Guðni um Rúmeníu leikinn: Ýmislegt sem bendir til þess að honum verði frestað Anton Ingi Leifsson skrifar 13. mars 2020 20:00 Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að margt bendi til þess að leikur Íslands gegn Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM 2020 sem á að fara fram þann 26. mars verði frestað vegna kórónuveirunnar. KSÍ tilkynnti í dag að allt mótahald yrði lagt niður næstu fjórar vikurnar en þetta kom eftir að heilbrigðisráðherra hafi sett samkomubann á samkomur þar sem fleiri en 100 manns koma saman. „Við kölluðum til stjórnarfundar og ákváðum að fresta okkar mótum, frá og með deginum í dag, sem og öllum landsliðsæfingum og fræðslufundum til þess að bregðast við þessum tilmælum og fyrirmælum stjórnvalda,“ sagði Guðni. Formaðurinn segir að það hafi fátt annað verið í stöðunni. „Þetta hefur auðvitað áhrif á okkar starfsemi og samfélagið allt. Núna verðum við að standa saman um það og ná sem bestum tökum á stöðunni eins og hún er. Mér hefur fundist stjórnvöld halda vel á málinu hingað til. Þetta eru erfiðar og sérstakar aðstæður en það hefur verið tekist á við þær af mikilli fagmennsku.“ „Ég tel að það hafi verið okkar skylda að taka þátt í þessum aðgerðum og gera það sem við getum til að við náum að hefta útbreiðslu á vörinni og hægja á henni. Okkur er þa skylt að bregðast við.“ Guðni segir að margt bendi til þess að leikur Íslands og Rúmeníu verði frestað. Að minnsta kosti verði hann leikinn fyrir luktum dyrum. „Það er ljóst að hann yrði leikinn fyrir luktum dyrum að óbreyttu. Það verður tekinn ákvörðun um leikinn á þriðjudaginn og hvort að hann verði spilaður. Ég á alveg jafn mikið von á því að honum verði frestað. Það er ýmislegt sem bendi til þess. Við vitum meira um það á þriðjudaginn.“ Allt innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan. EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að margt bendi til þess að leikur Íslands gegn Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM 2020 sem á að fara fram þann 26. mars verði frestað vegna kórónuveirunnar. KSÍ tilkynnti í dag að allt mótahald yrði lagt niður næstu fjórar vikurnar en þetta kom eftir að heilbrigðisráðherra hafi sett samkomubann á samkomur þar sem fleiri en 100 manns koma saman. „Við kölluðum til stjórnarfundar og ákváðum að fresta okkar mótum, frá og með deginum í dag, sem og öllum landsliðsæfingum og fræðslufundum til þess að bregðast við þessum tilmælum og fyrirmælum stjórnvalda,“ sagði Guðni. Formaðurinn segir að það hafi fátt annað verið í stöðunni. „Þetta hefur auðvitað áhrif á okkar starfsemi og samfélagið allt. Núna verðum við að standa saman um það og ná sem bestum tökum á stöðunni eins og hún er. Mér hefur fundist stjórnvöld halda vel á málinu hingað til. Þetta eru erfiðar og sérstakar aðstæður en það hefur verið tekist á við þær af mikilli fagmennsku.“ „Ég tel að það hafi verið okkar skylda að taka þátt í þessum aðgerðum og gera það sem við getum til að við náum að hefta útbreiðslu á vörinni og hægja á henni. Okkur er þa skylt að bregðast við.“ Guðni segir að margt bendi til þess að leikur Íslands og Rúmeníu verði frestað. Að minnsta kosti verði hann leikinn fyrir luktum dyrum. „Það er ljóst að hann yrði leikinn fyrir luktum dyrum að óbreyttu. Það verður tekinn ákvörðun um leikinn á þriðjudaginn og hvort að hann verði spilaður. Ég á alveg jafn mikið von á því að honum verði frestað. Það er ýmislegt sem bendi til þess. Við vitum meira um það á þriðjudaginn.“ Allt innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan.
EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira