólafur sem virðir þó stigið á móti sterku liði Stjörnunar.

Fylkir fór hátt upp á völlinn í byrjun leiks sem opnaði lið Stjörnunar oft á tíðum en þeir skoruðu bara eitt mark og því enduðu leikar jafntefli.

„Ég er mjög ánægður með strákana þeir gáfu sig allan í leikinn skiluðu góðu framlagi hlupu út um allan völl og því eru úrslit leiksins mjög svekkjandi,” sagði Ólafur.

Mark Stjörnunar kom eftir gott spil Stjörnunar og þar var Hilmar Árni Halldórsson óvaldaður inn í teignum sem skoraði með skalla að svona leikmaður sé laus í teignum var Ólafur Stígsson ekki ánægður með.

„Ég var ánægður með seinni hálfleikinn þó við hefðum getað verið betri á síðasta þriðjung vallarinns. Við spiluðum mjög vel og stóðum í sterku liði Stjörnunar sem á ennþá eftir að tapa leik og er því svekkjandi að vera svekktur eftir svona leik,” sagði Ólafur.

Það átti sér stað umdeilt atvik í seinni hálfleik þegar boltinn virtist fara í höndina á leikmanna Stjörnunar inn í þeirra vítateig, Ólafi fannst þetta vera víti en er ekki með þær flóknu reglur sem gilda um hendi alveg á hreinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×