Erlent

Bannon neitaði sök

Andri Eysteinsson skrifar
Steve Bannon eftir að hafa neitað sök fyrir dómi í dag.
Steve Bannon eftir að hafa neitað sök fyrir dómi í dag. Vísir/AP

Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Bandaríkjaforseta hefur lýst yfir sakleysi sínu eftir að hafa verið handtekinn um borð í snekkju í dag, grunaður um fjárdrátt.

Bannon, auk annarra skipuleggjenda fjársöfnunar fyrir landamæramúr Donald Trump Bandaríkjaforseta eru sagðir hafa dregið að sér fé úr söfnuninni.

Skipuleggjendur lofuðu að allt féð sem safnaðist myndi renna til framkvæmdar á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Alls söfnuðust yfir 25 milljónir Bandaríkjadala á meðan að söfnunin stóð yfir samhliða kosningabaráttunni 2016.

Samkvæmt ákæru sem gefin hefur verið út á hendur Bannon endaði mikill hluti féssins í vösum skipuleggjenda. AP greinir frá því að Bannon sé sakaður um að hafa hirt eina milljón dala og nýtt peninginn í persónuleg útgjöld.

Bannon var handtekinn af sveitum rannsóknardeildar bandarísku póstþjónustunnar á snekkjunni Lady May úti fyrir ströndum Connecticut snemma í morgun. Var hann færður fyrir dómara skömmu síðar og neitaði sök.

Var honum síðar sleppt gegn greiðslu 5 milljóna dala tryggingargjalds. Bannon starfaði sem helsti ráðgjafi Trump forseta frá embættistöku 20. janúar 2017 til ágúst sama árs. Áður hafði hann starfað við framboð Trump.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×